Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Síða 34

Skessuhorn - 15.09.2021, Síða 34
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 202134 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Pennagrein Nýlega heimsóttum við frambjóð- endur Vinstri grænna í Norðvest- urkjördæmi Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Nú í síð- asta mánuði var tilkynnt að þar verði opnað liðskiptasetur þar sem eingöngu verður sinnt liðskiptaað- gerðum. Setrið getur framkvæmt um 430 aðgerðir á ári sem er tvö- földun á núverandi afkastagetu. Þetta er liður í víðtækari áætl- un Svandísar Svavarsdóttur heil- brigðisráðherra um að mæta vax- andi þörf fyrir aðgerðir, stytta bið fólks í brýnni þörf til betri heilsu, bæta verkferla og samræma þjón- ustu. Þessi uppbygging er gott dæmi um stefnu okkar Vinstri grænna í heilbrigðismálum í verki. Við vilj- um að fólkið í landinu geti sótt heilbrigðisþjónustu nálægt sínum heimahögum enda þarf þjónustan að vera nálægt fólkinu. Því viljum við halda áfram að byggja upp og efla hei lbr igðisþ jón- ustu um land allt. Við teljum líka að besta leiðin að gera það og tryggja um leið að allir lands- menn eigi aðgang að bestu mögulegri hei lbr igðisþ jón- ustu, óháð efnahag, sé að byggja þjón- ustuna upp á félags- legum grunni. Það hefur verið leiðar- ljós okkar í ríkis- stjórn Katrínar Jakobsdóttur og verður áfram. Bjarni Jónsson og Lilja Rafney magnúsdóttir. Höf. skipa 1. og 2. sæti Vg í Norðvestur kjördæmi. Svandís Svavarsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Bjarni Jónsson. Uppbygging í heilbrigðisþjónustu á Akranesi! Sjálfstæðisflokkurinn vill stokka upp almannatryggingakerfi eldri borgara og taka upp sanngjarnara og einfaldara kerfi sem bætir hag allra. markmiðið er að styrkja stöðu þeirra sem eru með takmörkuð rétt- indi í lífseyrissjóðum og hverfa frá skerðingum. Þetta verði gert með sérstakri lífeyrisuppbót sem tekur mið af réttindum hvers og eins í líf- eyrissjóði. Aðrar skattskyldar tekjur eldri borgara – s.s. atvinnutekjur, sér- eignasparnaður, fjármagnstekjur – skerða ekki lífeyrisuppbót. Þetta þýðir að samtímatekjur eiga ekki að leiða til skerðinga en verða skatt- lagðar með sama hætti og eftir sömu reglum og skattskyldar tekjur annarra. Hvenær og hvernig? Fyrsta skrefið í tillögum Sjálfstæð- isflokksins um betra og réttlátara tryggingakerfi eldri borgara er að hækka frítekjumark atvinnutekna í 200 þúsund krónur á mánuði frá og með 1. janúar 2022. Í ríkisstjórn mun Sjálfstæðis- flokkurinn leggja áherslu á að kerf- isbreytingunum verði hrint í fram- kvæmd með þessi skýru markmið í huga í samvinnu við hagsmuna- samtök eldri borgara. Tímabært er að Sjálfstæðisflokkurinn taki við félagsmálaráðuneytinu og hafi þannig forræði á málefnum eldri borgara en Framsóknarflokkurinn hefur farið með þennan málaflokk í 7 ár á síðustu 8 árum. Á vegum Sjálfstæðisflokksins hefur starfshópur, undir forystu dr. Vilhjálms Egilssonar, unnið að til- lögum til úrbóta á lífeyriskerfi eldri borgara. Á grunni þeirra tillagna ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að vinna að kerfisbreytingunni. Útfærslan að markmiðinu getur verið einföld og það getur tekið innan við tvö ár að hrinda þeim að fullu í framkvæmd. Hvað er lífeyrisuppbót? með lífeyrisuppbót viljum við í Sjálfstæðisflokknum leiðrétta aug- ljóst misgengi sem átti sér stað í fortíðinni og jafna stöðuna í sam- tímanum. um leið heyra skerðingar vegna atvinnu- og fjármagnstekna sögunni til. Þannig er lífeyrisupp- bótin aldrei tekjutengd vegna sam- tímatekna, en tekur mið af áunnum réttindum í lífeyrissjóði. Aðalatriðið er að til verða já- kvæðir hvatar fyrir eldri borgara sem hafa getu og vilja til að bæta sinn hag. Af hverju þarf uppstokkun? Það eru tvær meginástæður fyrir þörf á úrbótum. Í fyrsta lagi er hóp- ur eldri borgara sem hefur ekki haft tækifæri til að byggja upp nægjan- leg réttindi í almenna lífeyrissjóðs- kerfinu. Í upphafi var hlutfall ið- gjalda lágt, hluti eldri borgara hafði ekki kost á að vera á vinnumarkaði nema þá í takmarkaðan tíma og ið- gjöld voru ekki greidd af heildar- tekjum og því endurspegla áunnin réttindi ekki ævitekjur viðkomandi. Í öðru lagi ná reglur um ellilífeyri almannatrygginga ekki þeim mark- miðum sem að er stefnt. Skerðing- ar eru of víðtækar, jaðaráhrif vegna atvinnutekna of miklar og svo bæt- ist skerðingarhlutfallið við skatt- hlutfallið. Niðurstaðan er sú að það eru engir hvatar í kerfinu til að bæta sinn hag. Misgengið leiðrétt – bættur hagur allra með lífeyrisuppbót viljum við í Sjálfstæðisflokknum leiðrétta aug- ljóst misgengi sem átti sér stað í fortíðinni og jafna stöðuna í sam- tímanum. Skerðingar vegna at- vinnu- og fjármagnstekna heyra sögunni til. Þannig er lífeyrisupp- bótin aldrei tekjutengd vegna sam- tímatekna, en tekur mið af áunnum réttindum í lífeyrissjóði. Til verða jákvæðir hvatar fyrir eldri borgara sem hafa getu og vilja til að bæta sinn hag. Kjósum sanngjarnara trygginga- kerfi – setjum x við d. Teitur Björn Einarsson, Höf. skipar 3. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í Norðvesturkjördæmi Sanngjarnara trygginga- kerfi eldri borgara Lítil og meðalstór fyrirtæki sinna lykilhlutverki á atvinnumarkaðn- um hér á landi. Þau tryggja meiri- hluta Íslendinga atvinnu, stuðla að fjölbreyttri atvinnu ásamt því að vera lykillinn að uppbyggingu og þróun þvert yfir landið. Fyrir Co- vid sýndi tölfræðin að lítil og með- alstór fyrirtæki greiddu laun rúman meirihluta landsmanna, eða kring- um 70% þeirra. Líklega hefur töl- fræðin breyst töluvert eftir komu Covid, en talið er að staðan verði aftur sambærileg þegar við höfum náð tökum á veirunni. Skattar og álögur Lítil og meðalstór fyrirtæki eiga mörg hver erfitt með greiðslu- byrðina á m.a. tryggingagjaldi og opinberum álögum. Þetta hindr- ar vöxt þeirra og leiðir jafnvel til þess fyrirtækin neyðast til að hætta rekstri. Almennt er um litla upp- hæð gjalds að ræða í tilfelli opin- berra álagna, en þegar á botninn er hvolft þá geta þetta orðið tölu- verðar fjárhæðir sem geta reynst mörgum litlum og meðalstórum fyrirtækjum íþyngjandi. Þetta á sérstaklega við um fyrirtæki í upp- hafi rekstrar. Framsókn vill bæta rekstrarumhverfið Við í Framsókn erum vel meðvituð um mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér á landi og viljum bæta hag þeirra. Framsókn vill taka upp þrepaskipt tryggingagjald og lækka það á lítil og meðalstór fyrirtæki. Einnig vill Framsókn létta und- ir greiðslubyrði lítilla og meðal- stórra fyrirtækja á opinberum álög- um, til dæmis úttektum eftirlitsaðila og leyfisveitingar frá hinu opinbera. Þetta eru raunhæfar lausnir sem geta aðstoðað þessi fyrirtæki við að koma rekstri sínum á réttan kjöl. Að auki vill Framsókn nota skatt- kerfið til að jafna aðstöðu fólks á landsbyggðinni ásamt því að styðja betur við rekstur lítilla og meðal- stórra fyrirtækja. Þannig er skatt- kerfið notað til að fjárfesta í fólki og hvetja til fjölþættari verðmæta- sköpunar. með leiðum sem þessum getum við bætt rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, og með því stuðlað að auknum og fjölbreyttum atvinnumöguleikum um allt land. Stefán Vagn Stefánsson Höfundur er oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og yfirlögreglu- þjónn í Skagafirði. Lítil og meðal- stór fyrirtæki - Lykill að uppbyggingu og þróun Ég var spurður að því um daginn hvað hægt væri að gera í þessum loftslagsmálum án þess að setja alla á hausinn. Jú, þar hittir þú á réttan mann sagði ég, við miðflokksmenn reynum einmitt að nálgast þennan málaflokk með það að markmiði að finna skynsamar lausnir. Ein sú helsta felst í skógrækt. Í raun ættu allir að fagna þessari lausn því hún nýtist okkur einstaklega vel. Bæði er það að Ísland hefur nánast enga skóga og svo hitt að þekkingu á bindingu réttra plantna hefur fleygt fram og meðal okkar góðu náttúru- vísindamanna er til mikill áhugi á þessu máli. Vilji er allt sem þarf. Skógar á landinu binda nú um 400 þúsund tonn af koldíoxíð ár- lega. Skortur er á skógum en 95% skóglendis hér á landi hefur verið eytt og um 40% jarðvegs á Íslandi hafa eyðst. Í dag er svo komið að innan við 1% landsins er þakið ræktuðum skógi. Áætlanir hafa ver- ið um að ræktaðir og náttúrulegir skógar geti þakið um 4% landsins árið 2040. Að mati okkar í mið- flokknum má bæta verulega í, bæði til að standa við loftslagsmarkmið okkar og koma okkur undan sekt- um vegna þess að við náum þeim ekki. Það er engin spurning að eins og aðstæður eru í dag þá er lang ódýrast að nýta sér skógrækt til bindingar koltvísýrings þó að það taki nokkur ár eftir útplöntun að skila sér. Ég er ekki að gera lítið úr öðrum verkefnum eins og Carbfix verkefninu, en skógrækt er marg- falt ódýrari og þekktari aðferð til bindingar. Auk þess skapar hún mörg störf en nýleg innlend rann- sókn á mannaflaþörf í skógrækt leiddi í ljós að 20,6 ársverk sköpuð- ust vegna hverrar einnar milljónar gróðursettra plantna. Ráðast þarf í stórátak Allir sjá að skógrækt er öflug að- gerð til að binda koldíoxíð úr and- rúmslofti og var viðurkennd mót- vægisaðgerð strax með Kyoto- bókunni en því miður hafa íslensk stjórnvöld verið lengi að taka við sér. Við megum engan tíma missa og verðum að rækta nýjan skóg sem byrjar strax að vaxa og binda CO2 (í trjám, öðrum gróðri og jarðvegi). Ég tel að norðvesturhluti lands- ins sé kjörinn staður til skógræktar og þá sérstaklega Snæfellsnesið og Borgarfjörðurinn. Könnun sem gallup gerði fyrir Skógræktina, Skógræktarfélag Ís- lands og Landssamtök skógareig- enda sýndi mjög jákvætt viðhorf landsmanna til skógræktar. Lang- flestir Íslendingar telja að skógrækt hafi jákvæð áhrif á landið og telja mikilvægt að binda kolefni með skógrækt. Athyglisvert er að í könnuninni kom fram að ungir Íslendingar eru jákvæðastir fyrir skógrækt og 55 ára og eldri telja skógrækt mikilvægasta fyrir kolefnisbindingu. Ef marka má þessa könnun er mikill og vax- andi stuðningur meðal landsmanna við að rækta skóg til að binda kol- efni og hamla þannig gegn lofts- lagsbreytingum. Jafnframt telja Ís- lendingar að skógrækt hafi jákvæð áhrif á landið. Það er líka skoðun okkar miðflokksmanna. Sigurður Páll Jónsson alþ.m. Höf. skipar 2. sætið á lista Mið- flokksins í NV kjördæmi Skógrækt gegn loftslagsvandanum

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.