Skessuhorn


Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 6
miðvikudagur 28. júlí 20216 Ölvaður í árekstri VESTURLAND: Síðla dags á sunnudag varð árekst- ur á vesturlandsvegi, á móts við galtarvík. meiðsli á fólki voru óveruleg en báðir bíl- arnir eru að sögn lögreglu sennilega ónýtir. Ökumað- ur annars bílsins er grunaður um ölvun við akstur. -frg Húsbílar skelltu saman speglum VESTURLAND: Á sunnu- dag varð það óhapp á vest- urlandsvegi, við Svignaskarð, að þegar tveir húsbílar mætt- ust óku ökumenn þeirra það nálægt hvor öðrum að bak- sýnisspeglar bílanna skullu saman. Speglarnir eyði- lögðust en ekki urðu frekari skemmdir á bílunum. -frg Hékk út af veginum um Bröttubrekku VESTURLAND: Seinni- partinn á síðasta sunnudag barst lögreglu tilkynning um útafakstur á Bröttubrekku. Þegar lögreglu bar að garði hékk bifreið hálf út af veg- inum. Engin meiðsl urðu á fólki en ökumaður er grun- aður um akstur undir áhrif- um áfengis og annarra efna. Ökumaður og farþegar bíls- ins voru handteknir og færð- ir á lögreglustöð þar sem mál þeirra fór í hefðbundið ferli. - frg Óþolinmæði vegfarenda VESTURLAND: vegfar- endur á vesturlandi hafa verið óvenju duglegir við að kvarta undan óeðlilegu akst- urlagi samborgara sinna. mikið er kvartað yfir fram- úrakstri og rásandi ökulagi. lögreglan hvetur ökumenn til þess að sýna samborgum sínum þolinmæði og skiln- ing enda ekkert fengið með pirringi. -frg Píratar halda aðalfund á Vogi LANDIÐ: Píratar hafa boðað til aðalfundar flokksins í aðdrag- anda alþingiskosninga. Fundur- inn fer fram dagana 14. og 15. ágúst á sveitahótelinu vogum á Fellsströnd í dölum. „Þetta verður nokkuð hefðbundinn að- alfundur, með fyrirvara um þró- un sóttvarnaráðstafana. kosn- ingabaráttunni verður form- lega ýtt úr vör, kosningastefna Pírata verður kynnt, tilkynnt verður hver fær umboð Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum og greidd verða atkvæði um hitt og þetta. Síðan má búast við einhverjum ályktunum og öðr- um yfirlýsingum af fundinum,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. -mm Margir teknir próflausir VESTURLAND: að sögn lög- reglunnar á vesturlandi hefur verið óvenjumikið um akstur án ökuréttinda á vesturlandi und- anfarið. Síðastliðna viku hafa sex verið teknir réttindalausir. Þrír höfðu verið sviptir ökurétt- indum og þremur hafði láðst að endurnýja útrunnin ökuskír- teini sín. -frg vegna mikillar fjölgunar greindra smita af Covid-19 á undanförnum dögum hefur verið ákveðið að end- urvekja bakvarðasveit heilbrigð- isþjónustunnar. Heilbrigðisráðu- neytið segir að enn á ný sé óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks sem er reiðubúið að koma tíma- bundið til starfa með skömmum fyrirvara, hvort sem er í fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa. „Þau sem voru skráð í bakvarða- sveitina og sjá sér enn fært að veita liðsinni eru vinsamlega beðin um að skrá sig þar á ný,“ segir í tilkynn- ingu. Fyrirkomulag varðandi bakv- arðasveitina er eins og áður. Opin- berar heilbrigðisstofnanir sem óska eftir að ráða liðsauka úr bakvarða- sveit heilbrigðisþjónustunnar geta nálgast lista með upplýsingum um þá sem hafa skráð sig til þátttöku hjá heilbrigðisráðuneytinu. Þær munu sjálfar hafa beint samband við bakverði og verður ráðningar- sambandið milli viðkomandi stofn- unar og þess/þeirra bakvarða sem ráða sig til starfa. Stofnanirnar sem um ræðir eru: Heilsugæsla höfuð- borgarsvæðisins, heilbrigðisstofn- anir á landsbyggðinni, landspítali og Sjúkrahúsið á akureyri. mm Frá og með næstu áramótum verð- ur bannað að hafa varphænur hér á landi innilokaðar í þröngum búr- um. Það byggir á reglugerð sem samþykkt hefur verið og snýr að velferð alifugla. lausagönguhæn- ur þurfa meira rými en búrhænsni og því eru nú í gangi umtalsverð- ar og kostnaðarsamar breytingar á hænsnabúum landsins. Eggjabænd- ur þurfa að byggja talsvert stærri hús til að framleiða sama magn af eggjum. kostnaður mun því hækka sem vafalítið á eftir að koma fram í hækkuðu eggjaverði. í samtali við Bændablaðið í síð- ustu viku sagði Stefán már Sím- onarson, formaður Félags eggja- bænda og framkvæmdastjóri Nes- bús, að áætlaður kostnaður við breytingar íslenskra hænsnabúa sé um 15 þúsund krónur á hvern fugl sem alinn er og fjöldi varphænsna í landinu er yfir 200 þúsund. Þann- ig er kostnaðurinn vegna breyting- anna áætlaður rúmlega þrír millj- arðar króna. mm Bakvarðasveit heilbrigðisstarfs- fólks kölluð inn Hamingjusamar lausagönguhænur. Ljósm. Grænegg. Hænum sleppt úr prísundinni um áramótin

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.