Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Síða 6

Skessuhorn - 10.11.2021, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 20216 Óhapp við Hafnarfjall VESTURLAND: Ökumaður trailers með gám í eftirdragi missti stjórn á bílnum undir Hafnarfjalli um miðjan dag á laugardag. Snjóþekja og krapi var á veginum. Ökumaður var ómeiddur en bíllinn nokkuð skemmdur. Dráttarbíl þurfti til að ná bæði bíl og gám upp á veg að nýju. -frg Varð fyrir barðinu á net- glæpamönnum VESTURLAND: Aðili kom á lögreglustöð í landshlut- anum í nýliðinni viku og til- kynnti að teknar hefðu ver- ið tæpar 260 þúsund krón- ur út af bankareikningi hans í heimildarleysi. Hann sagðist hafa fengið tölvupóst um að hann ætti pakka á pósthúsin- um. Í póstinum voru leiðbein- ingar og hlekkur sem hann smellti á enda fullviss um að sendingin væri frá Póstin- um. Svo reyndist ekki vera og daginn eftir hafði framan- greind fjárhæð verið dregin af reikningnum. Haft var sam- band við greiðslukortafyrir- tæki sem lokaði reikningn- um en þar sem um debetkort var að ræða getur verið snúið að ná slíku til baka. Lögregla segir að slíkum tilkynningum fjölgi stöðugt og hvetur fólk til að vera á varðbergi gagn- vart slíkum póstum. -frg Ölvunarakstur AKRANES: Lögreglumenn á eftirlitsferð stöðvuðu för öku- manns á Akranesi um hádeg- isbil á laugardag vegna gruns um ölvun við akstur. Hann blés síðan yfir leyfilegum mörkum og var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Mál hans fór síðan í hefðbundið ferli. -frg Ók í veg fyrir sjúkrabíl VESTURLAND: Ekið var í veg fyrir sjúkrabíl sem ekið var um Borgarfjarðarbraut í forgangsakstri á sunnudaginn. Ökumaður sjúkrabílsins var að taka fram úr nokkrum bílum þegar ökumaður eins þeirra beygði skyndilega í veg fyr- ir sjúkrabílinn. Hliðarspegl- ar bílanna rákust saman en bílarnir skemmdust ekki að öðru leyti. Vart þarf að taka fram hversu mikilvægt fólk sé á varðbergi gagnvart for- gangsakstri viðbragðsaðila þar sem mannslíf geta oltið á því að náð sé nógu snemma á vett vang. -frg Þorrablót Skaga- manna 2022 AKRANES: Komin er dag- setning á Þorrablót Skaga- manna sem er haldið ár hvert í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Það verður laugar- daginn 22. janúar á næsta ári og ljóst að öllu verður til tjald- að. Umsjón með þorrablótinu er í höndum árgangs 1979. -vaks Með snjóskafl á framrúðunni BORGARNES: Lögreglu- menn á eftirlitsferð í Borg- arnesi stöðvuðu för öku- manns sem ók um með hrím- aða framrúðu og skafl að auki. Hafði hann lítið gægju- gat svo hann sæi nú til við aksturinn. Hann fékk sekt. Lögregla hvetur ökumenn til þess að hreinsa vel af rúð- um bifreiða áður en ekið er af stað, nú þegar kólna fer í veðri. -frg Ók bremsulaus á bílskúrshurð BORGARNES: Skömmu eftir miðnætti á föstudags- kvöld barst lögreglu tilkynn- ing um að bíll hefði skyndi- lega orðið bremsulaus þegar ekið var niður vegarspotta í Borgarnesi með þeim af- leiðingum að hann lenti á bílskúrshurð. Hurðin brotn- aði en bíllinn fór þó ekki í gegnum hana. Ökumaður var ómeiddur en bíllinn var nokkuð skemmdur. Þykir mildi að ekki hafi farið verr. -frg Bílvelta á Snæfellsnesi SNÆFELLSN: Bílvelta varð á Snæfellsnesvegi, gegnt Rauðkollsstöðum, að- fararnótt mánudags. Þar fór flutningabifreið út af veg- inum og hafnaði á hliðinni. Loka þurfti veginum á með- an farmur var fjarlægður og bifreiðinni komið upp á veg. Aðstoðaði lögregla og björg- unarsveitin Klakkur við um- ferðarstjórn á meðan á að- gerðum stóð. -frg Björgunarsveitir á Vesturlandi voru klukkan 13 á laugardaginn kallað- ar út á Langjökul. Ungur maður hafði slasast á fæti og komst ekki af sjálfsdáðum niður af jöklinum. Hann hafði verið farþegi á gúmmí- slöngu sem dregin var af bíl. Skyggni var lélegt og þar að auki voru þeir á sprungusvæði. Sam- ferðafólk mannsins treysti sér ekki til að flytja hann um borð í bíl og aka til móts við sjúkrabíl. Fóru því sjúkraflutningamenn í fylgd björg- unarsveita á jeppum upp á jökul- inn. Þegar komið var á vettvang var búið um hinn slasaða, honum komið vel fyrir á sjúkrabörum og hann fluttur í björgunarsveitarbíl í sjúkrabíl í Húsafelli. Útkallinu var lokið þegar all- ir viðbragðsaðilar voru komnir í bækistöð skömmu fyrir kvöldmat. Vel gekk að flytja manninn en þó þurfti að gæta fyllsta öryggis þar sem mikið er af sprungum á jökl- inum. mm/ Ljósm. Landsbjörg Tjaldsvæði í Snæfellsbæ voru vel nýtt á liðnu sumri. Í heildina dvöldu 10.140 gestir á tveimur tjaldsvæð- um í Ólafsvík og á Hellissandi í sumar og fjölgaði um rúm 87,3% frá síðasta sumri, en hafa verður í huga að á síðasta ári voru óvenjufá- ir ferðamenn á landinu vegna kór- ónaveirufaraldursins. Frá þessu er greint á heimasíðu sveitarfélagsins. „Í sumar var áberandi mest að gera í ágúst, en þann mánuð dvöldu á tjaldsvæðunum 3.617 gestir. Það er þó einkum gestafjöldi í sept- ember sem vekur athygli, en þá dvöldu 2.225 á tjaldsvæðunum og er það nokkurn veginn á pari við árin 2017, 2018 og 2019 þegar um- talsvert fleiri ferðamenn komu til landsins en nýliðið sumar. „Vek- ur það vonir um að aðsókn gesta verði meiri á næsta ári og e.t.v. nær heildarfjöldanum á árunum fyrir kórónuveiru,“ segir í frétt Snæfells- bæjar. mm Sóttu slasaðan mann á Langjökul Búið um manninn til flutnings af jöklinum. Tjaldsvæði Snæfellsbæjar vel nýtt í sumar Nýja þjónustuhúsið á tjaldsvæðinu á Hellissandi undir lok septembermánaðar. Ljósm. SNB. Í Húsafelli beið sjúkrabif- reið sem flutti manninn á sjúkrahús.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.