Skessuhorn


Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 10
miðvikudagur 28. júlí 202110 Framkvæmdir við endurnýjun a og B deilda í C-álmu sjúkrahúss- ins á akranesi ganga vel. voru þær fyrir margt löngu orðnar tíma- bærar. Búið er að hreinsa allt út úr húsnæðinu; innréttingar, gólfefni, milliveggi, raf- og boðlagnir og fleira auk þess sem sögun og múr- broti er lokið. í vikunni var lokið við að flota öll gólf. uppbygging er nú þegar hafin og næstu verk- efni eru uppsetning loftstokka, milliveggja og sprinkler kerfis. Þá er hafin vinna við raflagnir og vatns- og skolplagnir auk málning- arvinnu. Búið er að leggja í gegn- um fyrstu hæð hússins þannig að eðlileg starfsemi þar er komin í gang aftur en dregið var úr starf- semi í þrjár vikur frá 15. júní til 8. júlí. Framkvæmdirnar eru mjög um- fangsmiklar og hafa nokkur áhrif á starfsemi sjúkrahússins. rými í elstu byggingu sjúkrahússins þar sem áður var E deild hefur tekið við hluta starfseminnar. Það rými hefur þar til nýlega verið nýtt til þess að mæta fráflæðisvanda land- spítalans. Þá hefur hluti af starf- semi B-deildar færst tímabundið yfir á fæðingardeildina. verkefnisstjóri í verkinu er Skagamaðurinn Bjarni ingi Björns- son fyrir hönd aðalverktaka en hann er jafnframt einn af eigend- um raf-Pro ehf. að sögn Bjarna inga hefur allt samstarf, bæði milli verktakanna og við verkkaupa gengið afar vel. verkeftirlit fyr- ir hönd verkkaupa er í höndum starfsmanna verkís, Skagafólksins Önnu maríu Þráinsdóttur og Sig- urgeirs Fannars guðmundssonar. að sögn Bjarna inga er nokk- uð vandasamt að standa í svo um- fangsmiklum framkvæmdum á sjúkrastofnunum og þurfti að gæta sérstaklega að hreinlæti. Sérstakir loftræstiblásarar voru notaðir til þess að halda loftþrýstingi í fram- kvæmdarýminu lágum svo loft og þar með óhreinindi leituðu ekki út úr rýminu. jafnframt þurfti að gæta varúðar við meðferð alls efnis sem fjarlægt var og það flutt rak- leitt frá svæðinu. Áhugavert er að flestir aðilanna sem koma að verkefninu eru frá akranesi. aðalverktaki verksins er SF smiðir ehf. en eigendur þess fyrirtækis eru bræðurnir Fannar og Sturla magnússynir. auk þeirra kemur fjöldi annarra fyrirtækja að verkinu og er langstærstur hluti þeirra innanbæjarfyrirtæki. raf- lagnir eru í höndum raf-Pro ehf., ak pípulagnir sjá um pípulagn- irnar, loftræstiþátturinn er í hönd- um Blikksmiðju guðmundar, Haf- steinn daníelsson sér um sögun og múrbrot, Skagamálun málar og rgr múrverk múrar. Þá sér Siggi dúkari um dúklögn og flotun og megas ehf. sér um súrefnis- og öndunarloftslagnir. Framkvæmdin er mannfrek og hafa starfsmenn verktaka á svæðinu verið á bilinu tíu til tuttugu talsins á hverjum tíma. verklok eru áætluð í byrjun mars á næsta ári. Fyrirtækin SF smiðir og raf- Pro hafa með sér samstarf í þessu verki og fleiri verkefnum sem fram undan eru. að sögn þeirra Sturlu, Fannars og Bjarna inga er vitlaust að gera og sem dæmi hafa þeir ekki bætt við stærri verkum síðan í október í fyrra. Fram undan eru stór og smá verk auk þess sem fyr- irtækin munu á næstunni byggja saman tvö einbýlishús og tvö fjór- býlishús. Þá eru fleiri verkefni í pípunum, meðal annars á nýút- hlutuðum lóðum við Suðurgötu og verða það fyrstu húsin til þess að rísa í svokölluðum Sementsreit á akranesi. frg / Ljósm. aðsendar. Verið að flota gólfin. Framkvæmdir á Sjúkrahúsinu á Akranesi ganga vel Fannar Magnússon, Bjarni Ingi Björnsson og Sturla Magnússon. Búið að hreinsa allt út úr húsnæðinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.