Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Side 38

Skessuhorn - 15.09.2021, Side 38
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 202138 Hvað er uppáhalds í þínu lífi? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Eyrún Einarsdóttir „Fjölskyldan.” Auður Sigurðardóttir „Eyrún er uppáhalds.“ Jón Guðmundsson „Samvera með fjölskyldunni.“ Áslaug Guðmundsdóttir „Að vera í góðra vina hópi.“ Sóley Rut Jónsdóttir „Að eyða tíma með fjölskyld- unni.“ Skagamenn skelltu sér í Breið- holtið síðastliðinn miðvikudag og léku gegn liði ÍR í 8-liða úrslitum mjólkurbikarsins. mikið var und- ir í leiknum því Skagamenn urðu síðast bikarmeistarar árið 2003 og hafa ekki síðan þá komist lengra en í 8-liða úrslit. ÍR-ingar voru hins vegar að jafna sinn besta árangur í bikarnum og þeir virtust staðráðn- ir í því að komast lengra og byrj- uðu leikinn af krafti. Strax á fyrstu mínútu áttu þeir skalla rétt yfir mark gestanna eftir hornspyrnu og voru miklu sprækari fyrsta kort- erið í leiknum. Það bar árangur á 17. mínútu þegar Reynir Haralds- son átti góða fyrirgjöf beint á koll- inn á pétri Hrafni Friðrikssyni sem hamraði hann í netið. Eftir þetta bættu Skagamenn aðeins í og fengu nokkur hálffæri en á lokamínútu fyrri hálfleiks kom Skagamaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson öllum að óvörum. Hann fékk boltann fyr- ir utan teig, tók svokallaðan Zid- ane snúning, sólaði þrjá í leiðinni og skoraði með góðu skoti í fjær- hornið. Ansi vel gert hjá Þórði og því jafnt í hálfleik 1-1. Það var ljóst frá fyrstu mínútu seinni hálfleiks að Skagamenn voru meira tilbúnir í baráttuna um bik- arinn og eftir tíu mínútna leik var gísli Laxdal unnarsson búinn að koma þeim yfir með góðu skoti utan teigs. Skömmu síðar hefði Ísak Snær Þorvaldsson nánast get- að gulltryggt sigurinn en skaut fram hjá fyrir opnu marki. ÍR-ingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en sóknir þeirra voru mátt- litlar og lítil ógn af þeim. Það var síðan guðmundur Tyrfingsson sem innsiglaði sigur Skagamanna undir lok leiksins þegar hann fékk bolt- ann ókeypis frá varnarmanni ÍR, komst fram hjá markmanninum og lagði boltann í markið. Vel gert hjá Selfyssingnum enda fagnaði hann vel og innilega markinu. Það var síðan dregið í undanúr- slitum mjólkurbikarsins eftir leiki kvöldsins og þar fengu Skagamenn heimaleik gegn Keflavík og Vestri frá Ísafirði, sem sló út Íslandsmeist- ara Vals, tekur á móti bikarmeist- urum Víkings frá Reykjavík. Leikur Skagamanna og Keflvíkinga verð- ur laugardaginn 2. október klukk- an 14 á Akranesvelli og daginn eft- ir mætast Skagamennirnir Jón Þór Hauksson og Arnar gunnlaugsson, þjálfarar Vestra og Víkings, á Olís- vellinum á Ísafirði klukkan 14. vaks Það er ljóst eftir leiki gærkvölds- ins í mjólkurbikar karla í knatt- spyrnu hvaða lið mætast í undan- úrslitunum í byrjun október. Þar mætast lið Skagamanna og Kefl- víkinga annars vegar og lið Vestra og Víkings Reykjavíkur hins veg- ar. Það er skemmtileg staðreynd að þrír þjálfarar þessara undanúrslita- liða eru Skagamenn í húð og hár. Það eru þeir Jóhannes Karl guð- jónsson þjálfari Skagamanna, Jón Þór Hauksson þjálfari Vestra á Ísa- firði og Arnar gunnlaugsson þjálf- ari Víkings. Þá má einnig geta þess að annar af þjálfurum Keflvík- inga, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, er einnig með tengingu við Akra- nes. Hann lék með Skagamönn- um í Landsímadeildinni árin 1998 og 1999 og skoraði átta mörk í 18 leikjum. Hann mætti síðan aftur sex árum síðar í Landsbankadeild- ina með Skagamönnum og skor- aði þá fimm mörk í 15 leikjum og Nota Bene, hann er enn skráður sem leikmaður ÍA! Skagatengingin er því ansi sterk þetta árið í mjólkurbikarnum og nánast öruggt má telja að Skaga- maður muni lyfta bikarnum í ár. vaks meistaraflokkur ÍA varð í tíunda og neðsta sæti Lengjudeildarinnar í knattspyrnu í kvennaflokki í sumar með 15 stig í 18 leikjum, vann fjóra leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði ellefu leikjum. Það er því ljóst að ÍA leikur í 2. deild kvenna á Íslands- mótinu á næsta tímabili og er það í fyrsta skipti í sögu kvennaknatt- spyrnunnar á Akranesi að það ger- ist. Skessuhorn heyrði í Aroni Ými péturssyni sem var einn af þrem- ur í þjálfarateymi Skagakvenna á þessu tímabili. Aðspurður hvort það hafi ekki verið mikið áfall, fyr- ir hann sem þjálfara og stelpurnar, að falla í sumar segir Aron Ýmir að sjálfsögðu hafi það verið gríðarlegt áfall þegar það kom í ljós að það yrði þeirra hlutskipti að falla niður í 2. deild. Hann segir enn fremur að þegar maður hafi lagt líf og sál í eitthvað verkefni og verkefnið mis- tekist að þá sé það alveg skelfileg tilfinning og það eigi bæði við um þjálfarana sem og stelpurnar. Hvernig er staðan á liðinu fyr- ir næsta tímabil? Sérðu fram á að það verði svipaður mannskapur eða verða einhverjar breytingar á liðinu? „Eins og alltaf að þá verða væntanlega einhverjar breytingar á hópnum á milli ára en þó engar staðfestar eins og staðan er núna. Við teljum samt sem áður meist- araflokk kvenna vera á fínum stað leikmannalega séð enda eru marg- ar mjög efnilegar stelpur við það að brjóta sér leið inn í liðið og munu klárlega fá tækifæri til að láta ljós sitt skína á næsta tímabili ef þær halda áfram að leggja hart að sér.“ Aron segir einnig að í hópnum séu stórir karakterar sem munu leiða nýtt lið aftur á þann stað sem áður var og að leikmenn og þjálfarar komi og fari en liðið verði áfram til staðar þrátt fyrir ýmsar svartsýnis- spár á samfélagsmiðlum og enginn sé ómissandi. Óafsakanlegt að falla Nú voruð þið framan af móti á góðum stað í deildinni en soguðust svo í fallbaráttuna þegar líða tók á mótið. Ertu með einhverja skýr- ingu á því? „Lengjudeildin í ár var mjög sterk, liðin jöfn og mikið um óvænt úrslit. En það breytir þeirri staðreynd ekki að það var algjör- lega óafsakanlegt að falla. Þegar lið fellur er það ekki ein skýring eða ástæða heldur fullt af hlutum, bæði þeim sem hægt er að stjórna og svo þeim sem ekki er hægt að stjórna. Leikmenn, þjálfarar og aðrir í kringum liðið gerðu fullt af mis- tökum en það þarf bara að horfast í augu við þau mistök, læra af þeim og halda áfram.“ Aron Ýmir segir varðandi þjálfaramálin hjá liðinu að það sé ljóst að hann og Björn Sólmar Valgeirsson verði ekki áfram með liðið en þeir muni báð- ir vinna í fullu starfi sem þjálfarar hjá ÍA í öðrum verkefnum. Þegar þessu er svarað hafi hann ekki hug- mynd um hvernig staðan á þjálf- aramálunum sé. Burtséð frá gengi liðsins, hvern- ig fannst þér stelpurnar standa sig í sumar heilt yfir? „Eitt af stóru vandamálunum hjá okkur í sumar var stöðugleikinn. Við áttum skín- andi frammistöðu í nokkrum leikj- um en í kjölfarið kom oftar en ekki slök frammistaða, þá bæði hjá ein- staklingum og hjá liðinu. Við viss- um af þessu vandamáli og reyndum eins og við gátum að finna lausnir en því miður tókst það ekki.“ Aron Ýmir segir að lokum að þegar lið- ið spilaði vel þá sýndu stelpurnar hvað þær eru ótrúlega góðar í fót- bolta og skipa frábært lið: „Lykil- atriði er að finna lausnir til þess að þessi góða frammistaða komi oftar og sé stöðugri, ef það tekst þá mun þessi hópur fljúga upp úr 2. deild- inni árið 2022. Ég er klár á því.“ vaks Komnir í undanúrslit í Mjólkurbikarnum Skagamenn setja mark sitt á Mjólkurbikarinn Þjálfarar kvennaliðs Skagamanna í sumar, Björn Sólmar, Aron Ýmir og Unnar Þór Garðarsson sem lét af störfum um miðjan ágúst. Vandamálið í sumar var stöðugleikinn

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.