Skessuhorn


Skessuhorn - 18.08.2021, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 18.08.2021, Blaðsíða 13
MiðVikudaGur 18. ÁGúSt 2021 13 EINKUNNADAGURINN 2021 Umsjónarnefnd Fólkvangsins í Einkunnum, Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs blása til Einkunnadagsins 2021, laugardaginn 21. ágúst frá kl. 10.00. Unnið verður að lagfæringum á stikuðum leiðum, snyrtingu gróðurs og kurl borið í stíga. Létt hádegishressing í boði fyrir sjálfboðaliða. Allir sem áhuga hafa á að leggja verkefninu lið eru boðnir hjartanlega velkomnir! Nánari upplýsingar inn á www. borgarbyggd.is og á Facebook-síðum Borgarbyggðar, Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs og Skógræktarfélags Borgarfjarðar S K E S S U H O R N 2 02 1 Óska eftir skrifstofuhúsnæði í Borgarnesi Leigufélagið Bríet auglýsir eftir skrifstofuhúsnæði í Borgarnesi til langtímaleigu. Húsnæðið þarf að vera á bilinu 120 – 140 fm með sér- eða sameiginlegu fundarherbergi, salerni og eldhúsaðstöðu Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri veitir frekari upplýsingar í s: 513-1413 eða soffia@briet.is Síðdegis á sunnudaginn var björg- unarbáturinn Björg í Snæfellsbæ kallaður út til þess að sækja vélar- vana bát skammt utan við rif. Sex manna áhöfn fór á Björginni og tók hún bátinn í tog. Verkefnið tók um 50 mínútur en veður á svæðinu var fremur leiðinlegt, að sögn björg- unarsveitarmanna. Þess má geta að þetta var þriðja útkallið sem sveit- inni barst á einni viku. mm Vefurinn kosning.is er upplýsinga- vefur fyrir framkvæmd alþingis- kosninga sem fara fram 25. septem- ber næstkomandi. Á vefnum er að finna upplýsingar um framkvæmd kosninganna, framboð og kjósend- ur. „Vakin er sérstök athygli á því að allt það helsta á vefnum er tek- ið saman á sérstakri síðu sem „auð- lesið efni“. Slíkt hentar þeim sem reynist örðugt að lesa lengri og flóknari texta, hvort sem er yngra fólki, fólki sem er enn að læra ís- lensku og yngri kynslóðinni. Sér- stök tímalína er birt á vefnum sem hefur að geyma allar helstu dag- setningar sem skipta máli í aðdrag- anda kosninganna. Þá er sérstakur upplýsingakafli fyrir kjósendur um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og kosningaathöfnina sjálfa á kjör- dag. Þá er einnig að finna kafla um kjörskrá auk upplýsinga um kosn- ingarétt. Í kaflanum um atkvæða- greiðslur utan kjörfundar eru einn- ig leiðbeiningar um kosningar fyrir þá sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid-19. Ýmsum algengum spurningum og svörum hefur verið safnað saman á einn stað á vefnum. Framkvæmd alþingiskosninga er sem fyrr samstarfsverkefni nok- kurra opinberra aðila. Má þar helst nefna dómsmálaráðuneytið, utan- ríkisráðuneytið, landskjörstjórn, yfirkjörstjórnir, aðrar kjörstjórnir, sveitarstjórnir, Þjóðskrá Íslands og sýslumenn. Þessir aðilar vin- na að því í sameiningu að heildar- framkvæmd kosninga fari fram með skýrum og traustum hætti. mm Upplýsingavefurinn kosning.is hefur verið opnaður Báturinn kominn í tog áleiðis til Rifshafnar. Ljósm. Björgunarsveitin Lífsbjörg. Sóttu vélarvana bát utan við Rif

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.