Skessuhorn


Skessuhorn - 29.09.2021, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 29.09.2021, Blaðsíða 12
MiðVikudaGur 29. sEpTEMBEr 202112 Fyrri talningu atkvæða í Norðvest­ urkjördæmi lauk á áttunda tímanum á sunnudagsmorgun. Þegar leið á daginn kom í ljós skekkja sem leiddi til þess að ákveðið var að telja öll at­ kvæði að nýju í kjördæminu og var talningarfólk kallað í Hótel Borgar­ nes þar sem talið hafði verið nótt­ ina áður og kjörgögnin voru geymd. Við endurtalningu kom í ljós skekkja bæði í heildarfjölda greiddra at­ kvæða og hvernig þau skiptust milli framboða. Tölur breyttust hjá öllum tíu framboðunum sem buðu fram í kjördæminu, frá skekkju upp á eitt atkvæði upp í tíu. Við endurtalningu breyttist jöfnunarþingsætið og hafði auk þess þær afleiðingar að samtals fimm jöfnunarþingsæti á landinu fóru í hringekju þegar landskjör­ stjórn hafði slegið nýjum tölum inn í tölvuna. Eftir endurtalningu at­ kvæða síðdegis á sunnudaginn féll Guðmundar Gunnarssonar oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi út sem jöfnunarþingmaður en í hans stað kom Bergþór Ólason oddviti Miðflokks. Óhætt er að segja að Framsókn­ arflokkur og Flokkur fólksins hafi verið sigurvegarar í kjördæminu, bættu báðir við sig kjördæmakjörn­ um manni frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkur fékk þrjá þing­ menn kjörna; stefán Vagn stefáns­ son sem verður 1. þingmaður kjör­ dæmisins, Lilju rannveigu sigur­ geirsdóttur og Höllu signýju krist­ jánsdóttur. sjálfstæðisflokkur fær tvo menn á þing, líkt og fyrir fjór­ um árum; þau Þórdísi kolbrúnu r Gylfadóttur og Harald Benedikts­ son. Vinstri grænir fá einn þing­ mann; Bjarna Jónsson. Loks verður þingmaður Flokks fólksins Eyjólf­ ur Ármannsson. samfylking missti þingmann sinn í kjördæminu og Miðflokkurinn annan þingmann sinn. Í Norðvesturkjördæmi setj­ ast því á þing þrjár konur og fimm karlar. alls eru 21.548 á kjörskrá í Norð­ vesturkjördæmi; 11.008 karlar og 10.508 konur. 17.668 greiddu at­ kvæði sem er 82% kjörsókn og jafnframt sú mesta á landinu, en í öðrum kjördæmum var hún frá 79­81%. auðir seðlar og ógildir í kjördæminu voru 394. skessuhorn sló síðastliðinn mánu­ dag á þráðinn til nýrra þingmanna Norðvesturkjördæmis og spurði um fyrstu viðbrögð og verkefni fram­ undan. svör þeirra birtast hér á síð­ unni. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins baðst undan að gefa komment á þessari stundu og vísaði þar til þeirrar óvissu sem enn ríkir um hvort fyrsta eða önnur talning atkvæða í kjördæminu verði tekin gild. Nú eða að kosið verði að nýju í kjördæminu. mm Súlurit sem sýnir fylgi flokkanna í NV kjördæmi. Þau verða þingmenn Norðvesturkjördæmis Alþingishúsið í Reykjavík. Væntanlegir 63 þingmenn. Samsett mynd/visir.is „Ég er mjög þakklátur og auðmjúkur eftir svona niðurstöðu. Þetta er glæsileg kosning sem við fáum í þessu kjördæmi og á land­ inu öllu. En þessi niðurstaða er kannski sér­ staklega góð hér, við náum fyrsta þingmanni kjördæmisins og erum með þrjá kjördæma­ kjörna þingmenn þar sem eru aðeins sjö kjördæmakjörnir. Þetta er góður árangur og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem treystu okkur og aðstoðuðu,“ segir stefán Vagn stefánsson nýkjörinn þingmaður Framsókn­ arflokksins í Norðvesturkjördæmi. spurður um þau málefni sem hann ætli að beita sér fyrir á kjörtímabilinu svarar stefán: „Ég ætla að beita mér fyrir kjördæmið. Eins og ég hef margsinnis sagt eru hér fjölmörg verkefni sem þarf að takast á við. Byggðamál eru sérstakt áhugamál hjá mér og ég brenn fyrir þau og hef unnið í þeim síðustu tólf ár í gegnum sveitarstjórn. Ég hlakka til að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem bíða hér í þessu kjördæmi og við verðum líka að horfa á þau með byggðagleraugunum. Þetta á til dæmis við um heilbrigðismál og önnur mik­ ilvæg mál sem við þurfum að ráðast í.“ Hvert verður fyrsta verk stefáns í nýju starfi? „Ætli það verði ekki bara að bjóða góðan dag og koma mér inn á nýja vinnu­ staðinn,“ svarar hann og hlær. „Það er erf­ itt að forgangsraða verkefnum núna, áður en búið er að mynda ríkisstjórn. Ég held að við þurfum bara að bíða og sjá hvernig það verkefni fer. En í mínum huga er það ljóst að niðurstaða kosninganna var að fólk er að kalla eftir stöðugleika en ekki byltingu. Ég held því að stærsta verkefnið verði að við­ halda stöðugleika og byggja ofan á og vinna okkur út úr verkefnum,“ segir stefán Vagn stefánsson fyrsti þingmaður í Norðvestur­ kjördæmi. arg Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokks Fólk er að kalla eftir stöðugleika „Ég er mjög sátt við þessi úrslit, bæði með úr­ slitin í Norðvesturkjördæmi og á landsvísu. Það er mikil gleði í okkar hópi,“ segir Lilja rannveig sigurgeirsdóttir nýkjörinn þing­ maður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjör­ dæmi. aðspurð segir hún sitt helsta baráttu­ mál fyrir komandi kjörtímabil vera að tryggja að ungt fólk geti búið á landsbyggðinni og sjái framtíð í því. „Ég vil styrkja byggðirnar og auka jafnrétti til náms, starfa og búsetu um allt land. Ég vil sjá fleiri störf án staðsetning­ ar og einnig styrkja fjarnám í opinberum skól­ um, ekki bara á stökum námsbrautum,“ segir Lilja. Menntamálin eru henni ofarlega í huga enda sjálf kennaramenntuð og hefur starfað í leik­ og grunnskólum síðan hún lauk stúdents­ prófi. spurð hvert verður hennar fyrsta verk á nýju kjörtímabili hlær Lilja og segist ætla að byrja á að læra á nýja starfið. „Ef ég á að vera heiðarleg held ég að fyrst þurfi ég að komast á jörðina og sjá betur hvernig þingið virkar; læra á störfin þar. Þannig sé ég betur hvernig ég eigi að setja fram mín mál svo þau gangi upp,“ svara Lilja. Hún segir þó eitt mál ofar öðrum á hennar forgagnslista. „Ég hef talað mikið fyrir því að við afnemum öll aldurstakmörk eftir 18 ára. Við eigum að láta hæfni ráða en ekki aldur. Það eru til dæmis ýmis embætti sem fólk þarf að hafa náð ákveðnum aldri til að gegna, eins og til dæmis embætti ríkislögreglustjóra. En til að verða ráðherra þarf aðeins að vera 18 ára og það embætti er samt hærra. Ég vil líka að við getum unnið eins lengi og við viljum. Fólk er fullorðið 18 ára og þá ætti það að ráða hversu lengi það vinnur og hæfnin að ráða hvaða störf það getur fengið,“ segir Lilja rannveig. arg Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Framsóknarflokki Vill afnema aldurstakmörk eftir 18 ára „Ég er náttúrulega afskaplega ánægð með úrslit kosninganna. Þetta var það sem við höfðum fengið á tilfinninguna síðustu vik­ ur baráttunnar, að fylgið væri að færast til okkar. Ég get ekki verið annað en mjög ánægð með þessi úrslit,“ segir Halla signý krist­ jánsdóttir, þingmaður Framsókn­ arflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Ég held að þessi niðurstaða sýni að fólk er að kalla eftir þessum stöðugleika sem hefur verið,“ bæt­ ir hún við. spurð fyrir hvaða málefnum hún ætli að beita sér á nýju kjörtíma­ bili segir Halla signý: „Ég ætla að halda áfram á sömu línu og áður. Við komum í gegn kerfisbreyting­ um í þjónustu við börn og þurfum að yfirfæra þær breytingar á fleiri hópa. Við þurfum áframhaldandi uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni, að vera með nóg af húsnæði og sveigjanleika í hús­ næðismálum. Við þurfum líka að halda áfram í að byggja upp at­ vinnu á landsbyggðinni og að bæta samgöngur. Við þurfum að jafna raforkukostnað í dreifbýli og bæta og jafna þjónustu um allt land, eins og til dæmis heilbrigðisþjónustu.“ En hver verða fyrstu verk Höllu signýjar á nýju kjörtímabili? „Núna, fyrsta vinnudaginn á nýju kjörtímabili, held ég að ég þurfi að bæta veðrið! Ég á að vera mætt á fund en sit hér heima, kemst ekk­ ert og sé ekki yfir í næsta hús. Það er ekki flogið því úti er bylur og 10­20 cm snjór yfir öllu. En vetr­ arþjónustan er einmitt málefni sem við þurfum að standa vörð um. Það er mikilvægt þegar fólk er að fara á milli staða til vinnu eða skóla að vetrarþjónustan sé í lagi,“ segir Halla signý kristjánsdóttir þing­ maður Framsóknarflokksins. arg Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki Ætlar að halda áfram á sömu línu Bergþór Ólason Miðflokki

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.