Skessuhorn - 01.12.2021, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 202122
Fjórar listakonur hafa um hríð rek-
ið saman vinnustofur að Ægisbraut
30 á Akranesi, þar sem áður var til
húsa fyrirtækið Glerhöllin. Við-
fangsefni þessara listakvenna er af
ýmsum toga, svo sem listmálun,
hnýtingar, saumaskapur og vefn-
aður. Listakonurnar eru Tinna Rós
Þorsteinsdóttir, Sigríður Björns-
dóttir, Sjöfn Magnúsdóttir og Ás-
laug Benediktsdóttir. Það var glatt
á hjalla hjá listakonunum þegar
blaðamaður Skessuhorns leit við
hjá þeim til að forvitnast um hvað
þær hefðu á prjónunum, nálunum,
vefskyttunum og penslunum.
Tinna Rós Þorsteinsdóttir geng-
ur undir listamannsnafninu Tinna
Royal. Tinnu þarf vart að kynna
fyrir Akurnesingum en hún var
bæjarlistamaður Akraness 2020.
Verkefni Tinnu eru fjölbreytt og
meðal verka hennar eru málverk,
verk unnin úr tré, pappír, pallíett-
um og steypu. Hún er auk þessa
óhrædd við að kynnast nýjum miðl-
um og skemmtilegt er að virða fyrir
sér jólaskreytingar Tinnu þar sem
hún tekur fyrir ýmsar matvælaum-
búðir sem allir Íslendingar kannast
við, svo sem dósir með fiskbúðing
eða grænum baunum.
Sigríður Björnsdóttir og Sjöfn
Magnúsdóttir sinna fataviðgerðum.
Sigríður hefur verið að gera við föt
fyrir Norðurál auk þess sem þjón-
usta við sjúkrahúsið er að bætast
við. Sjöfn hefur sinnt breytingum
fyrir verslunina Bjarg á Akranesi.
Segja þær stöllur þörfina fyrir fata-
viðgerðir og breytingar greinilega
verið til staðar.
Sjöfn er lærður klæðskeri og rek-
ur saumastofuna Skærin á vinnu-
borðinu. Auk þess að sinna fata-
breytingum kannar hún ýmis-
legt skemmtilegt við menningu,
hönnun og listir. Sjöfn er í fullu
námi í Háskólanum á Bifröst. Þar
leggur hún stund á viðskiptafræði
með áherslu á markaðsfræði.
Sigríði er auk fataviðgerða ým-
islegt til lista lagt. Hún er vefari
og er með forláta vefstól í aðstöðu
sinni. Þá vinnur Sigríður einnig
ýmsa muni úr tré sem kemur meðal
annars af jörð hennar, Droplaugar-
stöðum í Fljótsdal. Þar má nefna
skurðarbretti og fleira þar sem ís-
lenskt tré fær að njóta sín.
Áslaug málar fjölbreytt verk,
bæði vatnslitamyndir og olíuverk.
Meðal verkanna má finna mikið af
fuglamyndum auk landslagsverka.
Þá segist hún nýlega byrjuð að
hnýta og er skemmtilegt að skoða
alls kyns verk sem hún hefur hnýtt.
Þær stöllur segjast hafa opið eft-
ir hádegið alla daga frá þriðjudegi
til föstudags. Þær segja þó að opn-
unartíminn sé ekki heilagur enda
séu þær oft viðlátnar á kvöldin og
um helgar. Þær segja Covid óneit-
anlega haft sitt að segja en það sé þó
að lagast. Að sögn listakvennanna
er alltaf heitt á könnunni þegar er
opið og öllum velkomið að kíkja
við.
frg
Vinnustofurnar eru staðsettar að Ægisbraut 30 á Akranesi.
Reka vinnustofur á Ægisbraut á Akranesi
Listakonurnar: Áslaug Benediktsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Sjöfn Magnúsdóttir og Tinna Rós Þorsteinsdóttir.
Tinnar Rós við hluta verka sinna. Skemmtilegt er að
sjá jólatré skreytt með listmunum Tinnu.
Sjöfn Magnúsdóttir við aðstöðu sína. Sigríður Björnsdóttir við vefstólinn.
Áslaug Benedikts-
dóttir við hluta
verka sinna.
Hnýtt listaverk eftir Áslaugu Benediktsdóttur.
Hluti verka Tinnu Rósar, Tinnu Royal.