Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Page 18

Skessuhorn - 15.09.2021, Page 18
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 202118 Síðastliðinn laugardag kom saman vaskur hópur Skagamanna í Knatt- spyrnufélagi ÍA sem fyrir réttum tuttugu árum landaði óvæntum en verðskulduðum Íslandsmeistaratitli í knattspyrnu. Sturlaugur Haralds- son rifjaði þetta sögufræga sumar upp: „Það var margt sem gekk gegn okkur 2001. Okkar ástkæra félag varð gjaldþrota fyrr um veturinn og við höfðum séð á eftir öflugum og leikreyndum leikmönnum. Hóp- urinn var lítill og liðið mjög ungt. Óli Þórðar þjálfari ákvað að halda starfi sínu áfram þrátt fyrir mikinn mótbyr, lengi vel launalaus og leik- mennirnir ákváðu að fylgja frum- kvæði hans. Óli er engum líkur, fyr- ir utan að þjálfa, þá sá hann sjálf- ur um flesta hluti auk þess að spila sem leikmaður framan af móti. Hann keyrði m.a. rútuna á leikina. Það hafði engin trú á þessu liði fyrir mótið 2001, nema við sjálfir. Sumir spáðu því að við myndum þurfa að berjast við fall, en þetta lið var alveg einstakt,“ skrifaði Sturlaugur. ÍA hópurinn rifjaði á laugardag- inn upp þetta uppskeruríka sumar. Skessuhorn rifjar þetta einnig upp nú og birtum við hér frásögn gísla Einarssonar af leiknum, en hún birtist í Skessuhorni vikuna eft- ir úrslitaleikinn magnaða í Eyjum. gefum gísla orðið: Bátarnir nutu nærveru Gunnars „Það var varla nokkur Skagamað- ur, hvar á landinu sem hann var staddur, sem ekki fylgdist með af áfergju síðustu andartökunum á Ís- landsmótinu í ár. Síðustu mínút- ur í leik ÍA og ÍBV voru ekki fyr- ir hjartveika og var spennan þvílík að margir þoldu ekki við. Fregn- ir bárust af því eftir leik að margir hafi slökkt á viðtækjunum sínum og snúið sér að einhverju öðru sem tók ekki eins mikið á taugarnar. Til að mynda varð formaður knattspyrnu- félagsins, gunnar Sigurðsson, að fá sér göngutúr á meðan á seinni hálf- leik stóð vegna þeirrar spennu sem á leikvellinum ríkti. Bátarnir í Vest- mannaeyjum fengu notið nærveru gunnars á meðan seinni hálfleikur stóð, en gunnar kom svo aftur um síðir eða þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Óskabyrjun Það var alveg ljóst áður en flaut- að var til leiks að jafntefli nægði Skagamönnum til þess að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í fimm ár. Hafi einhver haldið að Skagamenn hafi ætlað að hanga á þessu stigi sem til þurfti þá varð þeim hinum sama fljótlega ljóst að sú leikaðferð, að leggjast í vörn, var ekki uppi á teikniborðinu hjá leik- mönnum ÍA. Eftir sautján mínútur var staðan orðin 0-2 Skagamönn- um í vil. Fyrra markið skoraði Kári Steinn Reynisson á 7. mínútu þegar hann fylgdi eftir föstu skoti grétars Rafns Steinssonar sem Birki Krist- inssyni markverði ÍBV tókst ekki að halda. Tíu mínútum síðar fengu Skagamenn hornspyrnu sem Ellert Jón tók. Eyjamaður skallaði bolt- ann út úr teignum þar sem Sigurð- ur Sigursteinsson kom aðvífandi og skaut hnitmiðuðu skoti sem hafnaði í marki ÍBV. Þegar þarna var kom- ið sögu töldu eflaust margir að nú væru úrslitin ráðin. Eyjamenn virt- ust ekki líklegir til afreka meðan Skagamenn virkuðu frískir og til- búnir að leggja á sig þá vinnu sem til þarf. Það kom því mönnum í opna skjöldu þegar Eyjamenn minnk- uðu muninn aðeins sjö mínútum eftir annað mark ÍA. Við markið hresstust Eyjamenn án þess þó að ná nokkrum yfirtökum í leiknum. Þeir voru þó nærri búnir að jafna undir lok fyrri hálfleiks en Ólafur Þór gunnarsson kom Skagamönn- um til bjargar á síðustu stundu eins og svo margoft áður í sumar. Umdeild aukaspyrna Í síðari hálfleik var komið að Eyja- mönnum að hafa sterkan vind- inn í bakið og hófu þeir hálfleik- inn af miklum krafti. Eftir klukku- tíma leik höfðu þeir jafnað metin. Síðasta hálftímann sóttu Eyjamenn meira en að sama skapi þéttist vörn Skagamanna og fundu leikmenn ÍBV sjaldan smugur að marki gest- anna og ef þeim tókst það var annar óyfirstíganlegur klettur þeim, Ólaf- ur Þór gunnarsson. Á 85. mín- útu gerðist atvik sem valdið hefur töluverðum umræðum. Sturlaug- ur Haraldsson sparkaði boltan- um í átt til Ólafs markvarðar í því skyni að Ólafur tæki aukaspyrnu sem dæmd hafði verið Skagamönn- um. Áður en boltinn náði að ber- ast til Ólafs hafði einn Eyjamaður- inn komist í boltann og stýrt hon- um í autt markið. dómari leiks- ins taldi hinsvegar ekki rétt stað- ið að framkvæmd aukaspyrnunnar og markið því dæmt ólöglegt. Eg- ill már markússon, dómari leiks- ins, bætti við rúmum sex mínútum vegna þeirra tafa sem höfðu orðið í síðari hálfleik. Eyjamenn fjölguðu í sóknarlínunni hjá sér og hver sókn- in á fætur annarri dundi á Skaga- vörninni. Síðustu spyrnu Íslands- mótsins áttu Eyjamenn þegar að skalli þeirra eftir hornspyrnu fór rétt fram hjá. Íþróttamannsleg fram- koma Eyjamanna Skagamenn voru orðnir Íslands- meistarar í 18. sinn, sléttum 50 árum eftir þann fyrsta. Leikmenn ÍA fögnuðu sigrinum að vonum innilega en það kom hins vegar mörgum á óvart að Eyjamenn sam- fögnuðu þeim innilega þótt þeir hafi að vonum verið svekktir þar sem þeir voru aðeins hársbreidd frá því að standa í sömu sporum. Vakti íþróttamannsleg framkoma Eyja- manna verðskuldaða athygli og mættu eflaust margir taka þá til fyr- irmyndar. Sanngjörn niðurstaða Það kann vel að vera að Vestmanna- eyingar hafi átt skilið sigur í þessum leik, en þegar á heildina er litið voru Skagamenn með heilsteyptasta lið- ið og jafnbesta árangurinn í sumar og því ættu flestir að vera sammála um að úrslitin hafi verið sanngjörn. Allavega ber mönnum saman um að þessi tvö lið sem þarna kepptu til úrslita voru sigurvegarar deild- arinnar, lið sem byggðu að mestu á heimamönnum og ríkri hefð. Það var hins vegar ekki nema einn bikar í boði og Skagamenn eru því sigur- vegarar sigurvegaranna.“ Vestlendingur ársins Ýmsir titlar fylgdu þessum góða árangri Skagamanna. meðal ann- ars var Hjörtur Júlíus Hjartarson leikmaður ÍA markakóngur ársins. Ekki minni var sú viðurkenning sem Ólafi Þórðarsyni þjálfara var í lok árs veitt þegar hann var kosinn Vestlendingur ársins 2001. Í um- sögn Skessuhorns um titilinn þetta ár sagði m.a: „Varla þarf að tíunda afrek Ólafs Þórðarsonar, en hann leiddi sem kunnugt er sína menn til sigurs á Íslansmótinu í knattspyrnu í sumar þvert á allar spár og þrátt fyrir margumtalaða fjárhagserfið- leika félagsins.“ mm Ólafur Þórðarson var í lok árs 2001 kosinn Vestlendingur ársins. Ljósm. af forsíðu Skessuhorns/ge. Íslandsmeistarar ÍA í knattspyrnu karla. Fremsta röð f.v.: Kári Steinn Reynisson, Pálmi Haraldsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Gunnlaugur Jónsson, Páll Gísli Jónsson, Unnar Valgeirsson og Sturla Guðlaugsson. Miðröð f.v: Guðjón Kristjánsson, Sigmundur Ámundason, Heimir Jónasson, Sigurður Sigursteinsson, Jóhannes Gíslason, Ellert Jón Björnsson, Baldur Aðalsteinsson, Guðjón Sveinsson, Hjörtur Júlíus Hjartarson, Sturlaugur Haraldsson, Ólafur Þórðarson þjálfari, Aðalsteinn Viglundsson aðstoðarþjálfari og Gunnar Sigurðsson form. Rekstrarfél. Mfl. & 2. fl. Aftasta röð f.v.: Kristinn Jens Kristinsson, Guðjón Guðmundsson læknir, Áki Jónsson vallarstjóri, Georg Janusson sjúkraþjálfari, Hjálmur Dór Hjálmsson, Grétar Rafn Steinsson, Haraldur Hinriksson, Reynir Leósson, Andri Lindberg Karvelsson, Jón Þór Hauksson, Guðlaugur Gunnarsson, Eiríkur Guðmundsson og Einar Guðleifsson. Ljósm. Guðni Hannesson. Tuttugu ár frá sögufrægum Íslandsmeistaratitli Skagamanna Hópurinn sem kom saman síðastliðinn laugardag, tuttugu árum frá titlinum. Ljósm. gg. Gísli Gíslason, Gunnar Sigurðsson og Ólafur Þórðarson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.