Skessuhorn


Skessuhorn - 01.12.2021, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 01.12.2021, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 20216 Margir ljóslausir að aftan VESTURLAND: Lögreglu- menn stöðvuðu för ökumanns á Borgarbraut í Borgarnesi á þriðjudag í síðustu viku. Ók hann um án þess að aft- urljós væru kveikt. Reyndust perurnar sprungnar. Sektin fyrir slíkt brot nemur 20 þús- und krónum. Lögreglan segir allt of algengt að fólk gleymi að kveikja afturljósin þegar lagt er af stað í ökuferð. Hvet- ur hún alla ökumenn til að gæta að sér og hafa afturljósin kveikt svo og öll önnur lög- bundin ljós. -frg Bílvelta á Bröttubrekku VESTURLAND: Bíll fór út af veginum um Bröttubrekku síðdegis á þriðjudag í síðustu viku. Ökumaður missti stjórn á bílnum sem rakst á vegrið, fór fjórar veltur, niður bratta hlíð, og hafnaði á hliðinni um 20 metra utan vegar. Ök- umaður kenndi sér eymsla víða og var fluttur á slysadeild í Fossvogi í Reykjavík. Bíllinn var mikið skemmdur og var um síðir fluttur á brott með kranabíl. -frg Aftanákeyrsla á Vesturlandsvegi VESTURLAND: Á föstu- daginn í síðustu viku varð um- ferðaróhapp á Vesturlandsvegi við Litla-Skarð. Bíl var ekið á annan bíl sem hægt hafði skyndilega á sér til þess að taka beygju. Óhappið átti sér stað á löngum og beinum vegar- kafla. Ökumenn kenndu sér eymsla og voru fluttir á brott í sjúkrabíl. Báðir ökumenn voru í bílbeltum. Annar bíllinn var óökuhæfur. Slökkvilið hreins- aði vettvang og Vegagerðin saltaði vegarkaflann að loknu hreinsunarstarfi. -frg Próflaus stal sama bílnum tvisvar VESTURLAND: Laust eftir miðnætti, aðfararnótt fimmtu- dags í síðustu viku barst lög- reglu tilkynning um rásandi aksturslag bifreiðar á leið um Hvalfjarðargöng. Lögreglu- menn af Akranesi óku til móts við ökumanninn og stöðvuðu hann. Reyndist bíllinn vera ljóslaus, ökumaður án réttinda og grunaður um akstur und- ir áhrifum fíkniefna. Sagð- ist ökumaður hafa verið að kaupa bílinn. Það reyndist ekki rétt heldur hafði bílnum verið stolið. Var hann hand- tekinn og fór mál hans hefð- bundna leið. Ökumaður baðst gistingar í fangaklefa og þegar hann reis úr rekkju daginn eftir tók hann hinn stolna bíl traustataki á ný og ók á brott. Lögreglumenn veittu hon- um eftirför, handtóku hann og verður hann ákærður fyrir öll brotin í tvígang. -frg Eldur í kodda SNÆFELLSNES: Á þriðju- daginn í síðustu viku barst Neyðarlínu tilkynning um að kviknað hefði í rafmagns- ofni og eldur borist í kodda. Atburðurinn átti sér stað á Snæfellsnesi. Íbúi vaknaði við brunalykt. Betur fór en á horfðist, eldurinn var slökktur hratt og örugglega og enginn hlaut skaða af. -frg Nokkuð um sóttvarnabrot VESTURLAND: Að sögn lögreglunnar á Vesturlandi hafa nokkrar tilkynningar borist um möguleg sóttvarna- brot í umdæminu. Eitthvað er um að fólk gleymi sér í sótt- kví og skjótist í búðina en slíkt er með öllu óheimilt. Lög- regla hefur haft samband við fólk og bent á reglur sem um þetta gilda. Hvetur lögreglan alla til þess að fara sérstak- lega varlega um þessar mundir enda mikill fjöldi smitaður og í sóttkví. -frg Fíkniefnaakstur við Akranes AKRANES: Ljóslaus bíll á ferð á Akrafjallsvegi vakti athygli lögreglumanna á snemma á fimmtudags- morgun í síðustu viku. Við nánari athugun vaknaði grun- ur um að ökumaðurinn væri undir áhrifum og svaraði hann jákvætt á fíkniefnaprófi. Öku- maðurinn var handtekinn og fór mál hans hefðbundna leið. -frg Mennta- og menningarmálaráðu- neytið hefur gert umfangsmiklar breytingar á aðalnámskrá grunn- skóla og er unnið að kynningu á þeim fyrir skólasamfélagið. Mark- mið breytinganna er að tryggja börnum með annað tungumál en íslensku og öðrum fjöltyngd- um börnum menntun sem undir- býr þau betur undir virka þátttöku í samfélaginu og nám á öðrum skóla- stigum. „Þessar breytingar eru mikil- vægur liður í því að efla umgjörð í menntakerfinu til að mæta bet- ur aðstæðum nemenda með annað móðurmál en íslensku, sem er for- gangsmál eins og sjá má í aðgerða- áætlun nýrrar menntastefnu. Nem- endur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn þurfa fjöl- þættan stuðning til þess að ná sem mestum árangri. Þar skiptir fag- fólk í skóla- og frístundastarfi lyk- ilmáli og virk samvinna þeirra,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, fráfarandi mennta- og menningarmálaráð- herra. Breytingarnar felast í endur- skoðun á umfjöllun um íslensku sem annað tungumál sem byggir á tungumálaramma Evrópuráðsins og nýjum köflum sem fjalla um menningarfærni, móttöku nýrra nemenda og fjöltyngi. Samráð um breytingar Víðtækt samráð var haft við skóla- samfélagið við mótun og útfærslu breytinganna en þá vinnu leiddi Þorbjörg Halldórsdóttir, sér- fræðingur hjá Menntamálastofnun. Breytingar á aðalnámskrá grunn- skóla verða innleiddar í samvinnu við Menntamálastofnun m.a. með útgáfu stuðningsefnis í námsgrein- um, fræðsluvef um kennslu íslensku sem annars máls, útgáfu námsefn- is í íslensku sem öðru tungumáli, fræðslufundum og starfsþróunar- tilboðum. Nýr vefur Menntamálastofnun hefur sett í loftið vefinn adalnamskra.is þar sem nálgast má rafræna útgáfu gildandi aðalnámskrár grunnskóla. Vefsvæðinu er ætlað að dýpka um- fjöllun um aðalnámskránna, vinna með kennslufræði námsgreina og margt það sem fram hefur komið að skorti í tengslum við stuðning um framkvæmd náms og kennslu. Vefnum er ætlað að auðvelda að- gengi að námskránni og dýpka um- fjöllun um hana, auk þess að skapa umgjörð um annað efni sem styður við framkvæmd hennar. Helstu áherslur breytinganna: • •Ábyrgð á íslenskunámi hvílir á skólastjórnendum, umsjónar- kennurum, íslenskukennurum og kennurum allra námssviða sem þurfa að vinna saman til að námið verði markvisst. Brýnt er að allt starfsfólk sem kemur að námi eða frístundastarfi nem- enda sé upplýst um hæfni þeirra í íslensku og taki þátt í að styðja við námið. • Markmið með kennslu íslensku sem annars máls eru að nemend- ur tileinki sér og læri íslensku þannig að þeir geti stundað al- hliða nám í íslensku skólastarfi með jafnöldrum og tekið virkan þátt í samfélaginu. Gera má ráð fyrir að nemendur fylgi hæfni- viðmiðum í íslensku sem öðru tungumáli í tvö til fjögur ár. Eftir það fylgja þeir aðalnámskrá í ís- lensku samkvæmt aldurstengd- um viðmiðum. • Foreldrar bera ábyrgð á að styðja við íslenskunám barna sinna og að rækta og þróa eigið móður- mál til að stuðla að virku fjöl- tyngi. Mikilvægt er að foreldrar séu reglulega upplýstir um stöðu og framfarir barna sinna og þarf- ir þeirra til að foreldrarnir geti stutt við námið. • Nemendahópurinn sem lær- ir íslensku sem annað tungu- mál er fjölbreyttur. Margt get- ur haft áhrif á íslenskunámið sem nauðsynlegt er að taka mið af, s.s. bakgrunnur, móðurmál og fyrri skólaganga. Hver einstaklingur hefur sinn sérstaka persónuleika, áhugasvið, þekkingu og náms- getu og aðrir þættir geta skipt máli, s.s. líðan, stuðningur heim- ilis, væntingar, áhugahvöt og hversu mikið nemandi leggur sig fram. • Kanna skal námslega stöðu nem- enda meðal annars á sterkasta tungumáli þeirra. Námsáætlun byggir á því mati að höfðu sam- ráði við foreldra. Nemendur sem hafa náð færni í móðurmáli og öðrum tungumálum skulu hvatt- ir og þeim gefin tækifæri til að tengja málin við íslensku. Þannig geta þeir byggt upp færni og þekkingu út frá hæfni í öðrum tungumálum. • Við lok grunnskóla skal gefa nemendum lokaeinkunn í ís- lensku sem öðru tungumáli ef þeir hafa fylgt viðmiðum um hæfni samkvæmt hæfnirömm- um íslensku sem annars tungu- máls allt til loka grunnskóla. Á því mati skal áframhaldandi nám byggja. Þó ber að hafa í huga að nemendur þurfa markvissa kennslu og stuðning þegar þeir byrja að fylgja aldurstengdum viðmiðum í íslensku. mm Breytingar á aðalnámskrá til að styðja við fjöltyngd börn Svipmynd úr Grunnskóla Snæfellsbæj- ar. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.