Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Page 10

Skessuhorn - 10.11.2021, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 202110 Um 160.000 manns um land allt verða boðaðir í örvunarbólusetn- ingu fyrir áramót. Á höfuðborgar- svæðinu verður bólusett í Laugar- dalshöllinni á tímabilinu 15. nóv- ember til 8. desember á mánu- dögum, þriðjudögum og mið- vikudögum. Örvunarskammtar eru ætlaðir þeim sem þegar eru bólusettir og fengu síðari bólu- efnaskammtinn fyrir a.m.k. sex mánuðum. Fólk verður boðað með strikamerki sem send verða í smáskilaboðum (SMS). Þeir sem áður hafa fengið boð í bólu- setningu en ekki þegið hana, eru hvattir til að mæta. Allir sem geta ættu að láta bólusetja sig „Bólusetningar við Covid-19 hafa skilað miklum árangri hér á landi. Framkvæmd bólusetninga gekk hratt og vel og almenn þátt- taka var með því mesta sem þekk- ist meðal þjóða,“ segir í tilkynn- ingu frá heilbrigðisráðuneytinu. Í nýrri samantekt embættis sótt- varnalæknis er fjallað um ávinn- ing bólusetningar. Þar kemur fram að einstaklingur sem á í nán- um samskiptum við Covid-smit- aðan einstakling er 50% ólíklegri til að smitast hafi hann fengið fulla grunnbólusetningu en væri hann óbólusettur. Líkur á alvar- legum veikindum hjá bólusett- um einstaklingi sem smitast eru jafnframt um fimmfalt lægri en hjá óbólusettum. Sá sem er bólu- settur en smitast samt af Covid-19 er enn fremur mun ólíklegri til að smita aðra. Því ættu þeir sem enn hafa ekki verið bólusettir við Covid-19 að fara í bólusetningu hið fyrsta. Hvers vegna þarf örvunarskammt? Lönd sem náð hafa góðum ár- angri í bólusetningum með al- mennri þátttöku urðu fyrir mikl- um áhrifum af delta-afbrigði kór- ónuveirunnar í sumar. Ísraelar sem voru í fararbroddi í bólusetn- ingum komust að raun um – og fengu staðfest með gögnum – að því lengri tími sem liðinn var frá því að einstaklingur fékk seinni bóluefnaskammtinn, því meiri líkur voru á að hann smitaðist af delta-afbrigðinu, samanborið við þá sem nýlega höfðu verið bólu- settir. Þeir mæltu í kjölfarið með því að fólk fengi örvunarskammt af bóluefni Pfizer og benda rann- sóknir til þess að þannig megi draga verulega úr líkum á smiti eða alvarlegum veikindum. Nán- ar er fjallað um þetta í samantekt sóttvarnalæknis. Forsenda þess að ná tökum á útbreiðslunni Í samantekt sóttvarnalæknis seg- ir m.a: „Góð þátttaka í örvunar- bólusetningum gegn Covid-19, sambærileg við það sem var í grunnbólusetningum í vor, er forsenda þess að við náum tökum á útbreiðslunni nú í vetur án veru- legra samfélagshafta.“ Örvunar- bólusetning verður boðin öll- um 16 ára og eldri þegar a.m.k. 6 mánuðir eru liðnir frá grunnbólu- setningu. mm Örvunarbólusetning verður í boði Bólusett á Akranesi fyrr á þessu ári. Nú hefur verið ákveðið að bjóða upp á örvunarbólusetningu. Ljósm. mm. Kröftug kóvidbylgja gekk yfir landið í byrjun síðustu viku og náði víða útbreiðslu. Við íbúar á Vest- urlandi voru óþægilega minntir á að þetta er ekki búið. Heilbrigð- isráðherra ákvað í ljósi aðstæðna þegar leið á vikuna að skerpa lítið eitt á sóttvarnareglum. Fólu þær breytingar í sér að samkomutak- markanir eru nú við 500 gesti, opn- unartími skemmtistaða hefur ver- ið styttur um tvær klukkustundir þannig að nú verður síðasti mað- ur að vera farinn út á miðnætti. Grímuskylda var tekin upp að nýju þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð. Deildar meiningar voru um þessar tillögur á fundi rík- isstjórnar á föstudag, en Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sat við sinn keip og gaf út reglu- gerð. Horfið hefur verið frá tilslök- un takmarkanna sem taka áttu gildi 18. nóvember næstkomandi. Veiran sungin inn Strax í byrjun vikunnar var ljóst að veiran fann sér greiða smitleið sem rakin var til karókí söngskemmtun- ar á Akranesi laugardagskvöldið fyr- ir hálfri annarri viku síðan. Nú hafa 130 smit verið rakin til skemmtun- arinnar sem og afleidd smit í kjöl- farið. Gríðar umfangsmikil skim- un átti sér svo stað á Akranesi í síð- ustu viku. 75 voru fljótlega komnir í einangrun og í gær var fjöldi smit- aðra í heilsugæsluumdæminu kom- inn í 132 og 127 voru að auki í sótt- kví. Þegar mest var voru á fimmta hundrað í sóttkví á Akranesi. Því er óhætt að segja að um faraldur hafi verið að ræða. Bæjaryfirvöld tóku snarpa ákvörðun á fimmtudags- morgun og brugðust við ástandinu með að láta frá hádegi sama dag loka stofnunum fram að helgi, þar sem fjöldi starfsmanna var ýmist smitaður eða kominn í sóttkví. Féll því öll starfsemi niður í leikskól- um, grunnskólum, tónlistarskóla og frístundastarfi á vegum bæjarfé- lagsins auk staðnáms í FVA. Nem- endum FVA var kennt í fjarnámi en mæta í skólann í dag, miðvikudag. Þá voru allar æfingar hjá ÍA felld- ar niður til mánudag auk þess sem fjöldi viðburða var blásinn af. Segja má að í bæjarfélaginu hafi verið umfangsmikið „lockdown“ í fjóra daga vegna ástandsins. Smituðum í Borgarnesi fjölgaði sömuleiðis lítillega milli daga í síð- ustu viku, þar voru 16 í einangrun um miðja vikuna en fjölgaði í 24 þegar leið að helgi. Í gærmorgun kom svo upp hópsýking í Grundar- firði þar sem átta voru komnir í einangrun og 50 að auki í sóttkví. Metfjöldi smita Metfjöldi smita greindist á landinu öllu í gær, eða 168 og var meirihlut- inn utan sóttkvíar við greiningu. Því má fastlega búast við að fjöldi smita verði greind í þessari viku. Smit höfðu ekki fyrr frá upphafi faraldursins verið greind á ein- um degi. Flestir voru í einangr- un með virkt smit á höfuðborgar- svæðinu en Vesturland vermdi hið vafasama annað sæti. Að sögn Þór- is Bergmundssonar sóttvarnalæknis hjá HVE á Vesturlandi er ekki mik- ið um alvarleg veikindi hjá smit- uðum enn sem komið er. „Nokkr- ir eru með slæm inflúensueinkenni. En það er bara rúm vika síðan þetta kom upp og þessi alvarlegu veikindi koma ekki fram fyrr en eftir þann tíma,“ sagði Þórir í samtali við fréttavef RÚV í gær. Hann sagði Ný bylgja Covid-19 skekur samfélagið meðal annars á Vesturlandi þó jákvætt að dregið hafi talsvert úr fjölda daglegra smita á Akranesi, en lýsti áhyggjum með fjölda smita sem eru að greinast í Grundarfirði, miðað við íbúafjölda í ekki stærra bæjarfélagi. Staðan í gær Samkvæmt tölum Lögreglunnar á Vesturlandi í gær hafði enn fjölg- að í hópi smitaðra í landshlutanum. Þeir voru þá 168 talsins og 203 að auki í sóttkví. Helsta breyting frá deginum áður var sú að það hafði fjölgað um 14 í einangrun á Akra- nesi og átta staðfest smit höfðu ver- ið greind í Grundarfirði, bæjarfé- lagi sem hafði þá um hríð verið án greindra smita. Þá fækkaði smituð- um í Dölum þar sem einungis einn var enn í einangrun. Því virðist sem tekist hafi að kveða bylgjuna í Döl- um niður, en hún var býsna skæð í októbermánuði þegar um tíma þriðjungur íbúa var ýmist í ein- angrun eða sóttkví. Tölurnar fyrir Vesturland í gær voru þannig að á Akranesi eru 132 í einangrun og 127 í sóttkví. Á svæði Heilsugæslustöðvar HVE í Borg- arnesi eru 24 í einangrun og 27 í sóttkví. Í Grundarfirði voru 8 í einangrun og 39 í sóttkví. Í Ólafs- vík voru þrír í einangrun og sex í sóttkví. Loks í Búðardal var einn í einangrun og fjórir í sóttkví. Stykk- ishólmur var í gær eina svæðið án smits á Vesturlandi. Óbreyttar ráðstafanir á landamærum Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreytta reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á landa- mærum vegna Covid-19, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Reglu- gerðin gildir til 15. janúar 2022. Ástæðan er mikil fjölgun smita inn- anlands að undanförnu. Sóttvarna- læknir bendir á að faraldurinn sé í töluverðum vexti, þeim fari fjölg- andi sem veikjast alvarlega og far- aldurinn sé farinn að hafa íþyngj- andi áhrif á starfsemi Landspítala sem nú er á neyðarstigi. Um 2% þeirra sem greinast með Covid-19 þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. mm Á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Grundarfirði hefur verið mikið annríki undan- farna daga. Ljósm. tfg Covid faraldurinn var um miðja síðustu viku í skyndilegri sókn á Akranesi. Mikill fjöldi fólks var mættur í sýnatöku eftir hádegið á miðvikudeginum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Náði röðin um tíma alla leið bak við hjólbarðaverkstæði N1 við Dalbraut, en sýnatakan fór eins og áður fram við sjúkrabílaskýlið við Þjóðbraut 11. Þegar myndin var tekin stóðu 178 manns í röðinni. Raðir af svipaðri stærðargráðu áttu svo eftir að myndast alla næstu daga. Ljósm. frg.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.