Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Page 26

Skessuhorn - 10.11.2021, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 202126 Bjarni í Nesi; kórstjóri, bóndi og smið- ur lést 31. október síðastliðinn. Með eftirfarandi kveðju sem Bjarni fékk frá mér í tilefni 70 ára afmælis vil ég minnast hans og þakka samfylgdina. Í Reykholtsdal geislar röðuls lágu, Reykjadalsáin í bugðum þar lá. Ástfránu augu hans Sigrúnu sáu, hann sótti hana að Kletti og hún sagði já. Stórbýli reistu þau niðri í Nesi nægilegt svæði til ræktunar var. Fróðlegt það væri að fleiri það lesi, hve frumbýlings starfið blómstraði þar. Börn þeirra uxu sem „blómin í haga“ byggingar risu, þær stærstu í sveit. Þau nýttu sér tímann jafnt nætur sem daga og náðu að græða upp sérhvern reit. Félagsmál urðu svo framar á blaði, forystu í búnaðarmálum hann tók. Kirkju að reisa, hleypti hann úr hlaði, hamhleypumaður sín verkefni jók. Tónlistin hefur þau tök á að laða til sín þá bestu, alþjóð það veit. Bjarni hann náði með hiklausum hraða, að hasla sér kunnáttu í þeirri sveit. Ráðningu í kórstjórn við ræddum tveir saman og reynslu þíns afa hins þjóðkunna manns, að þér myndi finnast það þó nokkuð gaman að þjóna í kirkjunni í fótsporum hans. Listferli þínum ei lýkur að sinni, listnæmi tóna er hamingja þín. Bjarni ég þakka þér kostarík kynni kórinn þinn staðfestir ummæli mín. Blessuð sé minning hjónanna í Nesi. Hjörtur Þórarinsson Síðastliðinn laugardag var komið með merkilegan grip til varðveislu á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvann- eyri. Þar var á ferðinni dráttarvél af gerðinni Centaur frá árinu 1934. Vélin er í eigu Þjóðminjasafnsins, en það var Kristján Helgi Bjart- marsson sem gerði við safnið samn- ing um endurgerð vélarinnar, sem um tíma var í eigu föður hans sr. Bjartmars Kristjánssonar prófasts og bónda á Mælifelli í Skagafirði. Viðgerð er nú lokið, vélin í prýði- legu ástandi og hefur verið komið fyrir á bás ásamt öðrum fágætum tækjum og búnaði í gamla fjósinu á Hvanneyri, sem hýsir Landbúnað- arsafnið. Kom í stað hests Um Centaur vélarnar skrifar Krist- ján Helgi: „Í árdaga vélvæðingar í landbúnaði á Íslandi komu ýmsar vélar við sögu, sem síðan hafa horf- ið af sjónarsviðinu. Þar á meðal er lítil dráttarvél af gerðinni Centaur, sem framleidd var hjá fyrirtæki, sem hét Centaur Tractor Cor- poration í Greenwich, Ohio, á fyrri hluta 20. aldar. Hugmyndin að baki hönnuninni var að búa til vél, sem kæmi í stað hests. Þannig var drátt- arvélin sjálf lítið annað en mótor með eldsneytistanki, gírkassa og tveimur drifhjólum úr járni. Aft- an í hana var hægt að hengja ýmis viðtæki, svo sem sláttuvél, plóg eða herfi, svo fátt eitt sé nefnt. Viðtæk- ið sá um að útvega afturhjólin og sæti fyrir ökumann.“ Finnur á Fellsenda flutti vélina inn Kristján segir að töluvert hafi ver- ið flutt af þessum vélum til Evrópu, þar af sex hingað til Íslands. Inn- flytjandi var Finnur Ólafsson heild- sali frá Fellsenda í Dölum. Árið 1927 keypti Jóhannes Reykdal, frumkvöðull á Setbergi við Hafnar- fjörð, fyrstu vélina. Fjórir Centaur- ar voru keyptir til Korpúlfsstaða 1929, í tíð Thors Jensen. Síðustu vélina keypti Ingólfur Kristjánsson bóndi á Jódísarstöðum í Eyjafirði árið 1934. Þetta var Model 2-G með raðnúmerið 3 34 525 og úr því má lesa að vélin var framleidd í mars árið 1934 og var 525. eintakið sem framleitt var það ár. Mótorinn er 2ja strokka fjórgengis bensínvél af gerð LeRoi, 12 hestafla. Aftan í vélina var tengd sláttuvél af gerð McCormick og saman myndar þetta eina heild eða samstæðu, með hjól sláttuvélarinnar sem afturhjól. Ökumaður situr í sæti sláttuvélar- innar, en löng stýrisstöng stend- ur aftur úr dráttarvélinni og eru á henni gír- og kúplingshandföng. Stýrisbúnaðurinn virkar þannig að hann snýr öllum framhluta sam- stæðunnar, þegar taka þarf beygju.“ Kristján segir að faðir hans séra Bjartmar Kristjánsson hafi eignast vélina 1949 og flutt hana að Mæli- felli í Skagafirði, þar sem hann var prestur og bóndi. „Sr. Bjartmar hafði gott lag á vélum og kom það sér stundum vel, þegar kentárinn var annars vegar. Vélin var notuð til sláttu á Mælifelli í um tíu ár, eða Bjarni Guðráðsson minning Mælifells Centaur frá 1934 komið fyrir á Landbúnaðarsafni þangað til nýr traktor var keypt- ur 1959. Árið 1990 var kentárinn gefinn Þjóðminjasafni Íslands og settur í geymslu.“ Samið um endurgerðina Haustið 2014 var gerður samn- ingur milli Þjóðminjasafns og son- ar Sr. Bjartmars, Kristjáns Helga, um að hann kæmi vélinni í gang- fært ástand að nýju, en síðan yrði hún hýst á Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri. Kristján hafði lengi alið með sér þann draum að gera upp þessa vél, sem hann kynntist fyrst í barnæsku. Af hálfu safnsins stóð Lilja Árnadóttir, sviðsstjóri muna- safns, að samningnum. Verkefn- inu er nú lokið, vélin er vel gangfær og á laugardaginn var henni bakk- að inn á stall sinn í gamla fjósinu. Reyndar hefur hún einu sinni áður verið til sýnis á þessum stað, en það var á Hvanneyrardeginum í júlí 2018. Ragnhildur Helga Jónsdótt- ir safnstjóri Landbúnaðarsafnsins veitti vélinni viðtöku. Gefin hefur verið út vönduð skýrsla um vélina og endurgerð hennar. Viðstadd- ir á laugardaginn voru áhugasam- ir heimamenn auk félaga úr Fergu- sonfélaginu og fleiri áhugamanna um gömul landbúnaðartæki. mm Kristján Helgi Bjartmarsson sýndi áhugasömum vélina við komuna á Hvanneyri. Rétt á meðan var dáldil mugga eins og sjá má. Hér er Centaur árg. 1934 kominn á stall sinn á safninu. Ljósm. rhj. Ragnhildur Helga Jónsdóttir safnstjóri tók gripinn til kostanna.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.