Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Qupperneq 18

Skessuhorn - 10.11.2021, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 202118 Þeir voru glaðbeittir á föstudegi, félagarnir Björn Sigfússon, Gunn- ar Jónsson og Jón Bjarni Gíslason hjá Eðallögnum, þegar blaðamaður Skessuhorns rakst á þá. Þeir vinna þessa dagana við að leggja lagn- ir í götur í nýjasta hverfi Akurnes- inga, Skógahverfi 3A. Að sögn Jóns Bjarna er áætlað að verkinu ljúki öðru hvoru megin við áramótin. frg Sementsverksmiðjan hefur ákveðið að bjóða Aalborg Portland á Íslandi, samkeppnisaðila sínum á markaði, bein sementsviðskipti til að aðstoða félagið við að mæta þörfum viðskiptavina þess hér á landi í ljósi mikils skorts á sem- enti. „Sementsverksmiðjan telur sér fært að aðstoða með þessum hætti eftir að hafa leitað leiðbein- inga hjá Samkeppniseftirlitinu,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Núverandi aðstæður á sements- markaði eru án fordæma en skortur er á sementi um alla Evrópu. Í ljósi þessa taldi Sementsverksmiðj- an nauðsynlegt að forgangsraða því takmarkaða magni sements sem félagið hafði til umráða til að mæta samningsbundnum skuld- bindingum sínum gagnvart reglu- bundnum viðskiptavinum. Líkt og fram hefur komið í fréttum, kvart- aði Steinsteypan ehf. undan þeirri ákvörðun til Samkeppniseftirlits- ins. Eftirlitið tekur ekki afstöðu til þeirrar kvörtunar í samskiptum sínum við Sementsverksmiðjuna. „Sementsverksmiðjan vísar því algerlega á bug að forgangsröð- un viðskipta til að mæta samn- ingsbundnum skuldbindingum geti talist brot á samkeppnislög- um. Félagið taldi enn fremur að þær kröfur sem gerðar voru til þess í kvörtun Steinsteypunnar gætu hæglega jafngilt broti á 10. grein Samkeppnislaga og væru því ekki færar. Verksmiðjan óskaði því leiðbeininga samkeppnisyfirvalda um hvernig leysa mætti úr þessari vandasömu stöðu. Þessi niður- staða byggir á þeim leiðbeiningum og þakkar Sementsverksmiðjan Samkeppniseftirlitinu fyrir skjót viðbrögð og gott og lausnamiðað samstarf.“ Skortur hefur verið á sementi í norðanverðri Evrópu frá miðju þessu ári. Sementsverksmiðj- an hafði á grundvelli vandaðrar áætlunargerðar og trausts sam- bands við sinn birgja tryggt nægj- anlegt sementsmagn til að mæta áætlaðri sölu ársins. Þær áætlanir voru gerðar undir lok síðasta árs með hliðsjón af áætlaðri notkun stærstu viðskiptavina félagsins og endurmetnar síðastliðið vor í ljósi aukinnar sölu á markaði. „Þegar vart varð skorts hjá helsta keppi- naut félagsins í sementssölu hér á landi í sumar seldi Sementsverk- smiðjan Steinsteypunni og fleir- um sem ekki voru í föstum við- skiptum nokkurt magn sements, enda taldi félagið birgðastöðu leyfa það. Jafnframt hefur félag- ið frá þeim tíma leitað leiða til að flytja aukið magn sements til landsins í ljósi stöðunnar en án árangurs til þessa. Þegar sú staða kom upp aftur nú í haust taldi fé- lagið hins vegar birgðastöðu sína ekki leyfa sömu viðbrögð. Sem- entsverksmiðjan hefur fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin vegna sementsskorts í heiminum. Sementsverksmiðjan hefur sem fyrr segir gert ítrek- aðar tilraunir til að tryggja meira magn sements til landsins og fagnar að sjálfsögðu nýjum við- skiptum þegar afhendingar kom- ast í eðlilegt horf. Bindur verk- smiðjan vonir við að með þess- um hætti megi draga úr neikvæð- um áhrifum sementsskorts hér á landi fyrir íslenskan bygginga- markað,“ segir í tilkynningu sem Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sendi fyrir hönd verksmiðjunnar. mm Umboðsmaður Alþingis birti 12. október síðastliðinn álit í máli sem snertir ráðningu yfirmanns Slökkvi- liðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Umsækjandi um starf slökkviliðs- stjóra, sem ekki hlaut starfið, kvart- aði til umboðsmanns yfir ráðningu bæjarstjórnar Akraneskaupstað- ar í starfið. Kvörtunin laut eink- um að því að hæfasti umsækjandinn hefði ekki verið ráðinn, m.a. vegna þess að rannsókn og samanburði á hæfni umsækjenda í ráðningarferl- inu hefði verið ábótavant. Athug- un umboðsmanns beindist að þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Akra- neskaupstaðar að samþykkja þá til- lögu sem fólst í niðurstöðu ráðn- ingarhóps um hæfasta umsækjand- ann. Þá einkum hvort bæjarstjórn hefði tryggt að fullnægjandi upp- lýsingar lægju fyrir um umsækj- endur áður en ákvörðun var tekin um að staðfesta þá tillögu sem fólst í álitsgerð ráðningarhópsins sem lögð var fyrir bæjarstjórn. Í áliti umboðsmanns segir: „Um- boðsmaður benti á að af ákvæð- um sveitarstjórnarlaga og laga um brunavarnir leiddi að það væri hlut- verk viðkomandi sveitarstjórnar að ráða í starf slökkviliðsstjóra. Fyr- ir lægi að endanleg ákvörðun um að ráða í starfið hefði verið tekin af sveitarstjórn. Hins vegar hefði sveitarstjórnin jafnframt haft það hlutverk sem veitingarvaldshafi að sjá til þess að ákvörðunin byggði á nægjanlega traustum undirbún- ingi og meðferð málsins hefði verið í samræmi við lög. Í ljósi lögmælts hlutverks sveitarstjórnarinnar yrði slík ákvörðun því ekki tekin nema af henni sjálfri, bæði að formi og efni til. Af þessu leiddi að viðhlít- andi upplýsingar yrðu að liggja fyr- ir sveitarstjórn um þau atriði sem talin væru hafa þýðingu við saman- burð umsækjenda þannig að henni væri í reynd unnt að taka efnislega afstöðu að þessu leyti. Sömuleiðis yrði málsmeðferð sveitarstjórnar að bera með sér að svo hafi verið gert í reynd og haggaði aðkoma utanað- komandi aðila ekki þessari ábyrgð stjórnvaldsins.“ Þá segir í álitinu að umboðsmað- ur hafi bent á að bæjarstjórn hefði hvorki haft beina aðkomu að við- tölum sem tekin voru við umsækj- endur né annarri vinnu ráðning- arhópsins, m.a. ákvörðunum um að þrengja umsækjendahópinn. Í álits- gerð ráðningarhópsins, sem lögð var fyrir bæjarstjórn, hefði ekki ver- ið fjallað um að hvaða marki aðr- ir af þeim umsækjendum, sem val- ið að lokum stóð á milli, uppfylltu hæfniskröfur samkvæmt auglýsingu eða hverjir væru kostir þeirra og gallar. Veitti álitsgerðin því í reynd engar upplýsingar um eiginleika annarra umsækjenda en þess sem ráðinn var að öðru leyti en því að það væri samdóma álit innan hóps- ins að sá umsækjandi stæði fram- ar öðrum. Þrátt fyrir þetta leitað- ist bæjarstjórnin ekki við að upplýsa málið frekar að þessu leyti áður en ákvörðun var tekin.“ Í álitinu telur umboðsmaður að leggja verði til grundvallar að umrædd ákvörðun bæjarstjórn- ar um ráðningu í starf slökkviliðs- stjóra hefði í reynd grundvallast á álitsgerð ráðningarhópsins einni saman og þá án þess að undirliggj- andi gögn eða upplýsingar í öðru formi kæmu til efnislegrar skoðun- ar af hennar hálfu. „Við meðferð málsins hefði því skort á að bæj- arstjórnin fullnægði rannsóknar- skyldu sinni og stæði, sem handhafi veitingarvalds, undir þeirri ábyrgð sem af þessari skyldu leiddi. Beindi umboðsmaður þeim tilmælum til Akraneskaupstaðar að leita leiða til að rétta hlut A [kæranda í málinu, innsk. blm]. Að öðru leyti væri það dómstóla að meta réttaráhrif ann- marka á málsmeðferð sveitarfélags- ins, kysi A að fara þá leið. Þá var því beint til sveitarfélagsins að taka framvegis mið af þeim sjónarmið- um sem kæmu fram í álitinu.“ mm Sementsverksmiðjan býður samkeppnisaðila sínum sementsviðskipti Lagnir lagðar í Skóga- hverfi 3A Slökkviliðsmenn við æfingu. Ljósm. úr safni/mm Umboðsmaður Alþingis telur bæjarstjórn ekki hafa fullnægt rannsóknarskyldu sinni

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.