Skessuhorn


Skessuhorn - 18.08.2021, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 18.08.2021, Blaðsíða 31
MiðVikudaGur 18. ÁGúSt 2021 31 reynir Hellissandi tók á móti kM í C-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á Ólafsvíkurvelli á sunnudaginn. Fór leikurinn vel af stað og greinilegt að bæði lið ætluðu sér ekki að gefa tommu eftir. kom fyrsta markið á 21. mínútu þegar irving alexander kom kM í 0-1. reynismenn jöfn- uðu í uppbótartíma fyrri hálfleiks er þeir fengu víti og það var Heim- ir Þór Ásgeirsson sem fór á punkt- inn og skoraði örugglega þegar hann sendi markmann kM í rangt horn og staðan 1-1 þegar menn gengu til hálfleiks. Á 57. mínútu skoraði Guð- jón Gunnar Valtýsson fyrir kM og staðan orðin 1-2. til tíðinda dró svo þegar reynismenn fengu auka- spyrni rétt fyrir utan vítateig kM manna. Heimir Þór Ásgeirsson tók aukaspyrnuna og spyrnti boltanum í fjær vinkilinn sem var óverjandi fyrir markmann kM. Sigurmark reynis- manna kom svo í uppbótartíma úr hornspyrnu og var það ingvar Freyr Þorsteinsson sem þrumaði knettin- um í netið. Markmaður kM náði að setja puttana í boltann en það dugði ekki til og fór boltinn í slánna og inn. Var þetta eins og áður sagði sig- urmarkið í hörku leik eins og sjá má á gulu spjöldunum sem fóru á loft en þau voru tíu talsins og eitt rautt að auki. Fengu leikmenn reynis Hell- issandi fjögur spjaldann og kM sex en einn leikmaður þeirra fékk seinna gula spjaldið í uppbótartíma. reynir er í 6. sæti riðilsins með 12 stig en næsti leikur liðsins og jafnframt sá síðasti á tímabilinu verður á Ólafs- víkurvelli sunnudaginn 22. ágúst kl 15:00 þegar þeir mæta Álftanesi. þa Víkingur Ólafsvík spilaði tvo leiki í fyrstu deildinni í vikunni sem leið. Liðið tapaði fyrst 3-0 fyrir Fram í Ólafsvík á miðvikudag í leik sem áður hafði verið frestað vegna Co- vid-19. Víkingur gerði hins veg- ar góða ferð til akureyrar á laugar- daginn. Liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Þór að velli 2:0 og landaði þar með sínum fyrsta sigri í sumar. Sigur Víkings var sanngjarn. Liðið mætti ákveðið til leiks og var betri aðilinn í fyrri hálfleik og skapaði sér fín færi. Náði Víkingur forystunni sann- gjarnt þegar Bjartur Bjarmi Barkar- son skoraði af öryggi framhjá daða Frey arnarssyni markverði Þórs eft- ir að hafa fengið sendingu innfyrir vörnina frá Harley Willard. Staðan 1:0 í hálfleik. Í síðari hálfleik léku Víkingar af yfirvegun og og juku forystuna í 2:0 á 64. mínútu leiksins, en þá komst kareem isiaka einn innfyrir vörn Þórsara og skoraði af öryggi framhjá daða í markinu. Víkingur hélt feng- num hlut þrátt fyrir sóknartilburði heimamanna í lokin og vörn þeirra varðist vel þegar á þurfti að halda. Harley Willard átti mjög góðan leik og lagði upp bæði mörk Víkings í leiknum og var þeirra besti maður. Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings var að vonum ánægður með sigu- rinn og sagði í viðtölum eftir leik að þeir hefðu komið til akureyrar til þess að sækja sigurinn og spila góðan fótbolta og hældi leikmön- num sínum fyrir góða frammistöðu. Enn væri stærðfræðilegur mögu- leiki á því að forðast fall og meðan svo væri gæfust menn ekkert upp. Víkingur Ólafsvík er nú með fimm stig, tíu stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur Víkings er þe- gar Fjölnir úr Grafarvogi kemur í heimsókn föstudaginn 20. ágúst. se Skagamenn tóku á miðvikudaginn á móti liði FH í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á akranesvelli í blíðskaparveðri; smá golu, 14 stiga hita og völlurinn var í toppstandi. Skagamenn voru ekki að tvínóna við hlutina og komust yfir strax á sjöttu mínútu þegar Sindri Snær Magnússon vann boltann á miðj- unni og sendi boltann á Ísak Snæ Þorvaldsson sem skoraði með föstu skoti í fjærhornið. Á 23. mínútu fengu FH-ingar aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Steven Lennon tók en Árni Marinó, markvörður Ía, varði vel í horn. Bæði lið fengu nokkur hálffæri það sem eftir lifði hálfleiks en staðan 1-0 í hálfleik. Snemma í byrjun seinni hálfleiks fékk Lennon dauðafæri en Árni Marinó varði frábærlega. tíu mín- útum síðar átti Óttar Bjarni Guð- mundsson, fyrirliði Ía, skalla eft- ir fyrirgjöf Guðmundar tyrfings- sonar en boltinn fór rétt fram hjá. Skömmu síðar fékk Jónatan ingi Jónsson, leikmaður FH, beint rautt spjald þegar hann sló leikmann Ía, Hlyn Sævar Jónsson, fyrir neðan beltisstað eftir smá átök inn í víta- teignum. Eftir þetta færðist meira fjör í leikinn og Eyþór aron Wö- hler, sem var nýkominn inn á sem varamaður, var tvisvar nálægt því að bæta við marki fyrir Skaga- menn. Átta mínútum fyrir leiks- lok átti Eggert Gunnþór Jónsson hörkuskot að marki en Árni Mar- inó varði frábærlega í stöngina og skömmu síðar fengu FH-ingar tvö færi. Fyrst varði Árni aftur frá Egg- erti og skömmu síðar dauðafæri frá Morten Beck og tryggði Skaga- mönnum farseðil í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Langbesti leikmaður Skaga- manna í leiknum í gær var án efa markvörðurinn ungi Árni Marinó Einarsson sem átti frábæran leik í marki Skagamanna og þá var Ísak Snær Þorvaldsson ansi öflugur á miðjunni og skoraði sigurmarkið í leiknum. Skagamenn fá ekki lang- an tíma til að fagna því næsti leik- ur Skagamanna er gegn Breiða- bliki næsta sunnudag í Pepsi Max deildinni á kópavogsvelli og hefst klukkan 17. Í átta liða úrslitum mæta Skaga- menn Ír og fer leikurinn fram á Hertsvellinum í Breiðholti 10. sept- ember kl. 19:15. aðrar viðureign- ir í átta liða úrslitum verða leikur Vestra og Vals, Fylkis og Víkings og keflavíkur og Hk. vaks FH og Ía mættust á kaplakrika- velli í Hafnarfirði á fimmtudag- inn í Lengjudeild kvenna í knatt- spyrnu. Leikurinn var ansi mikil- vægur fyrir bæði lið, FH er í mik- illi toppbaráttu við lið afturelding- ar og kr og Ía í hatrammri botn- baráttu þar sem alls sex lið eru eins og staðan er í dag. Lítið markvert gerðist þar til á næstsíðustu mín- útu fyrri hálfleiks þegar unnur Ýr Haraldsdóttir, leikmaður Ía, slapp í gegnum vörn FH og fram hjá markmanni þeirra, katelin tal- bert, sem sló boltann fyrir utan teig og fékk beint rautt spjald fyrir vik- ið. Markalaust var því þegar leik- menn gengu til búningsherbergja í hálfleik. FH stúlkur komust yfir, einum færri, eftir tæplega korters leik í seinni hálfleik þegar Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði eftir fast leikatriði. Skagastúlkur voru betri aðilinn það sem eftir lifði leiks og skoruðu mark sem dæmt var af vegna rangstöðu og þær náðu ekki að nýta liðsmuninn. Þriðja tap liðs- ins í síðustu fjórum leikjum því miður staðreynd. unnar Þór Garðarsson, ann- ar aðalþjálfari Skagakvenna, lét af störfum í síðustu viku af persónu- legum ástæðum og munu því aron Ýmir Pétursson og Björn Sólmar Valgeirsson stjórna liðinu það sem eftir er af tímabilinu. Skagastúlkur eru komnar niður í níunda sætið og í fallsæti með ell- efu stig eftir 13 leiki og því ljóst að þær þurfa að spýta í lófana á næstu vikum til að sleppa við fall. Næsti leikur hjá Ía er gegn liði Grinda- víkur á akranesvelli föstudaginn 20. ágúst og hefst klukkan 18. vaks Árni Marinó, markvörður ÍA, var frábær í leiknum. Ljósm. gbh Skagamenn slógu FH út úr Mjólkurbikarnum Skagastúlkur eru búnar að sogast niður í botnbaráttuna á síðustu vikum. Ljósm. sas Skagastúlkur komnar í fallsæti Svipmynd úr viðureign Víkings og Fram á Ólafsvíkurvelli. Ljósm. af. Fyrsti sigur Víkings í sumar leit dagsins ljós á Akureyri Baráttusigur Reynismanna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.