Skessuhorn


Skessuhorn - 18.08.2021, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 18.08.2021, Blaðsíða 21
MiðVikudaGur 18. ÁGúSt 2021 21 Á framboðslista Framsóknarflokks- ins í Norðvesturkjördæmi fyr- ir kosningarnar í september skip- ar Stefán Vagn Stefánsson fyrsta sæti. Stefán er fæddur og uppalinn í Skagafirði og býr í dag á Sauðár- króki þar sem hann hefur starfar sem yfirlögregluþjónn á Norður- landi vestra frá árinu 2008. Hann er giftur Hrafnhildi Guðjónsdótt- ur, félagsráðgjafa á Sauðárkróki, og saman eiga þau þrjú börn, sú yngsta 13 ára, strák sem er 22 ára og 28 ára dóttur. „Við erum orðin svolítið rík enda eigum við eitt barnabarn til viðbótar,“ segir Stefán þegar blaða- maður Skessuhorns ræddi við hann í liðinni viku. Gamall varðstjóri valdi braut hans í lífinu Stefán útskrifaðist frá Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra árið 1996 og lá þá leiðin beint í lögregluna. „Eftir stúdentspróf var ég að íhuga hvað ég vildi taka mér fyrir hendur næst þegar einn gamall varðstjóri sem þá var hér á Sauðárkróki spurði mig hvort ég hefði áhuga á lögregl- unni. Ég hafði aldrei íhugað að fara í lögregluna en sagðist ætla að hugsa þetta aðeins. Hann sagðist vera bú- inn að ræða við sýslumann, sem þá var lögreglustjóri, og ganga frá því að ef ég vildi koma væri staða laus fyrir mig. Hann réði því eiginlega mínum örlögum þessi ágæti mað- ur og valdi þessa braut fyrir mig í lífinu, sem ég sé svo sannarlega ekki eftir. Þetta hefur verið áhuga- verður og gríðarlega skemmtileg- ur tími sem ég hef verið í lögregl- unni,“ segir Stefán. Seinna sama ár flutti hann til reykjavíkur og gekk til liðs við lögregluna þar. „Ég fór svo fljótlega í Lögregluskólann og eftir útskrift fór ég beint í sérsveit ríkislögreglustjóra.“ Árið 2006 fór Stefán í ferð á vegum Íslensku frið- argæslunnar til afganistan þar sem hann leiddi friðargæsluliða. Alltaf haft áhuga á pólitík Stefán og fjölskylda fluttu aftur í Skagafjörðinn árið 2008 þegar Stef- án tók við starfi yfirlögregluþjóns. tveimur árum seinna var honum boðið að taka oddvitasæti á lista Framsóknar í sveitarstjórnarkosn- ingum, sem hann þáði. Framsókn- arflokkurinn hefur verið í meiri- hluta í Skagafirði síðan þá og fyrstu tíu árin var Stefán formaður byggð- arráðs og nú síðustu tvö ár hefur hann verið forseti sveitarstjórnar. „Ég hef líka setið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og verið formaður þar. auk þess hef ég verið í ýmsum verkefnum, nefndum og ráðum í gegnum árin og er í dag formaður flóttamanna- ráðs,“ segir hann. En hvað leiddi Stefán út í stjórn- málin? „Stjórnmál hafa alltaf blundað í mér. Ég ólst upp á heim- ili þar sem var alltaf mikil pólitík,“ svarar hann en faðir Stefáns, Stefán Guðmundsson, var þingmaður fyr- ir Framsóknarflokkinn frá 1979 ti 1999. „Ég ólst upp við að taka þátt í allskonar verkefnum tengdum kosningum; pabba og flokknum. Maður var ungur að hlaupa með bæklinga milli húsa og sinna ýms- um minni verkefnum. Þetta þótti mér alltaf mjög gaman. Ég hef held ég alltaf haft áhuga á pólitík og er með sterkar skoðanir. Það var samt ekki fyrr en ég flutti á Sauðárkrók árið 2008 sem ég ákvað að leggja mitt lóð á vogarskálina í þeim efn- um,“ segir Stefán. Brennur fyrir byggðamálum „Það hefur verið áhugavert og lær- dómsríkt að taka þátt í sveitar- stjórnarmálum og leiða sveitar- félagið þessi ár. Þetta hefur ver- ið góður skóli að fara í gegnum og ég bý að þeirri reynslu. Ég tel þetta líka mjög góðan undirbúning fyr- ir þau verkefni sem ég er að tak- ast á við í dag, með að fara í fram- boð til alþingis og þar með á næsta stjórnsýslustig. Ég tel það kost að hafa verið hinum megin við borð- ið, að þekkja hvernig sé að starfa í sveitarstjórn áður en maður fer á þing,“ segir Stefán. Spurður hvaða málefni brenni helst á honum er hann ekki lengi að svara: „Ástæð- an fyrir að ég fór í sveitarstjórnar- pólitík er að ég brenn fyrir byggða- málum og málefni landsbyggðar- innar hafa alla tíð verið mér afar hugleikin. Það er sama hvort það eru heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál eða löggæslumál, sem ég þekki vel, það er byggðaþráður í þeim öllum og við verðum að halda þessum málefnum á lofti. Stjórn- völd verða að horfa á þessi málefni frá öðrum vinkli en excelskjali þeg- ar kemur að úthlutun fjármuna rík- isins. Íbúatölur á landsbyggðinni eru eitt en það má ekki gleymast að bak við hverja kennitölu er persóna sem á rétt á þjónustu frá ríkinu. Við erum ekki jöfn hvað þetta varðar og mér finnst á síðustu árum eins og þetta bil milli höfuðborgarsvæðis- ins og landsbyggðarinnar hafi vax- ið og því verðum við að snúa við,“ segir Stefán. Samgöngumálin mikilvæg Í Norðvesturkjördæmi segir Stefán að mikilvægt sé að ráðast í töluverð- ar endurbætur á samgöngum. „Það er gríðarlega mikilvægt að hafa greiðar samgöngur til og frá þétt- býliskjörnum og dreifðum byggð- um í landinu. Þetta á við um vegi, flug og ferjusiglingar. Við þurf- um að hafa greiðan aðgang innan svæðisins og þangað sem þjónustan er veitt. Þá skiptir það líka máli fyr- ir kjördæmið þó verkefnin séu utan kjördæmis, eins og Sundabraut og breikkun Vesturlandsvegar. Þetta er þjóðbraut sem við förum öll, hvort sem við erum að koma úr Skaga- firði, frá akranesi, Snæfellsnesi eða hvaðan sem er í kjördæminu,“ seg- ir Stefán og bætir við að einnig sé mikilvægt að klára vegalagningu á sunnanverðum Vestfjörðum. „Þar er ekki boðlegt ástand. Það hefur að undanförnu farið gríðarlegt fjár- magn í vegaframkvæmdir á þessu svæði en það þarf að halda áfram og klára þetta verkefni. Við erum líka með stofn- og tengivegi um allt kjördæmið sem þarf að laga,“ segir hann. Þá segir Stefán einnig liggja á því að klára ljósleiðaravæð- ingu um allt land. „Við erum með þetta verkefni sem hefur gengið gríðarlega vel, Ísland ljóstengt, þar sem ríkið lét tengja dreifðu byggð- ir landsins við ljósleiðara en nú standa eftir þéttbýliskjarnar um allt land. Þetta þarf að klára. Fjarskipti eru gríðarlega mikilvægt í dag fyr- ir landsbyggðina og eru sem dæmi lykilþáttur í störfum án staðsetn- ingar,“ segir Stefán. Bæta heilbrigðisþjónustu Stefán segir mikilvægt að á kom- andi kjörtímabili verði settur auk- inn þungi í landbúnaðarmálin. „Það þarf að gera breytingar svo landbúnaðarráðuneytinu verði lyft upp á þann stall sem það á skilið og landbúnaðurinn fái þá athygli sem hann þarf.“ Þá segir hann stóra málið fyrir komandi kosning- ar óumdeilanlega vera heilbrigð- ismál. „Ef við hugsum hvað hef- ur verið rætt um í samfélaginu síð- asta eina og hálfa árið þá eru það að sjálfsögðu heilbrigðismálin. Við höfum á þessum tíma verið að reka okkur á ýmsa flöskuhálsa í kerfinu, sem við verðum að laga. Landspít- alinn er ekki einkamál reykvíkinga, við þurfum öll að leggja áherslu á að leysa vandann þar. En það skipt- ir líka máli að greiða úr heilbrigð- isþjónustunni í okkar nærumhverfi. Það þarf að sjá til þess að sú þjón- usta uppfylli kröfur neytenda. Það má eflaust kalla þetta klisju og þetta er málefni sem ég er viss um að allir flokkar munu leggja áherslu á. Ég hef ekki töfralausnir og efast um að nokkur frambjóðandi geti sleg- ið fram heildstæðri lausn á þess- um mikla vanda sem við stöndum frammi fyrir í heilbrigðiskerfinu. Það hafa miklir fjármunir farið í þetta kerfi síðustu ár en það hefur ekki dugað til að leysa þessi vanda- mál,“ segir Stefán og bætir við að nú þurfi að horfa á þetta vanda- mál frá öðrum hliðum. „Ég tel að nú þurfi að skoða heilbrigðiskerfið í heild sinni og finna út hvaða þjón- usta það er sem neytandinn kallar eftir og hvernig kerfið geti mætti kröfum neytenda á sem bestan hátt. Við þurfum að horfa á þetta heild- stætt og greiða úr þessum stóra vanda,“ segir Stefán. Vill heyra í kjósendum aðspurður segist Stefán hlakka til komandi vikna í aðdraganda kosn- inga. „Þetta er aðeins öðruvísi bar- átta en hefur verið á öðrum árs- tíma. Við finnum það að fólk er enn í sumarfríi, bændur uppteknir í heyskap og svo eru kvaðir vegna faraldursins. En við höfum verið að fara um kjördæmið og reynt að hitta á fólk eins og hægt er og mun- um halda því áfram. Ég vona að á komandi vikum fram að kosningum náum við að hitta sem flesta og ræða við fólkið í kjördæminu. En ef fólk er með vangaveltur eða fyrirspurn- ir er alltaf sjálfsagt að hafa samband við okkur. Ég tek alltaf símann og svo getur fólk fundið mig á Fa- cebook og sent skilaboð. Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að ná í fólk eins og núna. Við viljum reyna að komast sem víðast, hitta sem flesta og endilega heyra frá kjósendum,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, odd- viti Framsóknarflokks í Norðvest- urkjördæmi. arg Stefán Vagn, Hrafnhildur Guðjónsdóttir eiginkona Stefáns fyrir miðju og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir sem skipar annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ljósm. Stefán Vagn Stefánsson. Stóru málin fyrir komandi kosningar eru óumdeilanlega heilbrigðismálin Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar oddvita Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi Stefán Vagn Stefánsson leiðir lista Framsóknarflokksins í kosningunum í september. Ljósm. Framsóknarflokkurinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.