Skessuhorn


Skessuhorn - 18.08.2021, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 18.08.2021, Blaðsíða 20
MiðVikudaGur 18. ÁGúSt 202120 „Það er gaman að veiða fyrsta fisk- inn,“ sagði Árni rúnar Einars- son fjögurra ára sem var að veiða í fyrsta sinn á ævinni í ósi Hunda- dalsár í dölum í síðustu viku. Áin rennur í Miðá. Góð bleikjuveiði hefur verið í Miðá í sumar og eru komnar á land um 400 bleikjur og 78 laxar hafa hafa veiðst vítt og breytt um ána. Eins og í Steinsmýr- arhyl, en einnig í kirkjuneshylnum sem hefur að geyma mikinn fjölda af laxi, sem er reyndar tregur að taka en stekkur grimmt. Í Hunda- dalsármótum er mikið af bleikju og laxi og síðan má nefna Stapa sem er efsti veiðistaðurinn sem má veiða í Miðá. En fyrir ofan þar er allt lok, lok og læs fyrir alla sem hafa áhuga að veiða eða hreyfa sig. Sú ákvörð- un er tekin af eigendum Breiða- bólsstaðar. Það er lax og bleikja víða um ána, lax að ganga á hverju flóði og bleikjur í neðstu stöðum sem taka skemmtilega bæði fluguna og maðkinn. Miðá í dölum er fjölbreytt veiðiá, sem geymir marga góða veiðistaði. Fyrir nokkrum dög- um rigndi hressilega á svæðinu og hleypti það lífi í veiðina, þrátt fyrir að enn meira mætti rigna í þessum landshluta fyrir stangveiðimenn sem reyna fyrir sér t.d. í Laxá í döl- um, Fáskrúð og Haukadalsá. Þess- ar ár eru orðnar fremur vatnslitlar. Laxá í dölum hefur gefið 133 laxa en Haukadalsá 215 laxa. gb Efnt var til rúlluskreytingakeppni í Lundarreykjadal í vikunni sem leið og var sigurvegari krýndur í viku- lok. krakkarnir í arnþórsholti unnu að þessu sinni og mátti sjá nánast aðra hverja rúllu skreytta allskon- ar teikningum á bænum. Er þetta í annað skiptið sem þessi keppni fer fram. „Við vorum fyrst með þetta í hitt- eðfyrra og þá var þátttakan frábær. Í fyrra kom Covid og enginn í stuði fyrir eitt né neitt svo núna ákváð- um við að prófa aftur. Þátttakan var frekar slök en það hefði eflaust mátt láta vita af þessu betur,“ segir Guðrún María Björnsdóttir bóndi á Snartarstöðum og einn af skipu- leggjendum keppninnar í sam- tali við Skessuhorn. Hún, ásamt unni Jónsdóttur á Lundi og Sig- urði Hannesi Sigurðssyni á Odd- stöðum, skipulögðu keppnina sem er á vegum Orkunnar, yngri deildar ungmennafélagsins dagrenningar. Markmið foreldranna sem koma að starfinu er fyrst og fremst að gera eitthvað með krökkunum og fyrir þá. „Það væri gaman að hafa þetta stærra, jafnvel um allan Borgar- fjörð. Þá væri svo gaman að fara í bíltúr um sveitina og skoða skreyt- ingarnar á rúllunum,“ bætir Guð- rún María við að endingu. glh Þær eru ekki vatnsmiklar laxveiði- árnar vestur í dölum nú og sumar komnar á þolmörk í vatnsleysinu. Lítið hefur rignt lengi á svæðinu. En kraftaverkin geta engu að síður átt sér stað í veiðinni eins og gerð- ist fyrir fáum dögum í Laxá í döl- um í ljósi þess að þar fer lætur lax- inn yfirleitt ekki vaða upp ána fyrr en fer að rigna verulega og þá helst þegar fer að að dimma og rigna á haustin. „Ég er búinn að veiða í Laxá í dölum tvisvar til fjórum sinnum á ári síðan 1988 og var þetta eins- dæmi sem ég upplifði þarna. Hol- lið veiddi yfir 100 laxa og vatn jókst ekkert í ánni, en fiskurinn kom og tók hjá okkur, ýmsar flugur,“ sagði Ævar Sveinsson um mokveiði í Laxá, þrátt fyrir vatnslitla á og fiskurinn lét sig vaða uppá ána og tók grimmt hjá veiðimönnum. „Já, þetta var gaman og alveg einsdæ- mi,“ sagði Ævar ennfremur. Hann var þá á leiðinni í Miðfjarðará og síðan beint í Svalbarðsá til veiða. Laxá í dölum er nú komin yfir 300 laxa og verður spennandi að sjá hvað gerist næstu daga í ánni. gb Miðá er að gefa mikið af fiski María Gunnarsdóttir með flotta bleikju sem hún veiddi neðarlega í Miðá í Dölum. Ljósm. gb. Ævar Sveinsson með 86 sentimetra lax úr Efri-Kistu en hann hefur aldrei lent í þvílíkri veiði. Ótrúleg veiði í vatnslítilli Laxá í Dölum Hilmir Dan Ævarsson með 82 sentimetra lax úr Þegjanda. Guðrún María frá Snartarstöðum, eða Gunna Mæja, hélt sér við kartöfluþemað og myndskreytti tvær rúllur herra og frú kartafla en Gunna Mæja er stoltur kartöflubóndi. Rúllur skreyttar í Lundarreykjadal Flestar rúllur í Arnþórsholti í Lundarreykjadal voru skreyttar í tilefni keppninnar. Rúlla skreytt í anda Angry Bird. Hér hefur verið sóttur innblástur til teiknimyndarinnar, Minions. Myndagáta. Heiðdís Guðrún Jóhannsdóttir skreytti rúllur í tilefni þess að Ísbúð Huppu væri komin í Borgarnes.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.