Skessuhorn - 18.08.2021, Blaðsíða 9
MiðVikudaGur 18. ÁGúSt 2021 9
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
1
ÚTBOÐ
LEIKSKÓLI ASPARSKÓGUM 25
Landslag ehf., fyrir hönd Fasteignafélags Akraness, óska
eftir tilboðum í framkvæmdir við lóðarfrágang á nýjum
leikskóla við Asparskóga 25, Akranesi.
Verkið nær til heildarfrágangs lóðar.
Verktaki skal setja upp girðingar, koma fyrir frárennsliskerfi á
lóð, koma fyrir snjóbræðslukerfi, ganga frá rafkerfi og raflýsingu
lóðar, helluleggja gönguleiðir og stéttar, malbika bílastæði,
ganga frá djúpgámum, aðstoða við uppsetningu leiktækja,
ganga frá fallvarnarefnum, þökuleggja grassvæði, ganga frá
gróðurbeðum, gróðursetja tré og runna.
Helstu stærðir:
Hellulögn 2.400 m2
Malbik 1.055 m2
Fallvarnarefni 1.500 m2
Heildarstærð lóðar um 8.000 m2 brúttó.
Verktaki tekur við byggingarsvæði frá verktaka sem annast
uppsteypu og utanhússfrágang. Byggingarsvæðið er afgirt og
með hliði inn á vinnusvæðið.
Verklok á útboðsáfanga er 31. júlí 2022.
Útboðsgögn verða afhent á stafrænu formi frá og með 25.
ágúst 2021 með því að senda tölvupóst á netfangið landslag@
landslag.is þar sem fram kemur heiti verks, nafn bjóðanda,
netfang og símanúmer tengiliðs bjóðanda.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti
16-18 Akranesi í síðasta lagi 28. september 2021 kl. 14:00
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
1
Kynningafundur
Kynningafundur vegna eftirtalinna
skipulagsverkefna verður haldinn sem
netfundur í gegnum teams, fimmtudaginn 19.
ágúst 2021 kl.12:00
Vinnslutillaga: Breyting á aðalskipulagi Akraness
2005-2017 vegna stækkunar á íbúðasvæði
Jörundarholts.
Bæjarstjórn Akraness áformar breytingu á
aðalskipulagi Akraness 2005-2017 þannig að
íbúðasvæði ÍB10 verði stækkað vegna áforma um
byggingu íbúðarkjarna.
Í fyrirhugaðri breytingu felst að íbúðasvæði ÍB10
verður stækkað um 2000m². Gert er ráð fyrir að
afmörkuð verður lóð fyrir einnar hæðar íbúðarkjarna
innan svæðisins. Óbyggt svæði (ómerkt) er minnkað
að sama skapi.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fyrr á þessu ári, í marsmánuði, var
haldinn kynningarfundur í streymi
um skýrslu Verkís um nýja úttekt á
húsnæði Grundaskóla á akranesi.
Skýrslan var unnin vegna grun-
semda um ónóg loftgæði í skólan-
um. Helstu niðurstöður úttektar-
innar voru að rakaskemmdir fund-
ust víða í húsnæði skólans og sum-
staðar höfðu þær leitt til myglu.
út frá því var aðgerðaráætlun hent
af stað og ákveðið að stokka upp í
skólastarfinu með tilliti til þess-
arar niðurstaðna. uppstokkun-
in fól meðal annars í því að flytja
þurfti stóran hluta nemenda í hús-
næði utan skólans, svo sem í Þorpið
og arnardal, frístundamiðstöðina
við Garðavöll, tónlistarskólann og
fjölbrautaskólann. alls þurfti skól-
inn að loka 22 skólastofum eða um
tveimur þriðju af því rými sem hann
hafði yfir að ráða. Starfsemi skólans
fór því úr einni starfsstöð yfir í sjö
undir lok síðasta skólaárs.
Miklar endurbætur
allt árið hefur akraneskaupstaður
staðið fyrir umfangsmiklum endur-
bótum á húsnæði skólans og áfram
verður unnið að endurnýjun. End-
urbótum og uppbyggingu lýkur
í raun ekki fyrr en 2024, að sögn
Sigurðar arnar Sigurðssonar skóla-
stjóra Grundaskóla, sem er þó já-
kvæður og bjartsýnn í garð breyt-
inganna. „Skólabygging Grunda-
skóla verður öll hin glæsilegasta
og í takt við nýja tíma þegar fram-
kvæmdum lýkur. Í dag snýst um-
ræðan ekki um myglu eða raka-
skemmdir heldur miklu frekar end-
urnýjun og uppbyggingu. Við höf-
um leyst þau alvarlegu vandamál
sem hrjáðu okkur allt síðastliðið
skólaár en búum vissulega enn við
mikil þrengsli og byggingarfram-
kvæmdir,“ segir Sigurður arnar
um framkvæmdirnar á vinnustaðn-
um sínum. „Við stöndum í miðju
uppbyggingarferli og höfum þurft
að endurskipuleggja allt starf okk-
ar miðað við þann húsakost sem
við ráðum yfir. Það er mikil fram-
för frá fyrra skólaári en þegar verst
lét starfaði skólinn í sjö byggingum.
Það verða mikil þrengsli í vetur þar
sem ein álman er úti vegna fram-
kvæmda. Í stað þess hefur stjórn-
unarálmu verið breytt í kennsluhús-
næði og þrjár lausar kennslustofur
eru væntanlegar við skólann í byrj-
un árs 2022,“ segir Sigurður arnar
í samtali við Skessuhorn. „allir ár-
gangar skólans verða í Grundaskóla
á þessu skólaári fyrir utan 10. bekk
sem hefur kennsluaðstöðu í FVa,“
bætir hann við.
Bjartsýnn á
komandi skólaár
Grundaskóli er stór og öflugur
skóli og einn fjölmennasti vinnu-
staðurinn á akranesi og segir Sig-
urður arnar ríkja almenna bjartsýni
fyrir komandi vetur og framtíðinni
almennt. „Starfsfólk hefur unnið
frábært starf við krefjandi aðstæður.
Jafnframt hefur akraneskaupstaður
og verktakar hreinlega unnið afrek
á stuttum tíma. Við höfum endur-
skipulagt allt starf okkar og mót-
að framtíðaruppbyggingu skólans.
Þrátt fyrir tímabundin húsnæðis-
vandræði í skólastarfinu hugsum
við meira um að hverju er stefnt.
Við stefnum hátt og innan fárra
ára munum við eiga einn fallegasta
skóla landsins,“ segir Sigurður arn-
ar ákveðinn. „Vonandi mun Covid
ekki trufla okkur mikið en enn er
óljóst hvernig heilbrigðisyfirvöld
ætla að haga málum varðandi sótt-
varnir í skólum. daglega eru hátt í
eitt þúsund manns í skólabygging-
um okkar. Vegna þess er afar mik-
ilvægt að allir leggist á eitt og hugi
að persónubundnum sóttvörnum
og fylgi leiðbeiningum sóttvarna-
yfirvalda. Við erum öll á sama báti
í þessari baráttu,“ segir Sigurður
arnar að lokum. Nemendafjöldi
Grundaskóla er áætlaður um 680
nemendur og um 120 starfsmenn
starfa hjá skólanum. Skólasetning
er 23. ágúst og hefst kennsla sam-
kvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24.
ágúst.
glh
Ekkert lát er á góðum aflabrögð-
um á strandveiðum, metafli dag
eftir dag. Á fyrstu fimm dögum
ágústmánaðar er meðaltal dagsafla
í þorski 278 tonn sem er 46% meiri
veiði en var í júlí. Ef fram heldur
sem horfir verða útgefnar veiði-
heimildir til strandveiða uppurn-
ar um miðja þessa viku. Þetta kem-
ur fram á vef Landssambands smá-
bátaeigenda.
„Þegar tekið var mið af þróuninni
á þessu ári og afla í ágúst í fyrra leit
allt út fyrir að aflaviðmiðun mundi
duga út ágúst, dagsafli að meðal-
tali um 175 tonn. En fiskveiðar
falla ekki alltaf inn í excelskjölin þó
það sé óbrigðult hjá Hafrannsókna-
stofnun. Strandveiðarnar nú eru
gott dæmi um þetta. Saman fer ein-
muna tíð og mokafli, þrátt fyrir að
Hafrannsóknastofnun mæli stöðuga
lækkun á viðmiðunarstofni þorsks,“
segja smábátasjómenn, sem bæta
við: „Við þeirri stöðu sem nú blasir
við strandveiðisjómönnum er ein-
ungis hægt að bregðast við á einn
veg, að breyta reglugerð og hækka
viðmiðun í þorski og koma þannig
í veg fyrir ótímabæra stöðvun veið-
anna.“ LS hefur sent ráðherra bréf
þess efnis.
mm
Mokveiði á strandveiðum og
heimildir að klárast
Grundaskóli fer úr sjö
starfsstöðvum yfir í tvær fyrir
komandi skólaár
Svokölluð gryfja í Grundaskóla en þar
fannst mygla. Ljósm. frg.
Grundaskóli á Akranesi. Ljósmynd úr safni.