Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Page 22

Skessuhorn - 15.09.2021, Page 22
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 2021 Borgnesingurinn Hallbjörg Erla Fjeldsted tók í síðustu viku við starfi vaktstjóra í stjórnstöð Land- helgisgæslunnar í Reykjavík. Er hún fyrsta konan til að gegna því starfi en Hallbjörg hefur starfað sem varðstjóri í stjórnstöð Land- helgisgæslunnar undanfarin ár. Hún er dóttir Báru og Benna í Borgarnesi. „Ég elst upp umlukin hafinu,“ segir Hallbjörg í samtali við Skessuhorn. „mamma kemur frá Skagaströnd og pabbi er Borg- nesingur. Þó svo að skipaútgerð sé ekki mikil þar í bæ hugsa ég að ég hafi fljótlega smitast af sjóbakterí- unni af nándinni við hafið,“ segir Hallbjörg. Sem barn sótti hún mik- ið í hafið, lék sér í fjörunni og sat með veiðistöng og dorgaði í Brák- arey. „Fátt var um fína drætti í þeim veiðiskap, mest marhnútar og ein- staka koli, en það kom ekki að sök. Ég naut mín í návist hafsins,“ segir Hallbjörg. Eftir að hún lauk námi við grunnskólann í Borgarnesi hélt hún á Akranes í Fjölbrauta- skóla Vesturlands þar sem hún lauk stúdentsprófi af listnámsbraut og félagsfræðibraut. Hún útskrifað- ist svo frá Tónlistarskóla Borgar- fjarðar með framhaldspróf í píanó- leik og frá Tónskóla þjóðkirkjunn- ar sem kirkjuorganisti. Hún hefur nú lokið grunnnámi í sjúkraflutn- ingum og stundar háskólanám í Sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. Sjö ár í Norrænu Hallbjörg hefur prófað ýmis störf í gegnum árin en lengst hefur hún verið sjómaður. „Ég sigldi til dæmis með Norrænu í sjö ár. Þar sinnti ég hinum ýmsu þernustörfum, starf- aði í veitingastaðadeildinni, sá um sundlaugina og líkamsræktarstöðina og fleira,“ segir hún. „Ég fann út að sjómennskan ætti vel við mig, en ég sá ekki fyrir mér að ég hefði áhuga á að þrífa klósett og ælur til frambúð- ar, þannig að ég ákvað að skrá mig í Skipstjórnarskólann,“ segir Hall- björg og bætir við að þar hafi henni gengið mjög vel. Hún fékk viður- kenningu fyrir framúrskarandi ár- angur í fagfögum auk þess sem hún var fyrst kvenna til að ritstýra skólablaðinu Kompási. Eftir tvö ár í skólanum sótti hún um að komast í hásetadeildina á Norrænu. „Færey- ingar eru ekki, enn sem komið er, komnir jafn langt í jafnréttismál- um og aðrar þjóðir og því þótti það óeðlilegt að kona hefði skráð sig í skipstjórnarskóla, og hvað þá að hún óskaði eftir plássi á dekkinu,“ segir Hallbjörg. „Ég hef alltaf litið á hafnanir sem tækifæri, að eitthvað betra bíði handan hornsins,“ bætir hún við. Hún sótti um hjá Eldingu, hvalaskoðun Reykjavíkur, og fékk stýrimannspláss og hefur siglt með Eldingu sem yfirstýrimaður síðustu fjögur ár. Tvær vikur með Ægi Þegar Hallbjörg lauk grunnskóla- námi var í boði fyrir krakka að sækja um sem varðskipsnemar og fara einn túr með varðskipi um sumar- ið. Hallbjörg sótti um og komst á tveggja vikna túr með varðskipinu Ægi sumarið 2006. „Ég fann strax að þetta væri eitthvað sem ætti við mig,“ segir hún. Aðspurð segir hún það hafa verið tilviljun að hún fékk starfið hjá stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar. Það var búið að ráða í sumarafleysingar en sá aðili var færður í aðra deild. „Það þurfti því að hafa hröð handtök og finna nýj- an sumarstarfsmann,“ segir Hall- björg en þetta var vorið 2019. Haft var samband við hana og henni boðið viðtal. Hún sló til og byrj- aði strax í þjálfun og hefur verið hjá Landhelgisgæslunni síðan. Í stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar er sólar- hrings vakt allt árið. Vaktirnar voru nýverið styttar úr tólf tímum í átta og þurfti þá að fjölga starfsfólki og bæta við vaktstjóra. Leitað var til Hallbjargar að taka að sér starfið. Hamagangur á hóli „Starfið í stjórnstöð Landhelg- isgæslunnar er mjög fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi. Yfirleitt eru þrír varðstjórar á vakt, þar af einn vaktstjóri. Við vinnum öll sem ein heild, en vaktstjórinn ber aukna ábyrgð. Auk þess að vera sameig- inleg leitar- og björgunarstöð er stjórnstöð Landhelgisgæslunn- ar fiskveiði- og landamæraeftirlits- stöð,“ útskýrir Hallbjörg og bætir við að starfið felist að stórum hluta í fjarskiptasamskiptum á miðum og í landi. Hún segir þau vera mik- ið í talstöðvarsamskiptum við skip að taka á móti útmeldingum skipa þegar þau halda út á haf. „Því er oft talsverður hamagangur á hóli, sérstaklega á strandveiðinni, þegar skipin leggja flest úr höfn á svipuð- um tíma. Þá getum við verið með nokkur skip að kalla á sama tíma,“ segi hún. „Ég hef mikla ánægju af því að halda uppi góðum og um- fram allt kurteisum samskiptum við sjófarendur, stundum er röddin í talstöðinni jafnvel einu mannlegu samskiptin sem sjófarendur hafa út á við og reglulega þurfum við að óska eftir aðstoð þeirra ef önn- ur skip eru í neyð. Hver dagur er óútreiknanlegur og það bætast við nýjar áskoranir og ný viðfangsefni á degi hverju,“ segir Hallbjörg. Mannslíf geta verið í húfi Annar stór hluti af starfinu í stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar felst í að fylgjast með því hvort skip séu ekki örugglega ofan sjávar og í góðu lagi. „Flest skip senda frá sér staðsetn- ingu í gegnum sjálfvirkan staðsetn- ingarbúnað, en önnur færum við handvirkt inn í vöktunarkerfið,“ út- skýrir hún. Ef sjálfvirkt merki skil- ar sé ekki þarf að hafa samband við skipið til að tryggja að allt sé í góðu lagi. „Stundum náum við ekki sam- bandi við skipið í gegnum talstöð eða síma og þurfum því oft að fara allskonar krókaleiðir, jafnvel í mikla rannsóknarvinnu til að ná sambandi. En tíminn tikkar hratt í þessu,“ seg- ir hún og bætir við að ef ekki ná- ist að hafa samband við skipið inn- an hálftíma er ræst út leit og björg- un. „Forgangsmálin sem koma inn á borð hjá okkur á stjórnstöðinni eru yfirleitt þess eðlis að mannslíf sé, eða gæti verið, í húfi. Því þarf oft að hafa hraðar hendur og leysa mál- in hratt og örugglega,“ segir hún en bætir við að ekki hafi orðið banaslys á sjó hér við Ísland í fjögur ár. arg/ Ljósm. Landhelgisgæslan Hallbjörg að störfum. Hallbjörg er fyrsta konan til að gegna starfi vaktstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar Hallbjörg Erla Fjeldsted er fyrsta konan til að gegna starfi vaktstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Óskum eftir starfsmanni í afgreiðslu í Dótarí Opnunartími er 13 til 18 virka daga og 11 til 15 um helgar. Áhugasamir hafið samband á netfanginu smaprent@smaprent.is eða í síma 666-5110. SMIÐJUVÖLLUM 32 •AKRANESI WWW.DOTARI .IS•WWW.SMAPRENT.IS Viltu vinna hjá okkur? ESI . I .IS•DOTARI@DOTARI.IS OPNUNARTÍMI ALLA VIRKA DAGA 13-18 HELGAR 11-15 VERÐ FRÁ 1.990 KR. Listavörur 1.290 KR 1.290 KR 990 KR 890 KR490 KR 890 KR 4.990 KR 3.990 KR 3.290 KR 890 KR

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.