Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Side 4

Skessuhorn - 15.09.2021, Side 4
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Að vanda valið Ég hlakka mikið til næsta laugardags. Sannkallaður hátíðisdagur í minni fjölskyldu. Þá förum við nefnilega í barnaafmæli og tökum þátt í hátíðar- höldum í tilefni þess að yngsta barnabarnið er ársgamalt. Þannig var að þessi litli og fallegi drengur kom í heiminn í miðjum heimsfaraldri, sem útaf fyrir sig er ekkert grín. um tíma var ekki einu sinni öruggt að faðirinn fengi að vera viðstaddur fæðingu sonar síns og vandlega var því gætt fyllstu varúðar og sóttvarna í aðdraganda stóra dagsins fyrir ári. Svo ólst þessi litli snáði upp í hálfgerðri einangrun á heimili sínu og ekki fyrr en eftir langa hríð fengum við gamla settið að líta barnið augum, fyrir utan náttúrlega myndir sem foreldrarnir voru duglegir að deila með okkur. Það skyldi því ekki undra að barnið hafi rekið upp skaðræðisvein þegar það sá mig í fyrsta skipti! (Hefði kannski gert það hvort sem var). Varð álíka hræddur og ég sjálfur hefði orðið lokaður inn í herbergi með eiturslöngu, þeirri skepnu sem ég óttast mest. Það tók því alveg nokkrar heimsóknir að venja litla snáðann við fólk eins og okkur. En til að gera langa sögu stutta þá hefur drengurinn alveg vanist ókunnugum, farinn að dvelja hjá dagmóður og allt er í lukkunnar velstandi nú þegar þessu fyrsta ári í æviskeiði hans er lokið. Eins árs afmælisveislan nú verður því meira svona eins og nokkrar veislur saman. Það er býsna praktískt að þurfa ekki að margklæða sig upp á laugardag- inn. Fyrr um daginn förum við nefnilega á kjörstað og nýtum hinn heilaga rétt okkar að eiga þátt í að ákveða hverjir halda um stjórnartaumana hér á landi næstu árin. Að sjálfsögðu hvet ég alla landsmenn til að kjósa, það er svo óendanlega mikilvægt að við látum rödd okkar hljóma. Látum ekki ná- ungann í næsta húsi ákveða það fyrir okkur. Nú þegar ég mun taka ákvörðun um hvernig atkvæði mínu verður best varið hef ég fjölmörg atriði í huga. meðal annars mun ég meta hverjar þarfir ársgamals barnabarns eru. Hvaða flokkar eru líklegir til að gæta að hagsmunum litla drengsins í uppvexti hans, æsku og menntun? Af því ég er, að ég held, ekkert sérstaklega eigingjarn, mun ég einnig hafa kjör eldri borgara og öryrkja í huga og yfirleitt þeirra sem eiga í vök að verjast af ein- hverjum ástæðum; fjárhagslegum, félagslegum eða andlegum. Ég til dæmis er talsvert hugsi um hvernig komið er fyrir bændastéttinni sem lagt hefur sig í líma við brauðfæða okkur í aldanna rás, en hefur ekki á liðnum árum fengið þá umbun fyrir vinnu sína sem réttlætanlegt er. Það er einhvern veginn svo galið að sauðfjárbóndi sem leggur inn lambakjöt í afurðastöð í haust fái hundrað krónum minna fyrir kílóið af sinni framleiðslu en sjó- maður sem heldur til veiða að morgni, landar svo vænan þorski úr Breiða- firði um kvöldið. Þá er ég alls ekki að segja að 620 krónur séu eitthvað of mikið fyrir breiðfirska sjómanninn, öðru nær. Það eru hinsvegar þessar 520 krónur fyrir kíló af besta kjöti í heimi sem ég tel verð út úr korti. Ég mun því á leið minni í kjörklefann íhuga hvaða frambjóðendur og flokkar eru líklegri en aðrir til að vilja bæta hag sauðfjárbænda því þá atvinnugrein vil ég síst af öllum missa. Þá um leið hyrfi ein af þeim sérstöðum sem við sem þjóð höfum verið hvað stoltust af. En auðvitað er það fjölmargt fleira sem leggur grunn að þeirri ákvörð- un hvernig atkvæðinu verður varið. maður reynir að sjálfsögðu að meta mannkosti frambjóðenda og yfirbragð þeirra flokka sem þeir eru spyrtir við. Hver og einn hefur þessa ákvörðun fyrir sig og engum kemur við hvað gerist í kjörklefanum. Vonandi verður niðurstaðan sú að hér verði gott fólk við völd næstu fjögur árin þannig að í fimm ára afmæli afadrengsins snúist umræðan um hversu vel þeim hefur tekist til. Að búið verði að auka jöfnuð í þjóðfélaginu, allir hafi það gott og enginn líði skort í þessu ríkasta landi heims. Þessvegna ætla ég að vanda mig hvernig ég kýs. Magnús Magnússon Ný leiktæki voru sett upp fyr- ir yngsta fólkið á Hellissandi í síð- ustu viku. um er að ræða tvö tæki sem sett voru upp við ærslabelginn og slógu þau rækilega í gegn sam- kvæmt því sem segir á Facebook síðu Snæfellsbæjar. arg/ Ljósm. Snæfellsbær Hjá dalabyggð er nú til sölu slökkvibíll af gerðinni magirus deutz. Bíllinn er frá árinu 1982 og ekinn aðeins 57.400 km. Slökkvi- lið dalabyggðar keypti bílinn árið 1997, innfluttan frá Þýskalandi. Í bílnum er 5.000 lítra vatnstankur og 500 lítra froðutankur. Á bíln- um er stór vatnsbyssa sem hægt er að stjórna handvirkt af toppi bíls- ins, fjarstýra úr stýrishúsi eða með fjarstýringu að utan. Þessi bíll hefur alltaf staðið inni í upphituðu húsi og er því í sæmilegu ástandi en þó er þörf á smá viðhaldi. Nánari upplýsingar um bílinn er að finna á heimasíðu dalabyggðar, dalir.is. Óneitanlega býður bíll af þessari gerð upp á ýmsa möguleika. Benda má á að hægt væri með svona græju að opna froðudiskó, nú eða fyrir ömmu og afa að kaupa slökkvibíl, slá sér upp og sækja barnabörnin á leikskólann og gjörsigra vinsælda- keppnina. arg Bíllinn er af gerðinni Magirus Deutz. Ljósm. Dalabyggð. Selja slökkvibíl í Dölum Hér má til dæmis æfa jafnvægið. Leiktæki slá í gegn Krakkarnir geta nú eflt klifurhæfileika sína. málverk af guðbjarti Hannes- syni, fyrrverandi forseta Alþingis og skólastjóra grundaskóla á Akra- nesi, var afhjúpað í Skála Alþing- ishússins síðastliðinn miðvikudag. Viðstaddir voru forseti Alþingis, fjölskylda guðbjarts, vinir og sam- starfsfólk hans úr Samfylkingunni auk fleiri. Það var Stephen Lár- us Stephen listmálari sem málaði myndina og verður henni komið fyrir í efrideildarsal Alþingis. Hefð er fyrir því að gerð eru málverk af fráfarandi forsetum Alþingis. guðbjartur var alþingismað- ur Norðvesturkjördæmis frá árinu 2007 þar til hann lést, 23. október 2015. Hann var þingmaður fyr- ir Samfylkinguna. guðbjartur var forseti Alþingis árið 2009, var fé- lags- og tryggingamálaráðherra og heilbrigðisráðherra 2010 og vel- ferðarráðherra 2011–2013. Á heimasíðu grundaskóla segir af þessu tilefni: „guðbjartur, eða bara gutti eins og hann var jafn- an kallaður af nemendum og sam- starfsmönnum, var fyrsti skólastjóri grundaskóla árið 1981 og fylgdi skólanum eftir allt til 2015 er hann féll frá. Við í grundaskóla fögnum því að þessum hæfileikaríka skóla- manni, bæjarfulltrúa, þingmanni og ráðherra sé sýnd þessi virðing á Alþingi Íslendinga.“ mm Mæðgurnar Sigrún Ásmundsdóttir og dætur hennar Birna og Hanna María, við málverkið af Guðbjarti Hannessyni. Ljósm. Alþingi. Málverk af Guðbjarti afhjúpað á Alþingi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.