Skessuhorn - 18.08.2021, Blaðsíða 18
MiðVikudaGur 18. ÁGúSt 202118
Ert Þú að
fylgjast mEð?
Sími 433 5500 - skessuhorn@skessuhorn.is - www.skessuhorn.is
RafRæn áskRift • BlaðáskRift
teitur Björn Einarsson skipar þriðja
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
Norðvesturkjördæmi fyrir kosn-
ingarnar í næsta mánuði. teitur er
Flateyringur, sonur Einars Odds
kristjánssonar, fv. þingmanns Sjálf-
stæðisflokksins, og Sigrúnar Gerðu
Gísladóttur hjúkrunarfræðings.
Hann ólst upp á Flateyri en flutti að
loknum grunnskóla til reykjavík-
ur þar sem hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskóla reykjavíkur. Hann
lauk laganámi frá Háskóla íslands
árið 2006 og fór í kjölfarið að vinna
á lögmannsstofu í reykjavík. Árið
2007 flutti hann aftur á Flateyri þar
sem hann var einn stjórnenda fisk-
vinnslunar Eyrarodda hf. til ársins
2011. Eftir að fyrirtækið hætti starf-
semi starfaði teitur fyrir OPuS
lögmenn þar til leiðin lá í stjórn-
málin. „Ég gerðist aðstoðarmaður
fjármála- og efnahagsráðherra árið
2014 og gegndi því starfi í tvö ár
og fór þá í framboð fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn í kosningunum 2016,
og náði kjöri,“ segir teitur í sam-
tali við Skessuhorn og bætir við að
þetta hafi verið eitt stysta kjörtíma-
bil lýðveldissögunnar. Hann fékk
ekki sæti á alþingi eftir kosning-
arnar haustið 2017 en hefur síðan
þá verið fyrsti varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Norðvesturkjör-
dæmi. teitur flutti í Skagafjörðinn
fyrir um einu og hálfu ári og starf-
ar þar sem lögmaður í samstarfi við
Íslensku lögfræðistofuna. Hann er
giftur Margréti Gísladóttur. „Hér
eru allir kenndir við bæi og Mar-
grét er kennd við Glaumbæ,“ segir
teitur og hlær. Saman eiga þau tvo
drengi, tveggja og fjögurra ára.
Fékk snemma áhuga á
samfélagslegum málum
aðspurður segist teitur hafa
snemma fengið áhuga á samfélags-
legum málum sem svo leiddu hann
í stjórnmálin. „Ætli þetta komi ekki
beint úr uppvexti mínum á Flat-
eyri. Foreldrar mínir voru framar-
lega í félags- og atvinnumálum og
síðar í stjórnmálum. Ég ólst upp við
að þátttaka í samfélaginu, og þar af
leiðandi stjórnmálum, væri eðlileg
og sjálfsögð,“ svarar teitur. Þá segist
hann fljótlega hafa áttað sig á í laga-
náminu að hann hefði meiri áhuga á
af hverju reglurnar væru eins og þær
eru frekar en að takast á um reglurn-
ar fyrir dómstólum. „Ég hafði meiri
áhuga á löggjöfinni en úrlausninni,“
útskýrir hann. „Það er held ég aldrei
neinn einn tímapunktur í lífi fólks
sem það ákveður að fara í stjórnmál.
Þetta eru litlar ákvarðanir sem mað-
ur tekur mörgum sinnum í lífinu
sem fetar manni í þessa átt.“
Atvinnuuppbygging og
auðlindanýting brýn-
ustu málin
Spurður um hver séu brýnustu
málin fyrir næsta kjörtímabil seg-
ir teitur þau vera atvinnuuppbygg-
ingu og auðlindanýtingu. „Norð-
vesturkjördæmi er stórt og víð-
feðmt með marga ólíka hagsmuni
í þröngum skilningi. En í víðari
skilningi eru skýr þráður sem sam-
einar kjördæmið og landið allt.
Það snýr að atvinnuuppbyggingu
og auðlindanýtingu og tækifær-
um sem því fylgir,“ svarar hann og
heldur áfram: „tvö atriði sem ég
myndi segja að séu hvað brýnust í
dag eru annars vegar hvar mörk-
in liggja milli skynsamlegrar nýt-
ingar náttúruauðlinda og náttúru-
vernd og hins vegar að vinda ofan
af þeirri þróun sem ég kýs að kalla
miðstýringaráráttu stjórnvalda. Við
þurfum að endurhugsa þetta fyrir-
komulag að allar ákvarðanir sem
varða líf fólks séu teknar af emb-
ættismönnum í reykjavík. Fólk-
ið í landinu á að njóta þeirra tæki-
færa og auðlinda sem það býr við til
að byggja upp sín samfélög eins og
hentar. Ég tel það vera best fyrir Ís-
land og íbúa í landinu að hver og
einn geti tekið ákvörðun um sitt líf
og hafi sem mest frelsi til að nota
þau tækifræi sem eru til staðar á
sína ábyrgð. Ég vil að við forðumst
þessa miðstýringu með íþyngjandi
boðum og bönnum og sköttum
og gjöldum,“ segir teitur og bætir
við að hann vilji sjá að umhverfis-
mál og auðlindanýting verði með-
al stóru málanna fyrir kosningarn-
ar í næsta mánuði. „Þetta eru mál
sem varða hagsmuni þjóðarinn-
ar hvað mest til lengri tíma,“ seg-
ir hann og bætir við að samkvæmt
nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna
séu loftlagsbreytingar raunveruleg
vá sem steðji að heimsbyggðinni
allri. „Þetta er vá sem við verðum
að takast á við og þá spyr ég vinstri
menn hvenær þeir ætli að koma
með Sjálfstæðisflokknum í að tak-
ast á við þessa vá af alvöru? Við á
Íslandi verðum að nýta tækifærin
sem landið hefur upp á að bjóða í
grænum lausnum á sviði orkumála.
Við þurfum að stuðla að orku-
skiptum í samgöngum, nýtingu
rafeldsneytis, eins og áform eru
um á Grundartanga og víðar, og
við þurfum að tala fyrir skynsam-
legri nýtingu grænna orkukosta og
byggja upp iðnað á grundvelli hug-
vits og nýsköpunar,“ segir teitur.
Umhverfismálin
„Við getum ekki verði svo miklir
hræsnarar að vilja loka álverum hér,
og þannig gera kolefnisbókhald Ís-
lendinga fínt, og halda að það hafi
eitthvað að segja fyrir heildar-
myndina. Álverin flytjast bara ann-
að, t.d. til kína, og eru knúin áfram
með kolum. Við erum ekki bætt-
ari með það,“ segir teitur. Þá seg-
ir hann umhverfismálin brenna á
honum fyrir komandi kosningar.
„Og ekki bara á mér heldur Sjálf-
stæðisflokknum. Þórdís kolbrún
hefur unnið gott starf í að leggja
grunn að skynsamlegri og raun-
hæfri orkustefnu og við í Sjálfstæð-
isflokknum ætlum að fylgja því eft-
ir. Við þurfum að nýta þau tækifæri
sem Ísland hefur upp á að bjóða og
nýta auðlindir landsins skynsam-
lega og stuðla þannig að árangri í
loftlagsmálum. Þannig sköpum við
líka grundvöll til að skapa verð-
mæti, fjölga tækifærum og auka lífs-
gæði fólks um land allt. Þetta hefur
gríðarlega þýðingu fyrir uppbygg-
ingu iðnaðar, til dæmis á Grund-
artanga, Skagafirði, Vestfjörðum
og auðvitað um land allt. En raf-
orka er einn mikilvægasti innviður-
inn ásamt samgöngumannvirkjun,
að hafa aðgang að hreinni og vist-
vænni orku,“ segir teitur.
Opinber þjónusta á
forsendum íbúa
„Opinber þjónusta er í raun þriðji
punkturinn sem skiptir hvað
mestu máli; heilbrigðisþjónusta,
velferðarmál og menntakerfið.
Þetta er þjónusta sem við þurfum
að veita á forsendum íbúa á hverj-
um stað og eins nálægt og hægt er.
Það er kannski ekki alltaf hægt að
bjóða upp á alla þjónustu nálægt
öllum íbúum. En það þýðir ekki
að segja íbúum á Snæfellsnesi að
þau þurfi að koma til reykjavíkur
að sækja ákveðna þjónustu nema
gera fólki þá kleift að sækja þjón-
ustuna. annars er um mismunun
eftir búsetu að ræða,“ segir teit-
ur og bætir við að hann vilji sjá að
þjónustan sé alltaf í samræmi við
þörfina á hverjum stað. „Það er
hin eina sanna byggðastefna sem
stjórnvöld eiga að hafa að leiðar-
ljósi. Við þekkjum of mörg dæmi
þess að fólk í viðkvæmri stöðu fær
ekki þá þjónustu sem það þarf
og kerfið er að klikka. Þetta er
afleiðing af miðstýrðu kerfi frá
reykjavík, það nær ekki utan um
þessi mál á landbyggðinni,“ seg-
ir hann.
Taka umræðuna
óháð Covid
aðspurður segist teitur fara með
tilhlökkun í kosningabaráttuna.
„kosningar eru alltaf spennandi
og fjörugur tími og vonandi verður
baráttan málefnaleg og skemmtileg.
Óhjákvæmilega mun Covid 19 og
þau vandamál sem við höfum þurft
að kljást við í þessum faraldri síðast-
liðin misseri hafa áhrif á kosninga-
baráttuna. En það eru stór mál sem
þarf að takast á um og leiða til lykta
með kosningum, eins og auðlinda-
nýting og náttúruvernd og hvern-
ig við ætlum að skapa verðmæti í
landinu. Við verðum að taka þessa
umræðu óháð veirunni og horfa til
framtíðar,“ segir teitur Björn Ein-
arsson að endingu.
arg
Teitur Björn Einarsson er þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar í næsta mánuði.
Ljósm. glh
„Það eru stór mál sem þarf að takast á um og
leiða til lykta með kosningum“
Segir Teitur Björn Einarsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins