Skessuhorn


Skessuhorn - 29.09.2021, Side 16

Skessuhorn - 29.09.2021, Side 16
MiðVikudaGur 29. sEpTEMBEr 202116 Í tilefni af degi íslenskrar nátt­ úru 16. september síðastliðinn var landsátakinu Hvar er?, sem Land­ mælingar Íslands og stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræð­ um standa fyrir, hleypt af stokk­ unum. Átakið hófst formlega deg­ inum áður í félagsheimlinu Lyng­ brekku á Mýrum með því að Guð­ mundur ingi Guðbrandsson, um­ hverfis­ og auðlindaráðherra skráði fyrsta örnefnið á heimaslóðum sín­ um á Brúarlandi á Mýrum. Í kvarðanum, rafrænu frétta­ bréfi Landmælinga Íslands, segir að markmiðið með átakinu sé að staðsetja sem flest örnefni úr örnef­ naskrám sem nýlega voru gerðar aðgengilegar á vefnum Nafnið.is. Örnefnaskrárnar eru um 12.500 talsins og innihalda um 500.000 örnefni. „Í örnefnaskránum er staðsetningu örnefnanna lýst en til að staðsetja þau nákvæmlega í landinu er nauðsynlegt að fá hjálp frá staðkunnugum á hverju svæði. Til að auðvelda þá vinnu og fjölga skráningaraðilum örnefna var Hvar er? verkefnið sett á laggirnar. Gag­ nagrunnar Árnastofnunar og Land­ mælinga Íslands voru samtengdir og til að hefja skráningu er nóg að skrá sig með Íslykli eða rafrænum skilríkjum og gefa upp tengsl við staðinn sem örnefnaskráin nær yfir. Einfaldur örnefnaritill var þróaður fyrir verkefnið en fyrir þá sem ekki treysta sér í rafræna skráningu eru aðrar aðferðir í boði.“ mm akraneskaupstaður ákvað árið 2020 að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langasand­ ssvæðisins á akranesi í samstarfi við FÍLa, Félag íslenskra landslagsarki­ tekta. Markmiðið með samkeppn­ inni var að fá hugmyndir um fram­ tíðarskipulag svæðisins í heild sem tengir m.a. strandsvæði, skólasvæði, framtíðar uppbyggingarreit og hafn­ arsvæðið. svæðið er um 35 hektarar að stærð og er stór hluti þess innan hverfisverndar í gildandi aðalskipu­ lagi. Það nær yfir útivistarsvæði frá Leynisfjöru, sólmundarhöfða, með fram Langasandi að Faxabraut. Eft­ ir svæðinu liggur strandstígur og á því er íþróttasvæðið að Jaðarsbökk­ um, íbúðabyggð á sólmundarhöfða, hjúkrunar­ og dvalarheimilið Höfði sem og fjölbýlishús við Garðabraut, Höfðabraut og Jaðarsbraut. apríl arkitektar, kanon arki­ tektar og Landmótun sf. ásamt sei stúdíó voru þau þrjú teymi sem tóku þátt í hugmyndasamkeppn­ inni en þau voru formlega dregin út í útdrætti þann 20. mars 2021. síðastliðinn föstudag var tilkynnt um sigurvegara í hugmyndasam­ keppni um Langasandinn. Það var teymi Landmótunar og sei stúdíós sem bar sigur úr býtum. ragnar B. sæmundsson, formaður skipulags­ og umhverfisráðs akraneskaup­ staðar og formaður dómnefndar­ innar, sagði þegar tilkynnt var um sigurvegara að dómnefndin hefði verið einróma um sína niðurstöðu: „Þykir vinningstillagan í þessari samkeppni sannfærandi og höfðar til allra notenda. Ásamt því virðir hún þolmörk og staðaranda svæðis­ ins. Tillagan Langisandur fyrir alla er val dómnefndar um sigurvegara í hugmyndasamkeppninni um skipu­ lag og hönnun Langasandssv æðis­ ins á akranesi.“ Langisandur fyrir alla Í umsögn dómnefndar um vinnings­ tillöguna kom eftirfarandi fram: „Tillagan Langisandur fyrir alla er lágstemmd en full næmni sem dregur fram fegurð og notagildi svæðisins. Þá ber að nefna hvern­ ig aðgengi að sandinum og sjónum er aukið á einstakan hátt með að­ gengi fyrir alla í fyrirrúmi. ramp­ ar liggja sitt hvort megin niður með grjótgarði og mætast á svæði með útisturtum og þaðan áfram með steyptri bryggju út í sjó. annars vegar frá Jaðarsbraut úr vestri sem tengir þannig svæðið við sements­ reitinn og hins vegar frá akranes­ velli og aggatorgi úr austri. Þannig geta allir öðlast dýrmætt aðgengi að sjónum. Á milli akraneshallarinnar og fótboltavallanna er síðan göngu­ svæði sem leiðir upp í hverfið fyrir ofan og þaðan með aflíðandi rampi niður að sjó, út að Merkjaklöpp, en slítur þó ekki gönguleið í gegn­ um svæðið þar sem hún fer yfir á göngubrú. Bátaleiga við rampinn er skemmtilega leyst undir torgsvæði í góðum tengslum við rampinn og sjóinn. Greining á náttúrulegum línum og hæðarlegu í Merkjaklöpp er yfirfærð á sannfærandi hátt í út­ færslu stígsins og göngubrú. Torg­ svæði milli íþróttahallar og akra­ nesvallar er fjölnota og auðvelt að sjá fyrir sér mikið líf skapast á því svæði við ýmis tilefni. Fyrrgreint svæði nær að svæði Guðlaugar með fallegri útfærslu á útsýnis­ og sól­ palli. Þá er stúkan skemmtilega útfærð með hugmyndum að fjöl­ breyttri starfsemi og fellur hönn­ un hennar vel umhverfi svæðisins. Ljósvistarskipulag tillögunnar er metnaðarfullt og settar eru fram tillögur um upplýsta áningarstaði með fram gönguleið. Tillagan sker sig frá öðrum tillögum með þessari áherslu.“ vaks Landsátak hafið í staðsetningu örnefna Eydís Líndal Finnbogadóttir forstjóri Landmælinga íslands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Ragnhildur Helga Jónsdóttir aðjúnkt í Landbúnaðarháskóla Íslands fluttu erindi við setningu landsátaksins um staðsetningu örnefna. Ljósm. LMÍ/ Kvarðinn. Kynntu niðurstöðu dómnefndar í hugmyndasamkeppni um Langasand Landmótun ásamt Sei Stúdíói eru sigurvegarar hugmyndasamkeppninnar um Langasand. Ljósm. vaks Sigurvegar ásamt forsvarsmönnum Akraneskaupstaðar. Ljósm. vaks. Myndir af vinningstillögunni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.