Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Side 28

Skessuhorn - 10.11.2021, Side 28
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 202128 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Freydís Björg Óttarsdóttir og Steinunn Hallgrímsdóttir á Akra- nesi hafa í faraldrinum verið að steypa kerti sem þær selja í gegnum Facebook eða fyrir framan Bón- us á Akranesi. Í október steyptu þær kerti sem voru í laginu eins og kvenmannslíkami en í stað annars brjóstsins var slaufa. Kertin seldu þau til styrktar Krabbameinsfélagi Akraness og nágrennis og söfn- uðu 100 þúsund krónum sem þær afhentu félaginu í byrjun þessa mánaðar. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til Freydísar fyrir helgi og ræddi við hana um kerta- gerðina. „Það var nú Steinunn sem byrj- aði á að gera svona kerti en þegar ég sá þetta hjá henni langaði mig að læra og við byrjuðum að gera þetta saman. Steinunn er mikill föndrari og heklar mikið. Ég hef alltaf haft gaman að því að föndra og gert það svona annað slagið en í Covid hef ég verið að föndra mikið meira. Við ákváðum að fara saman í þessa kertagerð fyrir svona hálfu ári og pöntuðum okkur nokkur form sem við erum að nota,“ segir Freydís og sýnir blaðamanni hvernig kerti þær eru að gera, en formin eru til dæm- is karlmannslíkami, kvenmanns- líkami, líkami ófrískrar konu og konu með barn á brjósti. Auk þess gera þær líka kerti í glösum. En öll kertin sem þær nota eru með ilm. „Við tökum á móti öllum kertaaf- göngum hjá fólki en svo kaupum við líka kerti sem við bræðum yfir vatnsbaði og hellum í formin. Oft erum við að nota ilmkerti en ef við erum með lyktarlaust vax notum við ilmdropa sem við setjum í það,“ segir Freydís. Langaði að styrkja gott málefni Aðspurð segir hún þær hafa ákveðið að styrkja Krabbameinsfélag Akra- ness og nágrennis því þær langaði að styrkja gott málefni. „Við áttum þetta form, af konu með eitt brjóst og slaufu þar sem hitt brjóstið á að vera. Okkur fannst tilvalið að nota það til að gera kerti til að styrkja þetta góða málefni. Okkur þótti líka tilvalið að nota október til að selja svona kerti. Við þekkjum sjálfar fólk sem hefur farið vegna krabba- meins og þetta málefni snertir okk- ur öll,“ segir Freydís og bætir við að sjálf hafi hún einu sinni upp- lifað óttann við krabbamein. „Ég varð mjög bólgin og fannst ég finna hnút sem hafði ekki verið áður. En sem betur fer reyndist það ekki vera neitt. En þarna upplifði ég í smá stund þennan ótta.“ En er þetta eitthvað sem þær ætla að gera aftur? „Ekki spurning. Okkur langar að styrkja góð mál- efni og við getum það með þess- um hætti og munum sko gera það aftur. Við höfum talað um að gera svipað í Mottumars en svo er aldrei að vita nema við gerum meira af þessu,“ segir Freydís og brosir. Enn eiga þær eftir nokkur kerti með slaufunni og þó október sé liðinn mun ágóði þeirrar kertasölu renna til Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis. Einnig er hægt að fylgj- ast með kertasölunni og hafa sam- band við Freydísi í gegnum Face- book síðuna Kerti Freydísar. arg Kerti í laginu eins og líkami. Styrktu Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis með kertasölu Freydís Björg Óttarsdóttir. Freydís og Steinunn þegar þær afhentu Krabbameinsfélagi Akraness og nágrenni ágóða af sölu kerta í október. Ljósm. aðsend Kerti sem Freydís og Steinunn selja til styrktar Krabbameinsfélagi Akraness og nágrennis. Líkami ófrískrar konu. Kona með barn á brjósti. Ein útgáfa af kerti fallegu kerti sem þær Freydís og Steinunn eru að selja.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.