Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Page 17

Skessuhorn - 15.09.2021, Page 17
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 2021 17 HEITT Í KOLUNUM - AKRANES PÍRATAR Grjótið Bistró-Bar, kl. 19:00 Fimmtudaginn, 23. september Hvað brennur á þér fyrir komandi Alþingiskosningar? Hvort sem þú hyggst kjósa Pírata eða ekki í komandi Alþingiskosningum, viljum við hitta þig og heyra hvað þér finnst. Við hlökkum til að grilla og gleðjast með þér. Þú grillar okkur og við grillum fyrir þig! Matur og drykkur í boði frameftir ÚTBOÐ LEIKSKÓLI ASPARSKÓGUM 25 Innanhúsfrágangur Batteríið arkitektar ehf., fyrir hönd Fasteignafélags Akraness, óska eftir tilboðum í framkvæmdir við innanhússfrágang í nýjum leikskóla við Asparskóga 25, Akranesi. Verkið nær til innanhússfrágangs, smíði og uppsetningar innrétt- inga, ásamt lögnum og raflögnum sem tengjast innanhússfrágangi. Verktaki skal setja upp innveggi, smíða og koma fyrir innihurðum og innigluggum, sjá um frágang gólfa, lofta, handriða, lyftu og málningarvinnu. Hann skal annast smíði og uppsetningu fastra innréttinga og búnaðar. Ennfremur skal verktaki leggja hita- og fráveitu- og neysluvatnslagnir í bygginguna, annast uppsetningu og frágang rafkerfa og lýsingar. Helstu stærðir: 1. hæð 966,6 m2 2. hæð 552,4 m2 3. hæð 46,3 m2 Heildarstærð byggingar 1565,3 m2 og 5607 m3 Verktaki tekur við byggingarsvæði frá verktaka sem annast upp- steypu og utanhússfrágang. Byggingarsvæðið er afgirt og með hliði inn á vinnusvæðið. Verklok á útboðsáfanga er 31. júlí 2022. Útboðsgögn verða afhent á stafrænu formi frá og með 16. ágúst 2021 með því að senda tölvupóst á netfangið batteriid@arkitekt.is þar sem fram kemur heiti verks, nafn bjóðanda, netfang og símanúmer tengiliðs bjóðanda. Tilboðum skal skila á skrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 Akranesi í síðasta lagi 8. október 2021 kl. 14:00 þýðir að u.þ.b. 47% erlendra ferða- manna sem heimsóttu Ísland það árið, komu í Borgarfjörð skv. skýrslu sem gefin var út af Rannsóknir og Ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) og ber heitið: „Erlendir ferðamenn á Vesturlandi 2010-2019“. Borgar- fjörður er í skýrslu RRF skilgreind- ur sem Hvalfjarðarströnd, Akra- nes og Borgarfjörður. Samkvæmt skýrslunni, má áætla að árið 2019 hafi 224 þúsund erlendir ferðamenn gist í Borgarfirðinum. gestir sem gistu, dvöldu að jafnaði um 1,63 nætur, svipað og árin 2010, 2013 og 2016-2018 (1,5-1,6 nætur). Áætl- að er að erlendar gistinætur í Borg- arfirði hafi verið um 367.000 árið 2019, miðað við rúmlega 63.000 árið 2010, sem er nærri sexföldun á 9 árum.“ Einnig segir í skipulagstillögunni: „Herbergjafjöldi í Borgarbyggð var að meðaltali 334 árið 2017 og gisti- nætur voru rúmlega 111.000. Ef gert er ráð fyrir sambærilegri þró- un næstu 10 árin má reikna með að fjöldi gistinátta verði um 250.000 árið 2025 og að þörf verði á að lág- marki 500 gistiherbergjum til að koma til móts við þá þróun. Fjölga þarf því um 50 herbergi á ári til að koma til móts við væntanlega fjölg- un gistinátta í Borgarbyggð.“ Dregur að mismunandi hópa ferðamanna Og áfram segir í skipulagstillögunni: „Ef reiknað er með að ferðaþjónust- an verði búin að ná fyrri stöðu og fyrir faraldurinn eftir 3-5 ár að þá er uppbygging ferðaþjónustu á Staf- holtsveggjum II afar mikilvæg til að koma til móts við væntanlega þró- un í fjölgun ferðamanna í Borgar- byggð. Breytingin leiðir af sér upp- byggingu gisti- og þjónustuhúsnæð- is sem skortur var á í sveitarfélaginu fyrir heimsfaraldurinn. uppbygging á ferðaþjónustu muni nýtast jafnt íbúum sem og ferðamönnum. með því að hafa ólíka gistimöguleika í boði þ.e. gistiherbergi og svefnskála dregur það að sér mismunandi hópa ferðamanna.“ Í aðalskipulagi Borgarbyggðar er gert ráð fyrir nýrri brú yfir Hvítá við Stafholtsey, en ekki er komin áætlun um hvenær fyrirhuguð framkvæmd á að eiga sér stað. með tilkomu brúar- innar skapast mikilvæg tenging inn- an sameinaðs sveitarfélags og gæti stuðlað að auknum ferðamanna- straum um Stafholtstungur. Einnig ber að nefna að brúin yrði mikilvæg tenging á milli landshluta, þ.e. milli Suðurlands og Vesturlands/ Vest- fjarða/ Norðurlands. Talið er jákvætt að breytingin leiðir af sér uppbyggingu á versl- unar- og þjónustuhúsnæði þar sem eldri landbúnaðarbyggingar að Staf- holtsveggjum voru hættar að þjóna hlutverki sínu en fá nú nýtt hlutverk sem gisti- og veitingahús. Rekstur nýs gisti- og veitingastaðar hefur jákvæð hagræn og félagsleg áhrif á samfélagið þar sem hann leiðir af sér fjölgun starfa innan sveitarfélagsins. Það er mat landeiganda að skortur er á ódýrri gistingu í Stafholtstung- um. uppbyggingin mun vera mikil- væg viðbót við þá gistingu sem er í boðið í næsta nágrenni og auka val ferðamannsins á mismunandi gisti- möguleikum. Talið er að breyting- in hafi ekki áhrif á náttúrufar í ná- grenninu svo sem menningarminjar, gróðurfar, dýralíf eða jarðminjar. Þegar Sveinn er spurður hve- nær hann hyggist opna fyrir gestum segir hann full bratt að reikna með næsta vori en vonast til þess að ná að opna næsta sumar. um þessar mundir er aðallega unnið um helg- ar við breytingarnar en Sveinn segir að þegar hafist verði handa fyrir al- vöru innan húss verði líklega settur aukinn kraftur í verkið og unnið alla daga. frg / Ljósm. frg og aðsendar. Franskir gluggar komnir í fyrsta áfanga.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.