Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Side 20

Skessuhorn - 15.09.2021, Side 20
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 202120 Hvalfjarðarsveit hefur gengið til samninga við Þrótt ehf. um jarð- vinnu, lagnir og yfirborðsfrágang við nýja götu í melahverfi og verð- ur verkið unnið í samvinnu við Veit- ur, mílu og Rarik. Í tilkynningu frá Hvalfjarðarsveit segir að nýja gat- an heiti Lyngmelur og er sunnan megin í hverfinu. Þá segir að fram- kvæmdir eigi að hefjast í lok októ- ber og áætluð verklok fyrsta áfanga eru í febrúar á næsta ári og áætlað að búið verði að malbika götuna í júní sama ár. gatnagerðin er mikilvægur áfangi í áframhaldandi uppbyggingu mela- hverfis og verður lóðaúthlutun aug- lýst innan tíðar. Við Lyngmel verða sex einbýlishúsalóðir, tvær parhúsa- lóðir og ein fjögurra íbúða raðhúsa- lóð. Í maí síðastliðnum fór fram lóðaúthlutun við Háamel í mela- hverfi og var mikill áhugi er úthlut- að var einni einbýlishúsalóð, þrem- ur parhúsalóðum og einni þriggja íbúða ráðhúsalóð, segir í frétt Hval- fjarðarsveitar. arg miðvikudaginn 15. septem- ber var formlega opnuð matar- smiðja í Suðurdölum, nánar til- tekið í miðskógi. páll S. Brynjars- son, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, opn- aði smiðjuna og lýsti yfir ánægju með framtakið og ánægju með að uppbyggingarsjóður Vesturlands hafi stutt við uppbygginguna. Skúli guðbjörnsson bóndi í mið- skógi sagði frá tilurð smiðjunn- ar, sem er sprottin upp úr vinnu hóps sem stofnaður var 2019 til að skoða möguleika á uppbygg- ingu kjötvinnslu í héraðinu. Hóp- urinn skoðaði ýmsa kosti og heim- sótti m.a. matarsmiðju Biopóls á Skagaströnd og ræddi við bændur í nærliggjandi héruðum um mögu- leikana. Niðurstaðan var einfald- lega að byggja litla vinnslu og Skúli tók boltann á lofti. Aðstaðan hefur fengið leyfi Heilbrigðiseft- irlits Vesturlands til starfseminn- ar og er tilbúin til notkunar, með manngengan kæli, vinnuaðstöðu og nokkur helstu tæki sem þarf til kjötvinnslu. Vonast er til að dalamenn taki starfseminni vel og nýti sér þessa góðu vinnuaðstöðu, sem uppfyll- ir öll skilyrði til vinnslu kjötvöru á almennnan neytendamarkað. Hægt verður að leigja aðstöðuna daglangt eða lengur, eftir umfangi vinnslu hverju sinni. gestir við opnun matarsmiðjunnar ræddu mikið um þau tækifæri sem aðstaða á borð við þessa getur skapað og létu í ljós von um að dalamönnum detti allskonar nýtt og spennandi matarkyns í hug, sem hægt verði að kaupa beint frá þeirra býlum í framtíðinni. bj Rauðhetta, úlfurinn, amma, veiði- maðurinn, álfadís, svartálfur og pandabjörn voru öll saman kom- in í skóginum í Einkunnum síð- astliðinn laugardag. Þar var líka talsvert á annað hundrað manns, börn á öllum aldri, sem tóku þá þátt í Ævintýragöngu í skóginum sem Ferðafélag Borgarfjarðarhér- aðs stóð fyrir. Á síðu Ferðafélags- ins kemur fram að gangan hafi byrjað og endað í skógarrjóðrinu við hestagerðið í Einkunnum en þar var boðið upp á snúða og kakó sem hitað var í grýlupotti. Þar var líka köttur sem spilaði á harmon- ikku! mm/ Ljósm. FFB Ævintýraganga í Einkunnum Hvalfjarðarsveit hefur samið við Þrótt ehf. um jarðvinnu, lagnir og yfirborðsfrágang við nýja götu í Melahverfi. F.v. Hlynur Sigurdórsson, Linda Björk Pálsdóttir og Helgi Þorsteinsson. Ljósm. Hvalfjarðarsveit. Hvalfjarðarsveit semur við Þrótt um gatnagerð Gestir á opnun virða fyrir sér aðstöðuna í nýju matarsmiðjunni. Matarsmiðja opnuð að Miðskógi í Dölum Skúli Guðbjörnsson segir frá kæliaðstöðunni í matarsmiðjunni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.