Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Side 13

Skessuhorn - 10.11.2021, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 13 Stefnt verður að því að fundurinn fari fram um leið og aðstæður leyfa og verður auglýsing send út þegar þar að kemur. Opnum kynningarfundi frestað Qair Iceland ehf. áformar að reisa vindorkugarðinn Múla. Þróunarverkefnið er matsskylt skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, tl. nr. 3.02 í 1. viðauka laganna. Vegna covid ráðstafana stjórnvalda og fjölgunar smita í samfélaginu hefur fyrirhuguðum kynningarfundi vegna vindorkuverkefnisins Múla sem fram átti að fara fimmtudagskvöldið 11. nóvember kl. 20:00 verið frestað um óákveðinn tíma. Fjarnám Mögulegt er að stunda fjarnám við Menntaskóla Borgarfjarðar Leiðsagnarmat – engin hefðbundin lokapróf Verkefnamiðað nám Stúdentsprófsbrautir: Félagsfræðabraut Náttúrufræðibraut Náttúrufræðibraut – búfræðisvið í samstarfi við Lbhí Íþróttabraut (félagsfræða- eða náttúrufræðisvið) Opin braut Annað nám: Framhaldsskólabraut Starfsbraut Viðbótarnám til stúdentsprófs SK ES SU H O R N 2 02 1 Innritun á vorönn 2022 Nánari upplýsingar veita: Innritun fyrir nám á vorönn 2021 fer fram rafrænt á menntagatt.is eða á skrifstofu skólans dagana 1. – 30. nóvember 2020 Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu skólans www.menntaborg.is, á menntaborg@menntaborg.is og í síma 433-7700 S K E S S U H O R N 2 02 1 Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að skipulagstillaga Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan samanstendur af forsenduhefti, umhverfisskýrslu, greinargerð, skipulagsuppdrætti fyrir þéttbýlin Krossland og Melahverfi ásamt sveitarfélagsuppdrætti. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 tekur við af Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Í nýja aðalskipulaginu er stuðlað að hagkvæmri þróun byggðar á svæðinu, m.a. með því að skapa sem best skilyrði fyrir atvinnu upp bygg ingu og blómlegt mannlíf til að gera búsetu á svæðinu eftirsóknarverða. Áfram verður stuðlað að öflugum landbúnaði, áframhaldandi fjölbreyttri iðnaðarstarfsemi og fjölbreyttum atvinnutækifærum s.s. við ferðaþjónustu, skógrækt, umhverfisvernd og heilsueflandi starfsemi. Skipulagsgögn eru aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins; https://www.hvalfjardarsveit.is/ Aðalskipulagið er enn á vinnslustigi, en nú gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir áður en tillaga fer í formlegt auglýsingaferli. Frestur til að skila inn ábendingum rennur út þriðjudaginn 30. nóvember 2021 og skal skilað skriflega á netfangið adalskipulag@hvalfjardarsveit.is eða með bréfpósti stílað á skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranesi. Kynningafundur verður auglýstur síðar. Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar Ákveðið hefur verið að ferðakaup- stefnan Mannamót markaðsstofa landshlutanna snúi aftur í janúar. Viðburðurinn hefur skipað sess sem einn sá allra mikilvægasti í íslenskri ferðaþjónustu. Þar gefst samstarfs- fyrirtækjum markaðsstofanna í öll- um landshlutum tækifæri til að kynna sig fyrir fólki í ferðaþjónustu sem starfar á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel koma á nýjum viðskipta- samböndum. Árið 2021 var Manna- móti frestað vegna heimsfaraldurs Covid-19, eins og svo mörgum öðr- um stærri viðburðum. „Nú þegar ferðaþjónustan er aftur að komast á skrið er tilhlökkunin eftir því að hittast í Kórnum í Kópavogi í janú- ar orðin mikil og nú þegar hafa fjöl- mörg fyrirtæki og gestir skráð sig til þátttöku,“ segir í tilkynningu frá Markaðsstofu Vesturlands. Fyrirtæki frá Vesturlandi hafa ávallt fjölmennt á Mannamót og kynnt það sem er í boði í ferða- þjónustu á svæðinu. Undanfarin ár hafa færri sýnendur komist að en vilja og því mikilvægt fyrir sam- starfsfyrirtæki að ganga frá sinni skráningu sem fyrst. „Sem fyrr seg- ir verður sýningin haldin í Kórn- um í Kópavogi, fimmtudaginn 20. janúar á milli 12 og 17. Enginn að- gangseyrir er fyrir gesti sem mæta á viðburðinn, en þeim er þó bent á að skrá sig áður en þeir mæta svo auðveldara sé að áætla fjölda gesta. Hægt er að skrá sig á www. markadsstofur.is Nánari upplýs- ingar veitir verkefnastjóri markaðs- mála hjá Markaðsstofu Vesturlands, Björk Júlíana Jóelsdóttir, bjork@ west.is“ mm Skráning hafin fyrir Manna- mót landshlutanna í janúar

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.