Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Page 30

Skessuhorn - 15.09.2021, Page 30
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 202130 Pennagrein Pennagrein Allir Íslendingar eru sammála um að haga þurfi nýtingu auðlinda þannig að hún sé sjálfbær. Það á svo sann- arlega við um sjávarauðlindina þar sem saman þarf að fara skynsamleg nýting fiskistofna, hámörkun á nýt- ingu hráefnis og góð umgengni um fiskimiðin. Ekki er ágreiningur um að stýra þarf veiðum og nýta auðlindina skynsamlega og tryggja að hún geti nýst komandi kynslóðum. Það er hins vegar engin sátt eða friður um að þeir kvótar sem settir eru á ein- staka fiskistofna séu meðhöndlað- ir sem einkaeign þeirra sem fengu þeim upphaflega úthlutað eða hafa keypt þá síðar. Framsal kvótans er ekki nauðsynlegt til þess að stýra veiðum en hefur hins vegar leitt til þess að aflaheimildir hafa komist í hendur fárra fyrirtækja og gert end- urnýjun í greininni ómögulega. Jafnframt hafa hundruð milljarða verið teknir út úr sjávarútveginum þegar kvótar hafa verið seldir. Þeir milljarðar hafa búið til nýja auðstétt sem fjárfest hefur í óskyldum rekstri eins og fasteignafélögum, verslunar- keðjum, tryggingafélögum og fjár- málastofnunum auk þess að valsa með fjármuni í gegnum dótturfélög í skattaparadísum til þess að forðast skattgreiðslur hér á landi. Afleiðingarnar augljósar Síðast en ekki síst hafa þessir fjár- munir runnið frá þeim byggðarlög- um þar sem verðmætin urðu upp- haflega til, þ.e. frá sjávarþorpum og bæjum þessa lands. dæmin eru mörg og afleiðingarnar augljósar. Það er einnig alveg ljóst að loforð kvótakaupenda um nýtingu kvótans í þeim byggðum þaðan sem þeir hafa verið keyptir eru fals eitt. Því verður seint gleymt þegar Samherji keypti útgerð guðbjargar ÍS á Ísa- firði 1997 og gefið var skriflegt lof- orð um að útgerðin yrði óbreytt frá því sem verið hafði. Tveimur árum síðar var allt á bak og burt þar með talið bæjarstjórinn og stjórnarfor- maður Samherja sem nú er sjávar- útvegsráðherra, þ.e. Kristján Þór Júlíusson. Skemmst er síðan að minnast þess þegar nánast allar aflaheim- ildir hurfu frá Akranesi 2017 með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinn- andi fólk og efnahag bæjarins sem alltaf hafði verið sterkur og farsæll útgerðarbær. Tækifærið er núna Nú er nóg komið. píratar ætla að innkalla og bjóða upp aflaheim- ildir til leigu á opnum markaði og tryggja að leigugjaldið renni að fullu til íslensku þjóðarinnar. Þann- ig tryggjum við jafnt aðgengi allra að auðlindinni og heilbrigða nýlið- un. píratar ætla að tryggja sjálfbær- an sjávarútveg og sjálfstæðar, öfl- ugar hafrannsóknir, veiðiráðgjöf og eftirlit án pólitískra afskipta. pí- ratar ætla að gera handfæraveiðar frjálsar og fyrsta skrefið verður að tryggja 48 veiðidaga á hvern hand- færabát. Við ætlum að láta allan afla fara upphaflega í gegnum innlendan fiskmarkað til að fá eðlilegt mark- aðsverð á öllu sjávarfangi. Þannig er komið í veg fyrir að útgerðum með eigin vinnslu sé gert kleift að selja sjálfum sér sjávarfang með af- slætti. Verðlagsstofa skiptaverðs verður þar með óþörf og lögð nið- ur og tvöföld verðlagning leggst af, sjómönnum og landsmönnum til heilla. Tækifæri til breytinga í sjávarút- vegi liggur í kjörklefanum þann 25. september næstkomandi. píratar hvetja alla til að nýta kosningarétt- inn. Saman getum við breytt sam- félaginu til hins betra. Magnús Norðdahl Höfundur er oddviti Pírata í Norð- vesturkjördæmi Breytum sjávarútveginum á laugardaginn Sem oddviti Vinstri grænna í Norð- vesturkjördæmi hef ég á síðustu vik- um ferðast um kjördæmið vítt og breitt. Svæðið er fjölbreytt og víð- feðmt og alls staðar gott að búa. Við þurfum að hlúa að byggðun- um, standa vörð um náttúruna og auðlindirnar sem eru svo ríkulegar og nýta þær með sjálfbærum hætti í þágu íbúanna. mér eru sérstaklega hugleikin nokkur mál sem að ég vil koma inn á hérna. Það er og hefur alltaf verið stefna Vg að tryggja jöfn tækifæri fólks. Það er að mörgu að hyggja en við Vinstri græn höfum sett okkur róttæka stefnu í byggðamálum sem við teljum að skapi landsmönnum öllum jöfn skilyrði til þátttöku og búsetu með öflugri uppbyggingu innviða. Þannig treystum við búsetu og sköpum fjölskylduvænt samfélag um land allt. Fyrir því mun ég berjast. En hvað er ég að tala um? Ég vil sjá stórátak í samgöngum, sér í lagi þegar kemur að safn,- og tengi- vegum þannig að góðar samgöng- ur séu tryggðar innan héraða og að byggðarlög séu tengd betur sam- an til að gera þau sterkari. Þá þarf að stytta vegalengdir og gera þær greiðfærari. Sú hagræðing sem að hlýst af styttri vegalengdum minnk- ar ekki aðeins akstur og útblástur heldur tengir hún betur byggðirnar og þéttir atvinnusvæði. Fjarskipti og háhraðatengingar eru enn víða í ólestri. Til þess að störf án staðsetninga, atvinnuklasar og nýsköpun geti þrifist með góðu móti þurfa þessir innviðir að vera til staðar og einfaldlega til að auka lífsgæði fólks. Ekki hefur verið nóg gert í þessum málaflokki nú undir stjórn samgönguráðherra Framsóknarflokksins og mikilvægt að meiri kraftur verði settur í þetta verkefni. Þá er orkuöryggi og jöfnun rafmagns,- og húshitunarkostnaðar ofarlega í huga þeirra sem búa við skerta þjónustu eða ójöfn kjör í þeim efnum og mikilvægt að leiðrétta þá mismunun. mikilvægt er að gerð verði gangskör að því að gera mun betur í að jafna flutningskostnað á landsbyggðinni til að jafna búsetuskilyrði og til að fyrirtæki sem þar starfa búi ekki við skert starfsumhverfi. Sköpum tækifærunum farveg Á landinu öllu eru tækifærin sann- arlega til staðar, bæði til lands og sjávar. Við þurfum að skapa þeim farveg og rétt umhverfi. Við vilj- um efla nýsköpun og þátt skapandi greina í þeirri uppbyggingu sem að við sjáum fyrir okkur um land allt. Á landsbyggðinni eru mikilvæg rann- sókna- og þróunarsetur og öflug- ir háskólar. Þrír þeirra eru í mínu kjördæmi. Háskólarnir gæða sam- félagið lífi og rannsóknir og miðl- un þekkingar styrkja ekki síst nær- umhverfið. Það er okkar hlutverk að tryggja háskólunum á landsbyggð- inni tækifæri til að vaxa og dafna. Þá er fjölbreytt námsval og fjölskyldu- vænar lausnir á öðrum námsstigum mikilvægar fyrir byggðaþróun og byggðafestu. Við þurfum að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla í samstarfi við sveitarfélögin svo að sama aðgengi sé um land allt. Við þurfum að standa vörð um framhaldsskólana og framhaldsdeildir, þannig að hægt sé að stunda nám í heimabyggð eða næsta nágrenni og ekki síst búa enn betur að iðn- og verknáminu. Við þurfum að ef la hlut skapandi greina út um land en þær veita þekkingu og hæfni til starfa í greinum sem eru í senn vaxandi og fjölbreyttar. Skapandi lausnir verða sífellt mikilvægari eftir því sem fram vindur og viðfangsefni samfélagsins verða stærri og flóknari. Á landsbyggðinni er frjór jarðvegur fyrir skapandi lausnir og er það mín trú að með fræðilegum og hagnýtum rannsóknum muni fara hönd í hönd staðbundin þekking og nýjar lausnir Starf háskóla á landsbyggðinni er í því tilliti ómetanlegt fyrir framþróun atvinnuvega og nýsköpun, ekki síst í matvælaiðnaði. Kosningar eru tímamót og þá lítum við til framtíðar. Við Vinstri græn ætlum að standa vörð um velsæld og lífsgæði með innviðauppbyggingu og bættum búsetuskilyrðum um land allt. Á síðustu árum höfum við sýnt það í verki að við getum tekist á við erfiðar áskoranir og leitt samfélagið í gegnum þær. Af sömu áræðni höfum við leitt fjölmörg framfaramál á sviðum heilbrigðismála og náttúruverndar, velferðar og mannréttinda. Á sama hátt getum við leitt samfélagið áfram á öðrum sviðum. Bjarni Jónsson. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Róttæk byggðastefna í boði Vinstri grænna Þrátt fyrir að vera fast að 93 ára gömul lætur Steinunn Kolbeins- dóttir á Akranesi ekkert aftra sér þegar ákvörðun hefur verið tekin. Hún fór í vikunni sem leið, ásamt Kolbrúnu dóttur sinni, á berjamó á æskuslóðum hennar að Stóra-Ási í Hálsasveit. Þar hefur hún nánast öll haust síðustu níutíu árin tínt krækiber og bláber og segir sjálf að ekkert njóti hún betur en komast með þessu móti í nálægð við nátt- úruna. mm/ Ljósm. ki. Á berjamó á æskuslóðum bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar Dagur í lífi... Nafn: Björg Ágústsdóttir Fjölskylduhagir/búseta: gift Hermanni gíslasyni. Búum í grundarfirði ásamt börnum okk- ar, Atla Ágústi 18 ára og Björgu 20 ára, sem er þó hálfflutt að heiman, og heimilishundinum Húgó, 3ja mánaða. Starfsheiti/fyrirtæki: Bæjarstjóri grundarfjarðarbæjar. Áhugamál: Fyrir utan starfið, sem er líka mitt stærsta áhugamál, þá er ég að læra á píanó og svo byrjaði ég að stunda sjósund fyrir ári. Ferðalög flokk- ast hér undir líka, sérstaklega fjöl- skylduferðir. Síðan er það klárlega sjarmörinn Húgó, ástralskur fjár- hundur sem sonur okkar fékk fyrir þremur vikum. Dagurinn: miðvikudagur 15. september Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? 6:50 - þar sem sonurinn var kom- inn fram úr og á hundavaktina. Ég er vandræðalega spennt fyrir þess- um fjórfætta sjarmör okkar. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Skál af AB-mjólk með múslí. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? upp úr kl. 8:00, akandi. Fyrstu verk í vinnunni? Vinnusímtal heima – á leið út í bíl og síðan vikulegur verkfundur kl. 8:15 með bæjarverkstjóra og starfs- manni áhaldahúss. Hvað varstu að gera klukkan 10? Hakka mig í gegnum tölvupósta. Hvað gerðirðu í hádeginu? Fékk frábæra þriðju bekkinga í heimsókn rétt fyrir hádegi með er- indi sem þau töldu brýnt að bæta úr. Fékk söng frá þeim í lokin, upp úr kl. 12. Síðan fundur um bæjar- málefnin. Hvað varstu að gera klukkan 14? Rúntur niður á höfn og að skoða framkvæmdir. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Fundur menningarnefndar kl. 16.30 þar sem við fórum að skoða endurbætur og stöðu framkvæmda í samkomuhúsinu. Þar varð vatns- tjón í júlí og við höfum verið að vinna úr því. Einnig að skoða upp- byggingu í Sögumiðstöðinni, þar sem félagasamtök fá aðstöðu til margháttaðs félags- og menning- arstarfs. Komin heim um 19.30. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Það er voða lítið „eftir vinnu“ í mínum degi. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Steiktar kjúklingabringur – ég eld- aði fyrir mig og soninn. Kaldir ábrestir í eftirrétt. Eiginmaðurinn út á sjó. Hvernig var kvöldið? glöð að heyra í dótturinni sem var lent í Kansas hjá kærastanum, eftir rúmlega sólarhrings ferða- lag. Hringdi í mömmu. Venjuleg kvöldvinna, nokkrir tölvupóstar og svo knúsa þreyttan hvolp – sem er reyndar ótrúlega góð „núvitund- aræfing“ og gefur gott í sálina. Hvenær fórstu að sofa? um 23, sem er frekar snemmt á minn mælikvarða. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Brjóta saman þvott og ganga frá í eldhúsi, með spennandi hljóðbók í eyranu og svo bursta tennur. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Þakklæti fyrir fá að vinna fjölbreytt verkefni með góðu fólki. Og logn- ið! Eitthvað að lokum? Verð að muna að fletta upp á net- inu hvernig á að kenna hvolpi að hætta að bíta!

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.