Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Síða 6

Skessuhorn - 15.09.2021, Síða 6
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 20216 Barn rotaðist í Borgarnesi BORGARNES: Barn slas- aðist nokkuð þegar það féll á höfuðið á körfuboltaæfingu á skólatíma í Borgarnesi á mánudag. Barnið missti með- vitund og var sjúkrabíll kall- aður til. Haft var samband við foreldra í kjölfarið. frg Fastir í snjó á Fróðárheiði SNÆFELLSNES: Björg- unarsveitir þurftu að aðstoða nokkra ökumenn sem fest höfðu bíla sína í snjó á Fróðár- heiði eftir hádegi á þriðjudag. mjög kröpp lægð gekk þá yfir landið en þetta er sennilega fyrsta útkall björgunarsveita á Vesturlandi þennan veturinn vegna bifreiða í vandræðum vegna snjóskafla. frg Bílvelta í Borgarfirði BORGARFJ.: umferðar- slys varð á laugardag í síðustu viku þegar ungur ökumað- ur missti stjórn á bíl sínum í vatni á vegi á Vesturlandsvegi. Bíllinn fór eina til tvær velt- ur og kenndi ökumaðurinn sér eymsla á höfði. Hann var fluttur á heilsugæsluna í Borg- arnesi og bíllinn var fjarlægð- ur með kranabíl. frg Hraðakstur VESTURLAND: Ökumað- ur var stöðvaður á 139 kíló- metra hraða í Borgarfirði á þriðjudag í síðustu viku. Hlaut hann 150 þúsund króna sekt auk þriggja punkta í ökufer- ilsskrá. Lögreglumenn í eftir- litsferð stöðvuðu einnig öku- mann á 153 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi á miðviku- dag í síðustu viku. Ökumað- ur játaði sekt sína en ekki var búið að leggja sekt á öku- mann samkvæmt upplýsing- um lögreglu. Samkvæmt sekt- arreikni lögreglu má hann bú- ast við 210 þúsund króna sekt, þremur punktum í ökuferils- skrá og sviptingu ökuréttinda í einn mánuð. Að sögn lög- reglu á Vesturlandi hefur ver- ið óvenju mikið um hraðakst- ur í umdæmi hennar að und- anförnu. frg Vandséðir ferða- menn í norður- ljósaleit BORgARFJ.: Á föstudaginn í síðustu viku barst lögreglu til- kynning um börn á gangi með fram Vesturlandsvegi án end- urskinsmerkja rétt fyrir mið- nættið. Þegar lögreglumenn könnuðu málið reyndust téð börn vera ferðamenn í yngri kantinum í leit að norðurljós- um. frg Smit í Brekku- bæjarskóla AKRANES: upp hefur kom- ið smit í hópi nemenda í ein- um árgangi í Brekkubæjarskóla á Akranesi og eru allir nemend- ur og starfsmannateymið sem honum tengist komnir í sóttkví. Einnig er einn starfsmaður veikur og árgangur sem hann kom að er kominn í sóttkví ásamt hluta starfsfólks þess ár- gangateymis. Að auki er hluti af nemendum annars árgangs kominn í smitgát vegna sama tilfellis. Elsa Lára Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri, sagði í til- kynningu frá Brekkubæjarskóla í gærmorgun að búið væri að láta alla vita sem sóttkvíin eða smitgátin nær til. „Við vonum að þetta breiðist ekki meira út og við biðjum ykkur um að fara með börnin ykkar í sýnatöku ef þau eru með minnstu einkenni. Við vitum ekki betur en að nem- endurnir og starfsmaðurinn séu með væg einkenni og við send- um þeim og ykkur öllum hlýja strauma.“ -vaks Dópaður ökumaður í Borgarfirði BORGARFJ.: Á laugardags- kvöld var ökumaður stöðvaður í Borgarfirði vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Viðurkenndi ökumaður brot sitt og var í kjölfarið handtek- inn. Fór mál hans í hefðbund- ið ferli. frg Frambjóðendur á ferð og flugi Samkaup opnaði fyrstu rafhleðslu- stöðina við verslun Nettó í Borgar- nesi í byrjun ágúst og hefur fram- takið hlotið frábærar undirtektir, að sögn forsvarsmanna fyrirtækis- ins. „Fleiri hundruð rafbílaeigend- ur nýttu hraðhleðslustöðina til að hlaða bílana sína fyrsta mánuðinn og flestir til að fullhlaða þá, þar sem þeir voru í sambandi í nærri 30 mínútur,“ segir gunnar Egill Sig- urðsson, framkvæmdastjóri versl- unarsviðs Samkaupa. „miðað við okkar spá um meðalnotkun, þá náðum við 95% af því marki fyrsta mánuðinn.“ Fyrr á árinu gerðu Samkaup samning við Ísorku um að setja upp rafhleðslustöðvar við verslanir um land allt. Áætlað er að aðrar versl- anir Samkaupa muni bjóða upp á hleðslustöðvar á komandi misser- um og styttist í uppsetningu næstu fimm stöðva. gunnar Egill segist bíða framhaldsins með eftirvænt- ingu. „Þróunin á þessum markaði er gríðarlega spennandi, en í upp- hafi þessa árs voru seldir fleiri nýir bílar sem knúnir eru rafmagni en bensíni eða dísilolíu. Við búumst við að þessari þjónustu verði vel tekið af viðskiptavinum okkar um allt land, sem og ferðamönnum, er- lendum og innlendum.“ Rafhleðslustöðvar Samkaupa eru 150KW og eru eingöngu hannað- ar fyrir rafbíla sem geta hraðhlaðið. Þær verða settar upp við að minnsta kosti helming verslana félagsins en Samkaup rekur rúmlega 60 versl- anir víðs vegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Krambúð- in, Kjörbúðin og Iceland. mm Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra var á ferðinni ásamt Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur frambjóðanda um Vesturland í síðustu viku. Meðal annars heimsótti hún Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Ljósm. fva. Á ritstjórn Skessuhorns kom síðastliðinn fimmtudag í heimsókn fólk frá Viðreisn; Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður, Guð- mundur Gunnarsson oddviti framboðslistans og Starri Reynisson sem skipar 3. sætið. Ljósm. ki. Haraldur bóndi tók sér frí frá framboðsfundum til að mæta í Reynisrétt síðdegis á laugardaginn. Ljósm. mm. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson, frambjóðendur Miðflokksins, voru á Akranesi síðastliðinn miðvikudag. Þar heimsóttu þeir meðal annars trillukarlinn góðkunna, Steindór Oliversson, og kepptu innbyrðis í línubeitningu. Ljósm. frg. Hraðhleðslustöð Samkaupa fær góðar undirtektir Við hraðhleðslustöð Nettó í Borgar- nesi. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.