Skessuhorn - 18.08.2021, Blaðsíða 30
MiðVikudaGur 18. ÁGúSt 202130
Hvernig myndirðu lýsa
Íslandi í þremur orðum?
Spurning
vikunnar
(Spurt við Bjarnarfoss á Snæfellsnesi)
Valerie Potier (Frakkland)
„Víðátta, náttúra, vatn.“
Gerber Claudia (Frakkland)
„kindur, myndrænt, klettar.“
Bossard Isabelle (Frakkland)
„Skyr, selir, litrík hús.“
Fernando Mira (Spánn)
„Náttúra, óútreiknanleiki, feg-
urð.“
Sylvia Reales (Spánn)
„kraftur, villt, ótrúlegt og ein-
stakt.“
Meistaraflokkur Skallagríms í fót-
bolta tapaði naumlega 1-2 í síð-
asta heimaleik liðsins gegn Hamri
frá Hveragerði síðastliðinn föstu-
dag. Hamarsliðið, sem hafði þeg-
ar tryggt sér sæti í úrslitakeppni
4. deildar, náði í seinni hálfleik
að komast yfir eftir að hafa ver-
ið 0-1 undir stóran hluta af leikn-
um. Það var davíð Freyr Bjarna-
son sem kom þeim gulklæddu yfir
á 22. mínútu. Það var svo ekki
fyrr en á 78. mínútu að jöfnun-
armark gestanna kom þegar Logi
Geir Þorláksson sendi knöttinn
í net Skallagrímsmanna. rúm-
um tíu mínútum síðar kom Bas-
ilio Jordan Meca Hamarsmönn-
um yfir og tryggði þannig sigur
sinna manna. Lokatölur 2-1 fyr-
ir Hamri.
Skallagrímsmenn eru nú í 4.
sæti í B-riðli 4. deildar karla með
15 stig og eiga tvo leiki eftir af
tímabilinu. Næsti leikur hjá þeim
gulklæddu verður gegn uppsveit-
um í dag, miðvikudag, kl. 18:30.
glh
Enn og aftur misstu káramenn
unninn leik niður í jafntefli í upp-
bótartíma þegar Leiknir frá Fá-
skrúðsfirði náði að jafna leikinn í
2:2 á þriðju mínútu í uppbótartíma.
Liðin áttust við í akraneshöllinni á
laugardag. káramenn urðu hrein-
lega að taka öll stigin í leiknum
til þess eiga von um að bjarga sér
frá falli. Fyrir leikinn munaði sex
stigum á liðunum, en Leiknir er
í þriðja neðsta sæti og kári í því
næstneðsta og því í fallsæti.
káramenn byrjuðu af miklum
krafti og voru komnir í 2:0 eftir sjö
mínútna leik. andri Júlíusson skor-
aði eftir aðeins þrjár mínútur eft-
ir hornspyrnu og á 7. mínútu bætti
Marinó Hilmar Ásgeirsson við öðru
marki af stuttu færi og staðan því
orðin vænleg. Í stað þess að fylgja
eftir þessari góðu byrjun tvíelfd-
ust gestirnir þess í stað og sóttu
af mikilli ákefð að marki kára og
uppskáru mark á 26. mínútu þegar
Stefán Ómar Magnússon skoraði
með glæsilegu skoti í markvinkil-
inn, óverjandi fyrir Gunnar Braga
Jónasson markvörð kára, en Stefán
Ómar er ekki ókunnugur á Skagan-
um því hann lék á sínum tíma með
Ía. Staðan því 2:1 í hálfleik.
Leiknismenn héldu upptekn-
um hætti í síðari hálfleik og sóttu
stíft að marki kára sem vörðust vel
með Eina Loga Einarsson sem lyk-
ilmann í vörninni. Þegar allt virt-
ist stefna í að kára tækist að halda
það út náði inigo albizuri arruti
að jafna í uppbótartíma með með
skoti af stuttu færi eftir mikinn
darraðadans inn í vítateig kára.
Í stað þess að kári næði að
minnka muninn niður í þrjú stig
á liðunum náðu Leiknismenn að
halda sig enn sex stigum frá kára
í botnbarátunni. káramenn voru
að vonum svekktir í leikslok en
það eru enn sex umferðir eftir og
öll von er ekki úti ennþá. Eins og
fjallað var um í Skessuhorni fyrir
stuttu þá hefur stigasöfnun Skaga-
liðanna verið afleit á þessu sumri
og sá ótrúlegi möguleiki er enn
fyrir hendi að öll liðin muni falla
um deild. Sem stendur eru þau öll
í fallsæti, meistaralokkslið karla og
kvenna hjá Ía og svo kári eins og
áður sagði. En það eru enn sex um-
ferðir eftir hjá liðunum og við skul-
um vona að þau nái öll að bjarga
sér en róðurinn verður vissulega
þungur.
se
Það var mikill hiti undir lokin í
leik Skagamanna gegn Breiða-
bliki í kópavogi í Pepsí deild karla
í knattspyrnu á mánudagskvöld.
Þegar fjórar mínútur lifðu leiks var
staðan 1:1 og allt benti til þess að
Skagamenn væru að ná í dýrmætt
stig í fallbaráttunni. Þá dæmdi
dómari leiksins, Egill arnar Sigur-
þórsson, umdeilda vítaspyrnu þeg-
ar Árni Vilhjálmsson féll í teign-
um eftir baráttu við Óttar Bjarna
Guðmundsson. Árni steig á punkt-
inn og skoraði af öryggi og tryggði
Blikum sigur. En Egill arnar dóm-
ari var ekki hættur. Áður en víta-
spyrnan var tekin skokkaði hann út
að hliðarlínunni að varamannabekk
Skagamanna og sýndi Fannari Berg
Gunnólfssyni þjálfara rauða spjald-
ið væntanlega fyrir munnsöfn-
uð. tveimur mínútum eftir víta-
spyrnudóminn sýndi hann Wout
droste sitt annað gula spjald og þar
með rautt.
Skagamenn fengu óskabyrjun í
leiknum þegar Hákon ingi Jóns-
son kom þeim yfir á 6. mínútu
leiksins. Gísli Laxdal unnarsson
átti þá fyrirgjöf fyrir markið sem
Ísak Snær reyndi að að komast í en
tókst ekki og boltinn barst til Há-
kons inga sem skoraði af öryggi af
stuttu færi.
Eins og við var að búast tók
hið léttleikandi lið Blika leikinn
yfir og sóttu af mikilli ákefð að
marki Skagamanna. En leikskipu-
lag Skagamanna var að liggja aftur
og treysta á skyndisóknir, sem þeir
leystu vel. En það kom þó ekki í veg
fyrir það að Blikar jöfnuðu metin á
24. mínútu með marki frá Viktori
karli Einarssyni sem hann skoraði
með föstu skoti eftir fyrirgjöf. Stað-
an 1:1 í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var keim-
líkur þeim fyrri. Blikar meira með
boltann og sóttu en Skagamenn
vörðust vel. Heimamenn fengu
engin afgerandi marktækifæri þrátt
fyrir sóknarlotur sínar. aftur á móti
tókst Skagamönnum ekki að nýta
sínar skyndisóknir þegar þær buð-
ust. Eins og áður sagði stefndi í að
Skagamenn næðu að krækja sér í
dýrmætt stig þegar Breiðablik fékk
vítaspyrnudóminn sem færði þeim
sigurinn.
allt Skagaliðið barðist vel og voru
þeir Óttar Bjarni Guðmundsson og
Wout droste þeirra bestu menn.
Skagamenn léku án þriggja lykil-
manna, en þeir Viktor Jónsson og
Steinar Þorsteinsson tóku út leik-
bann og alex davey var meiddur.
Í viðtali eftir leikinn sagðist Ósk-
ar Bjarni ekki fá nokkurn botn í
þennan vítaspyrnudóm og liðið
væri að vonum afar vonsvikið með
þessa niðurstöðu eftir þá vinnu sem
þeir settu í leikinn. Nú væru fimm
úrslitaleikir eftir af mótinu og þeir
munu leggja allt í þá leiki. Næsti
leikur er gegn kr á akranesvelli
næstkomandi sunnudag. se
Umdeildur vítaspyrnudómur réði úrslitum
Staða Káramanna orðin erfið
Viktor Ingi Jakobsson býr sig undir fyrirgjöf á Davíð Frey Bjarnason sem sést í forgrunni taka á rás.
Naumt tap í síðasta heimaleik
Skallagríms á tímabilinu