Skessuhorn


Skessuhorn - 18.08.2021, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 18.08.2021, Blaðsíða 22
MiðVikudaGur 18. ÁGúSt 202122 Sigursteinn Ásgeirsson frá Þor- gautsstöðum í Hvítársíðu í Borg- arfirði er ungur og efnilegur kúlu- varpari sem stefnir á að ná langt í íþróttinni. Hann starfar á Garð- yrkjustöðinni Laugalandi á Varma- landi, hlúar að agúrkuræktun- inni sem þar fer fram og stundar sína íþrótt, kúluvarpið, samhliða því. Þrátt fyrir að vera Borgfirð- ingur og búsettur á Vesturlandi þá er hann skráður í frjálsíþrótta- deild Ír í reykjavík en það stopp- ar hann hvergi í að iðka sína íþrótt samviskusamlega, bæði í reykja- vík og Borgarnesi. „Ég vinn allt- af frá átta á morgnanna til fjögur á daginn svo ég kemst á allar æf- ingar eftir vinnu. En á móti kem- ur er ég kominn helvíti seint heim á kvöldin, þá aðallega þegar ég fer til reykjavíkur,“ segir Sigursteinn brattur í samtali við blaðamann Skessuhorns. Frjálsar vinsælt sveitasport Sigursteinn byrjaði snemma að æfa frjálsar íþróttir sem var alltaf vinsælt sport, sérstaklega í sveit- inni. „Ég byrjaði í fyrsta bekk að mæta á fyrstu frjálsíþróttaæfing- arnar. Það voru allir að æfa frjáls- ar á þessum tíma. Ég prófaði all- ar greinar eins og gerist og gengur þegar ég byrjaði fyrst en svo þegar ég varð eldri þá þróaðist ég meira yfir í kastgreinarnar. Það er full- komlega eðlileg þróun,“ útskýrir Sigursteinn. „Yfirleitt þróast mað- ur í að verða bestur í einni grein í frjálsum íþróttum. Svo er nátt- úrlega önnur saga með tugþrauta- menn og sjöþrautarkonur, þau eru næstum því best í ákveðnum grein- um en mjög góð í mörgum grein- um,“ bætir hann við. „Ég var lang- bestur í kastgreinunum, þá aðal- lega spjóti og kúlu. Ég hætti fljótt í spjótinu til að einblína á kúluna, mér fannst hún svo skemmtileg.“ Sigursteini þykir samt miður hvað iðkendafjöldi í frjálsum í Borgar- byggð hefur dalað frá ári til árs. „Í gamla daga voru miklu fleiri að æfa frjálsar. Nú eru flestir í fótbolta og körfubolta. Það þarf eitthvað að gera til að bæta úr því. Það vantar allavega ekki aðstöðuna í Borgar- byggð til að stunda íþróttina, að- staðan er einfaldlega frábær.“ Gaman að vera sterkur „kúlan er mjög tæknileg grein sem gerir hana svona helvíti skemmti- lega, svo þarf maður að vera gríðar- lega sterkur,“ segir Sigursteinn um íþróttina sem hann stundar. „Það er mjög gaman að vera sterkur,“ bætir hann við léttur í lund. Sigur- steinn segir að það þurfi rosalegan sprengikraft og styrk í öllum líkam- anum ætli maður sér að kasta kúl- unni langt. „Þetta er mest í lærun- um og það er nauðsynlegt að hafa hraðann í fótunum. krafturinn á bakvið kastið kemur svo frá öllum líkamanum en ekki bara efri líkam- anum,“ útskýrir Sigursteinn. „Þetta er ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Það þarf að fara yfir hvert einasta atriði innan í hringn- um, frá byrjun til enda, eins og þeg- ar maður snýr sér í hringi. Einbeit- ingin verður að vera til staðar,“ bætir hann við. Sigursteinn er ný- byrjaður að kasta með fullorðins kúlunni sem er 7,26 kg að þyngd. Fyrir það var hann að kasta kúlu í unglingaþyngd eða 6 kg kúlu. Reynslumikið þjálfarateymi Þjálfarateymi Sigursteins er ekki af verri endanum. Líklega er það besta þjálfarateymi sem hugs- ast getur hvað varðar kastgrein- ar hérlendis. Íslandsmethafinn í kúluvarpi, Pétur Guðmundsson, er kastþjálfari Sigursteins og Óð- inn Björn Þorsteinsson, sem hefur farið á Ólympíuleikana og keppt í kúluvarpi, er lyftingaþjálfari Sigur- steins. „Þegar ég fer í bæinn þá æfi ég hjá Ír og þá hjá kastþjálfaranum mínum. Við erum nokkrir sem Pét- ur þjálfar, þar á meðal Guðni Valur sem keppti í kringlukasti á nýliðn- um Ólympíuleikum í tókýó. Við Guðni Valur erum því æfingafélag- ar, hann er einmitt mjög skemmti- legur og góður æfingafélagi,“ segir Sigursteinn ánægður en hann set- ur sjálfur stefnuna á Ólympíuleika. „Á sumrin æfi ég stundum hérna heima. Ég er svo sem ekki með pró- gramm þegar ég er að kasta, það er bara að kasta og vinna í tækninni. Þjálfarinn kemur kannski með einn punkt fyrir hverja æfingu sem ég á að einblína á og vinna í hverju sinni. Þá tek ég yfirleitt alltaf vídeó af mér, set bara símann í skóinn og ýti á upptöku, ekki flókið. Sendi svo upptökuna á þjálfarann sem kem- ur með einhverjar athugasemd- ir,“ útskýrir Sigursteinn sem ann- ars stundar lyftingar í þreksalnum í Borgarnesi og fylgir þá prógrammi frá lyftingaþjálfaranum sínum. Hrifinn af hraðanum Ólympíuleikarnir í tókýó hafa ef- laust ekki farið fram hjá neinum, ekki síst Sigursteini sem fylgd- ist grannt með þeim allra bestu í heiminum í kúluvarpi. „Sá sem vann leikana er heimsmethafinn í kúlunni. Hann var nýbúinn að slá það fyrir leikana og næstum búinn að slá það aftur á leikunum,“ rifj- ar Sigurseinn upp. um er að ræða Bandaríkjamanninn ryan Crou- ser en honum tókst að slá Ólymp- íumetið á leikunum og kastaði kúl- unni 23,30 m, heimsmetið hans er hins vegar 23,37 m. „Ég hélt með Nýsjálendingnum sem lenti í þriðja sæti, thomas Walsh. Ég er svolítið að herma eftir tækninni hans, mér finnst hún skemmtilegust af öllum. Hann er kannski ekki eins sterk- ur og hinir en hann er líklega sá hraðasti inn í hringnum. Hann er með svakalega snerpu og sprengi- kraft,“ útskýrir Sigursteinn. „tho- mas er vissulega sterkur líka en ekki jafn sterkur í samanburði við hina tvo sem voru í fyrsta og öðru sæti á leikunum. til dæmis er sá sem lenti í öðru sæti að taka 320 kg í bekk, easy, tvisvar. Guðni Valur á bara 230 og eitthvað kg í bekk, bara til að bera þá saman,“ bætir hann við og hlær. „Ég ætla mér sjálfur að ná svona 200-220 kg í bekk í framtíð- inni.“ Vill komast á stórmót Sigursteinn, sem verður tvítugur á árinu, hefur kastað kúlunni lengst 14,86 sm. Íslandsmetið, sem kast- þjálfari hans á, er 21,26 sm. „Ég er að verða tvítugur á árinu sem er mjög ungt fyrir kúluvarpara. Þjálf- arinn minn sló til dæmis Íslands- metið þegar hann var 28 ára gamall svo það er nóg eftir hjá mér,“ segir Sigursteinn bjartsýnn en hann ætlar sér að ná langt. „Ég stefni á Ólymp- íuleikana. kannski ekki eftir þrjú ár í París en ég stefni á leikana í Los angeles 2028. Svo ætla ég að kom- ast inn á stóru mótin eins og EM og HM í millitíðinni. Líklega væri EM eftir þrjú ár fyrsta stórmótið sem ég reyni við, lágmarkið þar inn er ekki eins hátt og á HM eða Ólympíu- leikana.“ Einblínir á styrk í vetur Nú er tímabilið að klárast hjá Sig- ursteini og þá tekur við smá off- season í frjálsunum alveg fram í nóvember þegar innanhúss tíma- bilið hefst. Þá mun hann alltaf fara til reykjavíkur til að kasta kúlunni því það er engin innanhúss aðstaða til þess í Borgarbyggð. Fram að því setur Sigursteinn markmiðið á lyft- ingarnar og ætlar hann að styrkja sig og auka snerpuna. „Ég þarf að vera duglegur að nýta veturinn í að lyfta þungt og styrkja mig. Það er markmiðið í vetur, það og að auka sprengikraftinn,“ útskýrir kúlu- varparinn ungi að endingu. glh Sigursteinn að kasta kúlunni á Norðurlandamóti U20 fyrir tveimur árum. Ljósm. aðsend. Stefnir á Ólympíuleikana í Los Angeles 2028 - rætt við ungan og efnilegan kúluvarpara úr Borgarfirði Sigursteinn Ásgeirsson, efnilegur kúluvarpari úr Borgarfirði sem stefnir hátt. Sigursteinn við kúluvarpssvæðið í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.