Skessuhorn


Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 20
miðvikudagur 28. júlí 202120 Bæjarhátíðin Á góðri stund í grundarfirði fór fram um helgina í skugga fjölgandi smita í samfélaginu. Einhverjir viðburðir féllu niður eins og ball með Páli Óskari sem átti að fara fram á föstu- dagskvöldinu. Þó var nóg um að vera og gátu allir fundir sér eitt- hvað til dundurs. veðrið var nokkuð blautt en þó lét sólin sjá sig annað slagið og hlýjaði bæjarbúum og gestum þeirra. tfk Á góðri en blautri stund í Grundarfirði Veltibíllinn mætti á föstudeginum og vakti mikla lukku. Græna kompaníið sló upp tónleikum í garðinum þar sem þær Kristbjörg Ásta og Amelía Rún sungu fyrir gesti undir fögrum tónum frá Trausta gítarleikara og Baldri slagverksleikara. Þessir hressu kappar létu ekki smá rigningu á sig fá í brekkusöngnum á laugardagskvöldinu. Þessar hressu stúlkur skemmtu sér vel á brekkusöngnum. Góð mæting var á brekkusönginn hjá þeim Degi Sigurðssyni og Andra Ívarssyni sem héldu uppi stuðinu í rigningunni. Krakkarnir í Listfellsnes héldu frábæra sýningu í íþróttahúsi Grundarfjarðar á föstudeginum. Trúðurinn Wally þurfti nú líklega ekki að hafa áhyggjur af því að vaða upp fyrir við Paimpol garðinn. Ingi Hans Jónsson hélt þrjá frábæra fyrirlestra um upp- byggingu Grundarfjarðar í gegnum tíðina.Það var mikið fjör í froðugamaninu hjá slökkviliðinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.