Skessuhorn


Skessuhorn - 29.09.2021, Side 15

Skessuhorn - 29.09.2021, Side 15
MiðVikudaGur 29. sEpTEMBEr 2021 15 Safnahús Borgarfjarðar Myndlistarsýning Jóhönnu L. Jónsdóttur verður opnuð í Hallsteinssal laugardaginn 2. október n.k. kl. 13.00. Myndirnar sem Jóhanna sýnir eru fantasíur sem fæðst hafa í huga hennar þegar hún starir á auðan strigann og umbreytir honum. í verkum hennar er að finna innblástur frá árstíðabundnum litum og birtu í íslenskri náttúru. Allir velkomnir. Opið verður til kl. 15:00 á opnunardaginn. Gestir eru beðnir að virða gildandi sóttvarnarreglur. Verði breytingar á fyrirkomulagi verður það kynnt á www.safnahus.is. Sýningin er í Hallsteinssal í Safnahúsinu að Bjarnarbr. 4-6 í Borgarnesi. Sýningin verður opin kl. 13:00-15:00 á opnunardaginn en eftir það 13:00- 18:00 virka daga. Ókeypis aðgangur. 433 7200 - www.safnahus.is Sýning á verkum Jóhönnu L. Jónsdóttur 02.10. - 04.11. 2021 Fantasíur - sýningaropnun Það var góð stemning á mánudaginn þegar Félagsstarf akraneskaupstað­ ar flutti formlega í nýja húsnæðið á dalbraut 4. Þar fór fram kynning á starfseminni sem verður í vetur og þar má nefna almenna handavinnu, föndurnámskeið ásamt ýmsum nýj­ ungum sem kynntar verða síðar. að sögn ingigerðar Guðmundsdóttur hjá akraneskaupstað verður vetr­ arstarfið opið alla virka daga milli klukkan 10 og 16 og segir hún að allir séu velkomnir og hvetur fólk til að mæta og kynna sér starfsem­ ina. Mjög góð mæting var á kynn­ inguna, eða vel yfir 80 manns. Boð­ ið var upp á kaffi og léttar veitingar sem fóru vel í mannskapinn. vaks/ Ljósm. ki. Nemendur á yngsta stigi í Grunn­ skóla snæfellsbæjar á Hellissandi skelltu sér í árlega berjaferð sína föstudaginn 10. september í góðu haustveðri. Farið var með rútu út fyrir snæfellsjökul, stoppað á sama stað eins og svo oft áður á móts við saxhól. Þar er gott berjaland og aðstæður góðar fyrir ungt ber­ jatínslufólk. Berjaspretta á landinu hefur verið misjöfn en fullt var af berjum eins og börnin orðuðu það. Þriðji bekkur mun svo sulta úr sín­ um berjum og fara með sultu heim en bæði berjaferðin og sultugerð­ in er hluti af námskrá skólans í Átt­ hagafræði. þa Fyrir tveimur árum ákvað rótarý­ klúbbur Borgarness að standa fyr­ ir atvinnusýningu í Hjálmakletti í Borgarnesi. Vegna heimsfarald­ ursins varð hins vegar ekkert af sýningunni á þeim tíma en nú er blásið til sóknar að nýju og verður viðburðurinn 30. október næst­ komandi. „Markmið verkefnisins er sem fyrr að gefa rekstraraðilum á starfssvæði klúbbsins tækifæri til að kynna starfsemi sína á heima­ vettvangi og vekja þannig athygli samfélagsins á hinni fjölbreyttu starfsemi sem fer fram á svæðinu. Jafnframt og ekki síður að efla samstöðu rekstraraðila á þeirra heimasvæði,“ segir í tilkynn­ ingu frá klúbbnum. Í tengslum við fyrirtækjakynninguna verður haldin málstofa undir yfirskrift­ inni „Matvælalandið Ísland“ með áherslu á loftslagsmál og kolefn­ isspor. Væntanlegir þátttakendur geta fengið nánari upplýsingar hjá Bir­ nu G. konráðsdóttur í síma 864­ 5404 og Margréti Vagnsdóttur í síma 895­1535. mm Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Föst. 10 —17 Laugardaga 11—15 HAUSTTILBOÐ 20% afsláttur af öllum innréttingum út október Félagsstarf Akraneskaupstaðar flutt á Dalbraut Svipmynd frá fyrstu atvinnusýningunni sem klúbburinn stóð fyrir. Ljósm. úr safni/mm. Rótarýklúbburinn stefnir á atvinnusýningu í Borgarnesi Fóru í sína árlegu berjaferð

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.