Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Qupperneq 10

Skessuhorn - 15.09.2021, Qupperneq 10
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 202110 dalabyggð hefur gefið út nýja um- hverfis- og loftslagsstefnu fyrir næstu tíu ára. Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að setja sér lofts- lagsstefnu sem m.a. skal hafa skil- greind markmið um samdrátt í los- un gróðurhúsalofttegunda og kol- efnisjöfnun. Í stefnu dalabyggðar segir að sveitarfélagið muni beita sér til að draga úr losun, ná kolefn- ishlutleysi, vera leiðandi í aðgerð- um og auka þekkingu á umhverf- is- og loftslagsmálum hjá íbúum og starfsfólki sveitarfélagsins. Auk þess mun sveitarfélagið beita sér fyrir því að nýting lands og auðlinda sé sjálfbær. Áherslur sveitarfélagsins næstu tíu ár eru: Að vakta loftslagsmál í rekstri sveitarfélagsins, að draga úr losun og vinna að kolefnis- hlutleysi, að lágmarka rask á nátt- úrunni, að fara í uppbyggingu, við- hald og breytingar á gatnakerfi þar sem tekið er mið af þörfum og ör- yggi gangandi og hjólandi vegfar- enda, að fara í frekari uppbyggingu hleðslu- og áfyllingarstöðva fyrir vistvæn ökutæki og þannig stuðla að og hvetja til orkuskipta, að fara í fræðslu og vitundarvakningu um mikilvæg minni losunar og að- gerðir í þeim efnum og aðgerðir í náttúruvernd og sjálfbærri nýtingu lands, að hvetja til betri nýtingar aðfanga í sveitarfélaginu er varðar mötuneyti og matsölu þar sem hrá- efni úr héraði er nýtt og að hvetja samstarfsaðila til notkunar á um- hverfisvænni efnum, t.d. er varða þrif- og varnarefni. Markmið Ætlar dalabyggð að ná 25% sam- drætti í losun vegna starfsemi og reksturs sveitarfélagsins fyrir árið 2030 og fyrir árið 2028 á óflokkað- ur úrangur frá stofnunum sveitar- félagsins að vera í algjöru lágmarki eða enginn. dalabyggð á að vera kolefnishlutlaust sveitarfélag eigi síðar en árið 2040 þegar kemur að starfsemi og rekstri sveitarfélagsins. Þá á að efla innviði fyrir vistvæna ferðamáta, til að mynda göngu- og hjólastíga og hleðslu- og áfylling- arstöðvar. „Fyrir hópbifreiðar sem notaðar eru við skólaakstur í sveit- arfélaginu er gerð sú krafa að vél- ar uppfylli a.m.k. kröfur EuRO IV staðals en jafnframt er óskað að vélin hafi eins háan EuRO staðal og hægt er miðað við framleiðslu- ár hópferðabifreiðar,“ segir í stefn- unni. Þá skulu verktakar sem starfa á vegum sveitarfélagsins skila inn upplýsingum um eldsneytisnotkun við þá vinnu. arg Það var nóg að gera hjá starfsmönnum Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands þeg- ar blaðamaður Skessuhorns rak inn nefið í íþróttasal- inn á Jaðarsbökkum á Akra- nesi síðastliðinn miðviku- dagsmorgun. Börn fædd árið 2006, 2007, 2008 og 2009 voru þá í seinni bólusetningu af pfizer en börn sem fædd eru 2009 verða að hafa náð 12 ára aldri þegar þau fara í sprautuna. Þá voru þeir sem eru 60 ára og eldri einnig boðaðir í þriðja skiptið til að fá örvunarskammt. vaks Skemmtiferðaskipið Seaventure lagðist að bryggju í grundarfirði síðasta fimmtudagsmorgun. Nú eru síðustu skip sumarsins að koma hvert af öðru. Bræðurnir Hafsteinn og Eyþór garðarssynir segja að fleiri skip hafi verið að boða komu sína síðustu vikur. „mig minnir að það séu átta skip sem eiga eftir að koma næstu vikur,“ segir Hafsteinn í stuttu spjalli við fréttaritara. Það var smá sunnan gola og rigning þegar Seaventure mætti til grund- arfjarðar og ekki ólíklegt að síðustu skipin lendi í svipuðu veðurfari. tfk Bifreiðastöð ÞÞÞ á Akranesi hefur tekið að sér að flytja föt sem safn- að er á Akranesi fyrir Konukot, endurgjaldslaust til Reykjavíkur, en Konukot hefur sent ákall til al- mennings um að láta af hendi hlýj- an fatnað og skó fyrir skjólstæðinga Konukots. Halldóra R. guðmunds- dóttir segir í viðtali við Fréttablaðið að vel hafi verið tekið í ákall þeirra en að enn vanti hlýjar úlpur og skó. „Við höfum verið að fá regnkápur, flíspeysur og allskonar þess háttar. Við höfum fengið úlpur en þær fara mjög hratt og það væri gott að fá fleiri og til að eiga eitthvað á lager,“ segir hún. Anna maría Þórðardóttir, starfs- maður Bifreiðastöðvar ÞÞÞ til- kynnir á íbúasíðu Akurnesinga á Facebook að Skagamönnum sé vel- komið að koma með fatnað fyrir Konukot til ÞÞÞ, Smiðjuvöllum 15 og að ÞÞÞ keyri fötin endurgjalds- laust til Reykjavíkur í Konukot. Eru Skagamenn hvattir til þess að taka vel í ákall Konukots um úlpur og skó en að auki vantar Konukoti teppi. Þau fari yfirleitt hratt þegar þeim er deilt út. frg / Ljósm. Fréttablaðið/ Anton Brink Starfsmenn Grundarfjarðarbæjar tryggja landfestar hjá Seaventure. Síðustu skemmtiferðaskip sumarsins koma í september Bræðurnir Hafsteinn og Eyþór Garðarssynir gera klárt fyrir Seaventure. Skipverjar Seaventure með fagmannleg handbrögð er skipið lagðist að bryggju. Landfestar tryggðar á nýja hafnarkantinum. Horft yfir Búðardal. Ljósm. sm Umhverfis- og loftlagsstefna Dalabyggðar kynnt ÞÞÞ keyrir fatnað endurgjaldslaust til Konukots Fjórir árgangar í bólusetningu

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.