Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 29
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 2021 29 Þær eru ýmsar „skyldur“ réttarstjór- anna. Ljósm. ki. Hér er Fellsendarétt að hefjast og fólk að komast í gírinn. Það er ágætt að staðsetja sig hátt uppi til að meta að- stæður, áður en alvara réttarstarfanna hefst. Ljósm. bj. Sökum mikillar úrkomu að undanförnu þurfti féð að leggjast á sund við Selvallavatn. Ljósm. sá. Lausri rétt var komið upp við Gráu kúluna innan við Selvallavatn. Þaðan er ekið með féð í Arnarhólsrétt og sparar þessi rétt tíu kílómetra rekstur með féð. Hér er Valentínus Guðnason frístundabóndi að skoða vænleika dilkanna. Ljósm. sá. Færanlega réttin við Selvallavatn. Ljósm. sá. Réttað var í Hrafnkelsstaðarétt í Kolgrafafirði á laugardaginn. Eftir langar og strangar göngur í ágætis veðri voru gangnamenn að koma niður með féð rétt upp úr klukkan fjögur síðdegis. Þá fór að rigna nokkuð hressilega en það var samt ekki að skemma stemninguna í réttunum þennan daginn. Sveinn Gíslason frá Fossi í Staðarsveit sækir rollur sem hafa álpast yfir fjallgarðinn. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.