Skessuhorn


Skessuhorn - 18.08.2021, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 18.08.2021, Blaðsíða 6
MiðVikudaGur 18. ÁGúSt 20216 Jakob í Flokk fólksins NV.KJÖRD: Jakob Frí- mann Magnússon tónlistar- og athafnamaður er genginn til liðs við Flokk fólksins og mun skipa efsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjör- dæmi í komandi alþingis- kosningum. „Ég hef hrifist af stefnumálum Flokks fólksins þar sem áhersla er lögð á að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi. Það er sjálfsögð krafa að allir fái lifað mann- sæmandi lífi í einu af auð- ugustu samfélögum heims. Hér á enginn að búa við bág kjör að afloknu ævistarfi, hlúa þarf betur að þeim sem hafa lent í áföllum eða búa við skerta orku og allir eiga að njóta jafnra tækifæra til menntunar og tómstunda- starfs. alvöru velferðarsam- félag byggist á heilbrigðu samhengi milli verðmæta- sköpunar og mannúðar.“ - mm Samþykktu til- boð í Fannahlíð HVALFJ.SV: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ákvað í vor að setja félagsheimilið Fannahlíð á söluskrá. Á fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 10. ágúst, var tilboð Magn- úsar Jóns Engilberts Gunn- arssonar samþykkt í eignina. Það er að upphæð 51 milljón króna. -arg Lán fyrir fram- kvæmdum BORGARB: Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í síðustu viku að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf í samræmi við fjárhagsáætl- un Borgarbyggðar fyrir árið 2021. upphæð þess verður 200 milljónir króna. Lánið er tekið til að fjármagna fram- kvæmdir ársins hjá sveitarfé- laginu. -mm Reyndust ekki allsgáðir VESTURLAND: Síðastlið- in vika var róleg í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Eitthvað hefur þó verið um akstur undir áhrifum áfeng- is eða fíkniefna. Fimmtudag- inn 12. ágúst var ökumaður stöðvaður í Borgarnesi grun- aður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og fór það mál áfram í hefðbundið ferli. Þá voru þrír ökumenn stöðv- aðir í Hvalfirði á sunnudag- inn, 15. ágúst, grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Einn þeirra var auk þess of ungur til að aka bíl og því ekki með réttindi. Í slíkum tilfellum er viðkom- andi færður á lögreglustöð og haft samband við barna- verndarnefnd og foreldra barnsins. auk þess var for- eldrum farþega, sem líka var undir lögaldri, gert viðvart og þeir beðnir um að sækja barnið. -arg Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar um búsetu á höfuðborg- arsvæðinu og öðrum stærri bæjar- félögum landsins, sem Byggðastofn- un hefur birt á vef sínum, er akra- nes í fjórða sæti af 19 bæjarfélög- um yfir ánægðustu íbúana. Íbúar í Þorlákshöfn, Grindavík og Hvera- gerði eru ánægðastir allra með bú- setu sína. Á akranesi eru 57% íbúa mjög ánægðir með búsetu og 34% eru frekar ánægðir. Borgarnes var þriðja neðst á listanum en þar eru 38% íbúa mjög ánægðir með bú- setu og 47% frekar ánægðir. Þá eru um 10% íbúa á akranesi sem segja það frekar eða mjög líklegt að þeir muni flytja fyrir fullt og allt úr bæj- arfélaginu í framtíðinni. 18% íbúa í Borgarnesi telja það frekar eða mjög líklegt að þeir muni flytja annað í framtíðinni. arg Gunnar Smári Egilsson forsvars- maður Sósíalistaflokksins hefur biðlað til ríkisútvarpsins að í ljósi þess að flokkurinn fær ekki fjár- magn úr opinberum sjóðum eins og þeir sem eiga þingmenn nú, að flokkurinn fái fríar auglýsingabirt- ingar á rúV. Í bréfi til útvarpsráðs segir Gunnar Smári: „Eins og ykk- ur er kunnugt ákváðu stjórnmála- flokkarnir sem nú eru á þingi að styrkja sjálfa sig fjárhagslega með því að færa á kjörtímabilinu 2.848 milljónir króna úr ríkissjóði í eigin sjóði, þar með talda kosningasjóði sína. Þessi ákvörðun skaðar lýð- ræðið þar sem hætta er á að erindi nýrra grasrótarframboða almenn- ings muni drukkna í auglýsingum þeirra flokka sem hafa skammtað sér þessa styrki. Styrkirnir eru því í raun ekki til að örva lýðræðið held- ur til að verja völd og stöðu þeirra flokka sem fyrir eru.“ Þá segir Gunnar Smári að fjöl- miðlum, og þá sérstaklega ríkis- útvarpinu, beri að verja lýðræðið og heilbrigða umræðu og gæta þess að sú mynd sem þeir færa almenn- ingi af samfé- laginu sé sönn en ekki skekkt af ægivaldi pen- inganna. „Og þessi skylda hverfur ekki þótt þeir flokkar sem hafa komist í aðstöðu til sjálftöku úr ríkissjóði misnoti þá stöðu. Skyldan er þvert á móti ríkari. Því verr sem stjórnvöld fara með völd sín því ríkari kröfu ber að gera á fjölmiðla að þeir spyrni við.“ Framkvæmdastjórn Sósíalista- flokks Íslands fer því þess á leit við útvarpsráð og yfirstjórn ríkisút- varpsins að flokkurinn fái úthlut- að auglýsinga- tíma hjá miðlum fyrirtækisins eins og meðaltal þess sem flokkarnir á alþingi kaupa, í það minnsta eins og sá flokkur sem auglýsir minnst kaupir af ríkis- útvarpinu. „Fyrirkomulagið getur verið þannig að í upphafi hverrar viku fái flokkurinn úthlutað þeim tíma sem jafngildir notkun hinna flokkanna í vikunni á undan og í kosningavikunni til viðbótar þeim tíma sem flokkarnir hafa pantað í auglýsingatímum miðla ríkisút- varpsins.“ Loks segir Gunnar Smári í bréfi sínu: „Það mun ekki skaða ríkis- útvarpið á nokkurn hátt að verða við þessari beiðni, heldur þvert á móti styrkja það sem ábyrga stofn- un. Ólíklegt er að auglýsinga- tímar verði uppseldir svo auglýs- ingar Sósíalistaflokksins munu ekki [ýta] neinum tekjum burt. Það er því ríkisútvarpinu að tjónlausu að verða við þessari beiðni. Það er hins vegar mikilvægt fyrir samfélagið að veita viðnám sjálftöku stjórnmála- flokkanna og tilraunum þeirra til að verja eigin völd á kostnað jafn- ræðis og lýðræðis.“ mm Íbúar á Akranesi reynast mjög ánægðir með búsetu Sósíalistaflokkurinn biðlar til RÚV um fríar auglýsingar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.