Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Síða 15

Skessuhorn - 10.11.2021, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 15 Starf yfirverkstjóra við þjónustustöð Vegagerðarinnar í Borgarnesi er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða. FAGMENNSKA ÖRYGGI FRAMSÝNI ÞJÓNSUTA Starfssvið • Almenn þjónusta og viðhald vega sem og vegbúnaðar á svæði þjónustustöðvarinnar. Viðhald og þjónusta á malarvegum og bundnu slitlagi, umsjón með áhaldahúsi. Eftirlit og stjórnun verkefna í sumarþjónustu sem og samskipti við verktaka. Eftirlit í vetrarþjónustu með færð á vegum, upplýsingagjöf og stjórnun snjómoksturs í samvinnu við vaktstöð Vegagerðarinnar. Samskipti og eftirlit með verktökum í vetrarþjónustu. • Reikningsuppgjör og kostnaðareftirlit, verðfyrirspurnir, fjárhagsuppgjör og gerð einfaldari útboðslýsinga. Menntunar- og hæfniskröfur • Almennt grunnnám, iðnmenntun æskileg • Marktæk reynsla af stjórnun • Reynsla af kostnaðareftirliti, verkeftirliti og fjárhagsuppgjöri • Verkstjórnarnámskeið er æskilegt • Góð íslenskukunnátta • Góð tölvukunnátta • Starfsreynsla sem nýtist í starfi • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og Sambands stjórnendafélaga. Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2021. Sótt er um starfið á vef Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Lyngmo deildarstjóri þjónustudeildar (kristinn.g.k.lyngmo@vegagerdin. is) eða í síma 522 1000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Yfirverkstjóri ber ábyrgð á rekstri og verkefnum þjónustustöðvarinnar. Hann sér til þess að verkefni séu leyst samkvæmt verklagsreglum, skipuriti og markmiðum Vegagerðarinnar. SK ES SU H O R N 2 02 1 YFIRVERKSTJÓRI Í BORGARNESI Síðastliðinn föstudag var birt yf- irlýsing á vef Borgarbyggðar með fyrirsögninni; „Áskorun og ákall vegna Brákareyjar.“ Í henni er far- ið yfir forsögu þess að húsum í eigu sveitarfélagsins í Brákarey, sem byggð voru sem frystihús, slátur- hús og fjárrétt, var lokað í febrú- ar síðastliðnum að kröfu eldvarna- eftirlits og byggingafulltrúa. Hús- næðið hafði þá um árabil verið í notkun ýmissa félaga og klúbba auk þess sem nokkur atvinnufyr- irtæki höfðu þar aðstöðu. Í yfir- lýsingunni er meðal annars greint frá því að erindi sem slökkviliðs- stjóri sendi sveitarfélaginu á árun- um 2012-2015 um úttektir á hús- næði gamla sláturhússins hafi aldrei verið lagt fyrir byggðarráð. Um það segir: „Um er að ræða mistök af hálfu sveitarfélagsins og skort á verklagsreglum.“ Þá kemur fram að Verkís hafi unnið kostnaðarmat á lagfæringum á húsunum og komist að þeirri niðurstöðu að það myndi kosta sveitarfélagið rúmar 654 milljónir að láta laga, og í sumum tilvikum rífa, húsnæði til þess að það uppfyllti skilyrði um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum. Forsvarsmenn sveitarfé- lagsins telja óraunhæft að standa fyrir slíku viðhaldi á húsnæði sem ekki tengist lögbundnu hlutverki sveitarfélagsins og hafa óskað eft- ir viðræðum við félagasamtök um uppbyggingu starfsemi þeirra í öðrum húsum. Tilkynningu Borg- arbyggðar má lesa í heild sinni hér að neðan: „Áskorun og ákall vegna Brákareyjar Í upphafi árs þurfti sveitarfélagið að grípa til þeirra ráðstafana að loka starfsemi Brákarbraut 25-27 um óákveðinn tíma í kjölfar krafna frá eldvarnareftirliti Slökkviliðs Borg- arbyggðar og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Niðurstöður út- tektar voru sláandi og deildu hlut- aðeigandi áhyggjum sínum á fundi byggðarráðs í febrúar sl. Eftirlits- aðilar gerðu þá kröfu að lokað yrði á starfsemi í húsnæðinu. Fulltrúar allra leigutaka voru boðaðir á fund þegar niðurstaðan lá fyrir og þeim greint frá niðurstöðum úttektar- innar. Fyrirvarinn á lokuninni var stuttur en jafnframt nauðsynleg- ur því það þurfti að bregðast hratt við þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi og heilsu þeirra sem nýttu húsnæðið. Sveitarfélagið hafði ekki annarra kosta völ en að fara að kröf- um eftirlitsaðila í málinu, og hefur sveitarfélagið eða sveitarstjórn ekki heimild til þess að breyta einhliða ákvörðunum eftirlitsaðila. Í kjölfar þessara viðburða hófst tvíþætt vinna. Viðamikil grein- ingarvinna fór fram innan stjórn- sýslunnar til þess að athuga hvort gerðar hefðu verið úttektir á hús- næðinu áður og ef svo væri hvers vegna þær hefðu ekki fengið áheyrn. Slökkviliðsstjóri hafði sent sveitarfélaginu erindi vegna hús- næðisins á árunum 2012-2015 en þær niðurstöður voru ekki lagðar fyrir byggðarráð. Um er að ræða mistök af hálfu sveitarfélagsins og skort á verklagsreglum og hefur verið brugðist við því með því að gera boðleiðir skýrari og tryggja að mál af þessu tagi fái viðeigandi málsmeðferð innan stjórnsýslunn- ar. Byggðarráð ákvað að láta kostnað- armeta hugsanlegar úrbætur á hús- næðinu og fékk verkfræðistofuna Verkís til að meta hvaða lágmarks- endurbætur þyrfti að gera á hús- næðinu til að starfsemi gæti aftur farið þar fram. Sérfræðingar Verkís mátu það svo að það myndi kosta sveitarfélagið rúmar 654 milljónir að láta laga, og í sumum tilvikum rífa húsnæði, til þess að það upp- fyllti skilyrði um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þ.e. þau skilyrði sem sett eru fram af eldvarnarfulltrúa og byggingar- fulltrúa. (Skýrsluna má nálgast á vef Borgarbyggðar). Sveitarfé- lagið telur því miður ekki raun- hæft að standa fyrir slíku viðhaldi á húsnæði sem ekki tengist lög- bundnu hlutverki sveitarfélags- ins. Fyrir liggur að verulegar fjár- festingar þarf að fara í á næstu árum í leikskóla-, grunnskóla- og íþrótta- mannvirkjum, sem þyrfti að fresta ef ganga ætti í svo viðamikið verk- efni sem endurbætur á Brákarbraut 25-27 myndu útheimta. Í húsnæðinu var mikil menn- ingararfleifð í formi tómstunda- iðkunar íbúa sem má ekki glatast og því hafa samtöl átt sér stað milli sveitarfélagsins og leigutaka en nú nýlega barst sveitarfélaginu áskor- un um að leita leiða til að endur- vekja starfsemi í gamla sláturhús- inu. Ljóst er að ekki er hægt að verða við þeirri kröfu í núverandi mynd en byggðarráð hefur samþykkt notkun Golfklúbbs Borgarness að sal í Hjálmakletti auk þess sem tek- ið hefur verið jákvætt í erindi golf- klúbbsins um aðkomu sveitarfé- lagsins að uppbyggingu lýðheilsu- stöðvar að Hamri. Fornbílafjelagi Borgarfjarðar hefur verið boðið að borðinu um samtal um kaup á hluta fasteignar Borgarbyggðar að Brákarbraut 27 að vissum skilyrð- um uppfylltum, Skotfélagi Vestur- lands verið boðin aðstaða til upp- byggingar til umsóknar og Raftar eru að skoða mögulegt húsnæði í eigu sveitarfélagsins. Það er einlægur vilji sveitarfélags- ins að þessi mikilvægu félagasam- tök haldi starfsemi sinni áfram í nýju húsnæði og standa vonir til þess að hægt sé að vinna að ásætt- anlegum lausnum saman.“ mm Borgarbyggð sendir frá sér yfirlýsingu vegna fasteigna í Brákarey SK ES SU H O R N 2 02 1 Hunda- og kattaeigendur athugið Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi. Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir annast hreinsunina. Seinni hunda- og kattahreinsun: Kattahreinsun verður frá kl. 9.00 til 12.00 laugardaginn 13. nóvember Hundahreinsun verður frá kl. 13.00 til 15.00 laugardaginn 13. nóvember Staðsetning: Þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin) Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar (ath. greiða þarf með peningum): • Smáveirusótt (Parvo), lifrarbólgu, hótelhósta og hundafári, verð kr. 4.000. • Örmerking hunda og katta, verð kr. 4.500. • Ófrjósemissprauta í hunda og ketti, verð kr. 3.000 til 7.000 fer eftir þyngd. • Bólusetningu gegn kattafári, verð kr. 4.000. Óskráðir hundar og kettir eru vinsamlegast bent á að fara inná www.akranes.is og klára skráninguna í gegnum þjónustugáttina. Athugið að greiða þarf með peningum -enginn posi verður á staðnum Nánari upplýsingar veitir dýraeftirlitsmaður í síma 898-9478 eða dýralæknir í síma 892-3230 Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður grímuskylda og biðjum við fólk að virða 2 metra fjarlægðarmörk. Passað verður upp á fjöldatakmarkanir.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.