Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Síða 12

Skessuhorn - 15.09.2021, Síða 12
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 202112 Landssamband veiðifélaga tek- ur vikulega saman upplýsingar um fjölda veiddra laxa í helstu ám landsins. miðvikudaginn 15. sept- ember var veiði lokið í nokkrum ám en sumsstaðar er veitt til mán- aðamóta. Líkt og við var að búast var mesta veiðin í Rangánum, en tæplega 3000 laxar voru þá komn- ir á land af vestri bakka Ytri-Rang- ár og Hólsár og lítið eitt færri úr Eystri-Rangá. Af náttúrulegum ám var miðfjarðará efst með 1596 laxa en þvínæst Norðurá í Borgarfirði með 1431 lax. Heildarveiðin þar í fyrra var 980 laxar svo bætingin er mikil. Þverá og Kjarará hafa sömu- leiðis bætt sig frá síðasta sumri, en nú komu 1329 laxar á land miðað við 1027 laxa í fyrrasumar. Í rign- ingunni undanfarna daga hefur lax bunkast upp ána, en laxar stukku t.d. í miklum mæli ofan við brúna við Lundahylinn síðastliðinn laug- ardag þegar tíðindamaður Skessu- horns var þar á ferð. Af vestlensku ánum kom Haf- fjarðará næst með 892 laxa veiði í sumar sem verður að teljast gott á sex stangir. Úr Langá voru komnir 757 laxar sem er töluvert minna en heildarveiðin var í fyrra, þegar hún var 1086 laxar. Úr Laxá í Leirársveit voru komnir 755 laxar og úr Laxá í dölum 712. grímsá og Tunguá í Borgarfirði höfðu í síðustu viku gefið 562 laxa sem var veiði nán- ast á pari við heildarveiðina í fyrra- sumar. Hítará hafði gefið 440 laxa, Andakílsá 400, Straumfjarðará 367 og Haukadalsá í dölum 366. Úr Flókadalsá voru komnir 263 laxar og úr gljúfurá 194. mm Hinn rómaði veitingastaður Narf- eyrarstofa í Stykkishólmi er nú til sölu. Narfeyrarstofan hefur verið í eigu hjónanna Sæþórs Þorbergs- sonar og Steinunnar Helgadóttur frá árinu 2001. „Okkur þykir tutt- ugu ár bara fínn tími,“ segir Sæ- þór þegar blaðamaður Skessu- horns sló á þráðinn til hans. Narf- eyrarstofa er í fallegu húsi sem byggt var árið 1906 í hjarta bæj- arins, rétt við höfnina. Þegar Sæ- þór og Steinunn keyptu staðinn var þar rekið kaffihús á einni hæð og íbúð á hæðinni fyrir ofan. „Við höfum breytt þessu töluvert. Byrj- uðum á að breyta þessu í veitinga- stað og svo byggðum við stiga- hús og opnuðum veitingastaðinn upp á aðra hæð. Við höfum farið í töluverðar framkvæmdir á staðn- um og það eru ekki nema þrjú ár síðan við byggðum við staðinn og settum upp nýtt eldhús og bætt- um aðstöðuna enn frekar,“ segir Sæþór. En í dag tekur staðurinn 90 manns í sæti og alltaf er nóg að gera. Mikið ævintýri „Þetta er búið að ganga rosalega vel hjá okkur og hefur verið mikið ævintýri. Við höfum horft á mik- inn vöxt og það er alveg stórfeng- legt,“ segir Sæþór ánægður. „Þeg- ar við vorum að byrja voru ekki nema svona 200 þúsund ferða- menn að koma til landsins. Það hefur verið gríðarlega gaman að fylgjast með þessu vaxa,“ bæt- ir hann við. Aðspurður segir Sæ- þór þau hjónin ekki hafa tekið neina ákvörðun um hvað taki við hjá þeim. „Við ætlum ekki að spá í það fyrr en einhver hefur tekið við þessu af okkur. Okkur fannst þetta bara fínn tími til að skipta um vinnu. Við erum bæði nýlega orðin fimmtug og okkur langar að sjá hvað er hinum megin við læk- inn,“ segir Sæþór. Spurður hvern- ig síðastliðið sumar hafi gengið segir hann það hafa verið mjög gott. „Þetta var í raun alveg æv- intýralegt sumar. Haustið lítur líka vel út og ég held að ferðaþor- stinn hafi verið orðinn uppsafn- aður hjá fólki og núna eru tölu- vert margir ferðamenn að koma. Við erum mest að fá útlendinga til okkar en Íslendingar hægja alltaf á sér þegar skólarnir byrja. Þeir eru líka duglegir að koma um helgar,“ segir Sæþór. arg Ein af veiðimyndum sumarsins í Skessuhorni. Hér er Ævar Sveinsson með 86 sentimetra lax úr Efri-Kistu í Laxá í Dölum. Laxveiðinni nú víðast hvar að ljúka Salurinn á efri hæð Narfeyrarstofu. Ljósm. Híbýli Fasteignasala Narfeyrarstofa boðin til sölu Sæþór Þorbergsson eigandi Narfeyrarstofu. Ljósm. Narfeyrarstofa. Narfeyrarstofa er nú til sölu. Ljósm. úr safni/ Anna Melsteð/Anok. Salurinn á neðri hæð veitingastaðarins. Þarna má sjá stigann þar sem gengið er upp á aðra hæð. Ljósm. Híbýli Fasteignasala.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.