Skessuhorn


Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 31
miðvikudagur 28. júlí 2021 31 leikmenn úr 3. flokki ía í knatt- spyrnu kepptu um helgina á al- þjóðlega knattspyrnumótinu rey Cup sem fram fór í laugardalnum en mótið var haldið í 20. skipti og er eitt fjölmennasta knattspyrnu- mót sem haldið er á íslandi ár- lega. Skagamenn sendu þrjú lið til keppni í ár, eitt í flokki a-liða og tvö lið í flokki BC-liða. aðal- þjálfari 3. flokks er aron Ýmir Pétursson og honum til aðstoðar á mótinu var reynsluboltinn Sigurð- ur jónsson. leikmenn ía gerðu sér lítið fyrir og stóðu uppi sem rey Cup meistarar í 3. flokki a-liða en úr- slitin réðust á laugardagsvellinum á sunnudaginn. liðið vann sinn riðil á mótinu örugglega með því að leggja Hauka, Fram og kefla- vík að velli en keppt var í tveimur riðlum. a-lið ía keppti svo í und- anúrslitum gegn liði ka frá akur- eyri og lauk leiknum með marka- lausu jafntefli en Skagamenn unnu síðan sigur í vítaspyrnukeppni 7-6. í úrslitaleiknum léku Skagamenn gegn liði Breiðabliks og aftur varð markalaust jafntefli og síðan unnu Skagamenn vítaspyrnukeppnina 3-2 og því hægt að segja að Skaga- menn hafi haft stáltaugar þegar á hólminn var komið og fagnað frá- bærum sigri. vaks knattspyrnufélagið kári á akra- nesi gerði sér ferð norður í land á laugardaginn og lék á Ólafsfjarðar- velli gegn liði kF í þrettándu um- ferð annarrar deildar karla í knatt- spyrnu. kF gat með sigri komist í annað sæti deildarinnar og kári að reyna að fikra sig ofar í töflunni í fallbaráttunni og því var mikið und- ir hjá báðum liðum að sækja sigur í þessum leik. káramenn náðu óvænt forystunni á 22. mínútu leiksins þegar hinn 17 ára Ármann ingi Finnbogason skoraði eftir send- ingu frá Breka Þór Hermannssyni og fyrsta deildarmark Ármanns fyr- ir kára í hús. aðeins sjö mínútum síðar fékk kF víti og úr því skor- aði Oumar diock og jafnaði leik- inn fyrir heimamenn. Skömmu síð- ar fékk kF aftur víti en leikmað- ur liðsins skaut í stöngina og fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálf- leik og var því staðan jöfn 1-1 þegar dómarinn flautaði til leikhlés. kári gerði eina skiptingu í hálf- leik og aðra tvöfalda skiptingu á 60. mínútu og virtist þetta eitthvað hafa riðlað leikskipulagi kára því á 62. mínútu komst kF yfir með marki frá Áka Sölvasyni og staðan orð- in 2-1 fyrir kF. Það sem eftir lifði leiks söfnuðu heimamenn gulum spjöldum, hægðu leikinn niður og náðu að sigla heim þessum þremur dýrmætu stigum. Nokkur meiðsli hrjá leikmenn kára þessa dagana; jón vilhelm Ákason hefur lítið verið með undan- farið vegna meiðsla og fyrir þennan leik var Elís dofri gylfason veikur, Páll Sindri Einarsson meiddur og tveir leikmenn liðsins í sóttkví. Þá gekk martin montipo, miðjumaður kára, á dögunum til liðs við vestra á ísafirði og er mikill missir af hon- um. í stuttu spjalli við Skessuhorn sagði Ásmundur guðni Haralds- son, þjálfari kára, að frammistaðan hefði verið fín í síðustu leikjum en á stundum vantað reynslu til að ná stigum í hús. Þó væri engan bilbug að finna á káramönnum en hann benti á að í leiknum gegn kF hefði meðalaldur byrjunarliðs kára ein- ungis verið tæplega 23 ár. kári er nú í ellefta sæti deildar- innar með sex stig eftir 13 leiki og er sjö stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur kára í deildinni er gegn reyni Sandgerði í kvöld, mið- vikudag, í akraneshöllinni og hefst klukkan 19.15. vaks reynir Hellissandi tók á móti liði Bjarnarins í C-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á fimmtudaginn og fór leikurinn fram á iðagrænum gervi- grasvellinum í Ólafsvík. gestirnir komust yfir á 13. mínútu með marki frá Álftnesingnum með langa nafn- ið, ronnarong Wongmahadthai en heimamenn svöruðu því með marki frá kristni magnúsi Péturssyni úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik.. Fleiri mörk voru ekki skor- uð í fyrri hálfleik og reyndar held- ur ekki í þeim seinni og lokastað- an því jafntefli, 1-1. Svo virðist sem að leikmenn hafi ákveðið að safna spjöldum frekar en mörkum í leiknum því alls fóru níu gul spjöld á loft og unnu reynismenn þann leik örugglega 6-3. reynir er nú í sjötta sæti í C-riðli með níu stig eftir tólf leiki en næsti leikur liðsins er gegn liði Harðar á morgun, fimmtudag, á Olísvellin- um á ísafirði og hefst klukkan 19. vaks Skagamenn tóku á móti liði FH í Pepsi max deild karla í knattspyrnu á akranesvelli á sunnudaginn. mik- ill vestan-hliðarvindur var á vellin- um og rigning og mjög erfiðar að- stæður til knattspyrnuiðkunnar. ía setti hápressu á lið FH í byrjun leiks og voru miklu betri fyrsta korterið. Á þrettándu mínútu átti gísli lax- dal unnarsson gott skot að marki sem markvörður FH varði og í kjöl- farið var mikill atgangur í teig gest- anna en ekki náðu Skagamenn að koma tuðrunni inn. Fyrsta skot FH á markið kom á 15. mínútu en Árni marinó, markvörður Skagamanna, varði það auðveldlega. Skagamenn voru fastir fyrir og FH átti erfitt með að byggja upp spil og vegna mikils vinds voru leikmenn beggja liða einnig í miklum erfiðleikum með að ráða við boltann og gefa einfaldar sendingar. Eftir um hálf- tíma leik kom fyrsta mark leiksins; Hlynur Sævar jónsson, leikmaður ía, togaði þá Steven lennon nið- ur í teignum og lennon skoraði sjálfur úr vítaspyrnunni með því að senda Árna marinó í vitlaust horn. lítið markvert gerðist í fyrri hálf- leik eftir þetta og staðan 0-1. Seinni hálfleikur var varla byrjað- ur þegar mjög ódýrt víti var dæmt á Skagamenn þegar alexander davey var dæmdur brotlegur eftir að hafa flækst saman við Eggert gunn- þór jónsson, leikmann FH. len- non steig aftur á punktinn og skaut beint á markið og kom FH í tveggja marka forystu. Skondið atvik gerð- ist skömmu síðar þegar brotið var á ísak Snæ Þorvaldssyni, leikmanni ía, við miðlínuna og dómari leiks- ins tók upp spjald til að gefa leik- manni FH. rauða spjaldið fór á loft en einungis líklega vegna þess að dómarinn hafði týnt gula spjaldinu en hann fékk það lánað á staðnum hjá eftirlitsmanni leiksins. Skömmu síðar skoraði títtnefndur lennon sitt þriðja mark í leiknum eftir gott spil í gegnum vörn ía þegar hann renndi boltanum undir Árna mar- inó og gerði þar með út um leik- inn. Skagamenn gáfust þó ekki upp og Brynjar Snær Pálsson átti skot í stöng á 67. mínútu en það sem eftir lifðu leiks hefði FH getað bætt við fullt af mörkum. Steven lennon fékk dauðafæri en skaut yfir, síðan áttu gestirnir skot í samskeytin og undir lok leiksins fékk FH dauða- færi eftir fyrirgjöf og fyrrum leik- maður ía, morten Beck, átti skalla rétt fram hjá marki Skagamanna. Skagamenn voru ekki að spila sinn besta leik. alexander davey og gísli laxdal voru þeirra skástu menn og Árni marinó verður ekki sakað- ur um mörkin. Skagamenn gerðu tvær breytingar frá síðasta leik gegn val; Hlynur Sævar og guðmundur Tyrfingsson komu inn fyrir þá jón gísla Eyland sem var í leikbanni og Hall Flosason sem var meiddur. Þeir náðu ekki að setja mark sitt á leik- inn frekar en flestir leikmenn ía en nú er bara að spýta í lófana og gera betur í næsta leik. Skagamenn eru enn í neðsta sæti deildarinnar með níu stig eftir 14 leiki og eru nú fjórum stigum frá fallsæti þar sem Stjarnan situr nú. Næsti leikur Skagamanna er einmitt gegn Stjörnunni á Samsungvell- inum í garðabæ miðvikudaginn 4. ágúst og hefst klukkan 19.15. vaks Kristinn Magnús Pétursson að skora mark Reynis í leiknum gegn Birninum. Ljósm. þa Reynir gerði jafntefli við Björninn Kári tapaði gegn KF fyrir norðan Byrjunarlið Kára gegn liði KF á laugardaginn. Ljósm. Fésbókarsíða Kára. Skagamenn fagna glæstum sigri á Rey Cup árið 2021. Ljósm. Rey Cup. Þriðji flokkur ÍA karla Rey Cup meistarar Ísak Snær Þorvaldsson komst lítt áleiðis í leiknum gegn FH í gær. Úr leik ÍA og Breiðabliks fyrr í sumar. Ljósm. gbh Skagamenn í erfiðum málum í Pepsi Max deildinni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.