Skessuhorn


Skessuhorn - 01.12.2021, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 01.12.2021, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 202130 Ef þú þyrftir að velja þér nýtt nafn hvað yrði þá fyrir valinu? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Haraldur Valtýr Hinriksson „Húgó.“ Helga Dís Daníelsdóttir „Nína Daníela.“ Margrét Arnfinnsdóttir „Dagrún.“ Anna María Þórðardóttir „Þóra.“ Sigurbjörn Hauksson „Ari.“ Hinn 19 ára gamli Adam Ingi Bene- diktsson, markvörður frá Grundar- firði, lék sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með stórliði IFK Gautaborgar á sunnu- daginn og sló strax í gegn hjá stuðn- ingsmönnum liðsins. Þetta kem- ur fram í grein Göteborgs-Posten um Adam Inga þar sem sagt er að sérstakur kollhnís Adams Inga fyrir leik að eigin marki hafi vakið mikla athygli. Adam Ingi segir í viðtali við GP að hann geri þetta fyrir hvern leik en þess má geta að kollhnís er á sænsku kallaður því skemmtilega nafni „kullerbytta.“ Adam Ingi heillaði stuðn- ingsmenn Gautaborgar með frammistöðu sinni í leiknum og hélt markinu hreinu í 4-0 sigri gegn Östersund. „Þetta er eins og einhver draumur. Að vera hér fyr- ir framan 15 þúsund manns, frá smábæ á Íslandi,“ segir Adam Ingi. Hann er ættaður frá Grundarfirði en lék með 3. og 4. flokki FH á ár- unum 2015-2017 og með 3. flokki HK árið 2018 þar til að hann flutt- ist til Svíþjóðar sumarið 2019 og hóf að leika með U-19 liði Gauta- borgar. Þá hefur hann leikið fjóra landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Á dögunum skrifaði hann svo undir atvinnusamning við fé- lagið sem gildir til lok ársins 2024. Aðalmarkvörður Gautaborgar er á förum frá félaginu og það gæti gef- ið Adam Inga fleiri tækifæri á næstu leiktíð en leiktíðinni í Svíþjóð lýkur um næstu helgi. Gautaborg er í átt- unda sæti deildarinnar og er öruggt með sæti í deildinni að ári. Adam Ingi segir að hann hafi vitað það í nokkra daga að kom- ið væri að hans fyrsta leik í úrvals- deildinni: „Þjálfarinn tók mig til hliðar og sagði mér frá þessu. En ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en ég gekk inn á völlinn með öllu sem því tilheyrir. Þá kom adrenalínið,“ segir þessi ungi geðþekki Grund- firðingur í viðtali við Gautaborgar- póstinn. vaks Körfuknattleiksfélag ÍA hefur boð- að til aðalfundar félagsins 2. janú- ar næstkomandi. Nú ber svo við að núverandi stjórn, sem er skipuð þeim Jóni Þór Þórðarsyni, Hanni- bal Haukssyni og Jónasi H. Ottós- syni, ætlar ekki að gefa kost á sér áfram. Því auglýsir stjórn félagsins eftir ferskum og þróttmiklum að- ilum til að taka félagið enn lengra. Félagið hefur verið ört vaxandi, er fjárhagslega í ágætu jafnvægi og á bjarta framtíð. Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að setja sig í samband við Guðmundu Ólafsdóttur, fram- kvæmdastjóra ÍA, á netfangið gud- munda@ia.is fyrir 15. desember nk. Konur eru sérstaklega hvattar til að gefa kost á sér en stjórn félagsins hefur eingöngu verið skipuð körl- um undanfarin ár. vaks Snæfell skellti sér á Skagann á föstu- dagskvöldið og lék gegn liði Aþ- enu UMFK í 1. deild kvenna í körfuknattleik, en Aþenustúlk- ur frá Kjalarnesi leika heimaleiki sína í vetur á Akranesi. Það má með sanni segja að hart hafi verið barist í íþróttahúsinu við Vesturgötu og hörkuleikur sem leikmenn buðu áhorfendum upp á. Snæfell byrjaði leikinn betur og komst í 0:6 og síð- an í 2:13 eftir rúmar þrjár mínútur í fyrsta leikhluta. Aþena gafst þó ald- eilis ekki upp og minnkaði muninn í fjögur stig, 14:18 og staðan 18:25 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leik- hluta hélt baráttan áfram og Aþena náði að minnka muninn í tvö stig, 29:31, eftir fimm mínútna leik en þá tók Snæfell kipp, skoraði 13 stig gegn aðeins fjórum stigum Aþenu og staðan í hálfleik 33:44. Aþenustúlkur komu grimmar inn eftir leikhléið, skoruðu fyrstu tólf stigin og allt í einu komnar yfir í fyrsta skiptið í leiknum, 45:44. Und- ir lok þriðja leikhlutans var stað- an 52:54 en Snæfell skoraði síðustu fimm stigin og kom sér í góða stöðu fyrir lokahlutann, staðan 52:59 þegar liðin fengu sér vatn í þurrar kverkarnar og ræddu málin. Í fjórða leikhluta var eins og Snæfell væri að sigla þessu heim, hélt þægilegu for- skoti en Aþena neitaði að gefast upp og um rúman miðjan leikhlutann var munurinn aftur orðinn tvö stig, 66:68 og spennustigið orðið ansi hátt í höllinni. Snæfell náði að sýna styrkleika sinn í framhaldinu þegar liðið skoraði níu stig gegn aðeins tveimur og þó Aþena minnkaði muninn í þrjú stig á síðustu mínút- unni þá dugði það ekki til. Rebekka Rán Karlsdóttir hitti úr öðru af tveimur vítaskotum sínum á loka- sekúndunni og lokastaðan fjögurra stiga sigur Snæfells, 75:79. Sianni Martin var allt í öllu hjá Snæfelli með 40 stig og þá var áð- urnefnd Rebekka Rán öflug með 24 stig. Violet Morrow skoraði tæplega helming stiga Aþenu eða 40 stig og var með 16 fráköst. Þá voru þær Ása Lind Wolfram og Tanja Ósk Brynjarsdóttir með 9 stig hvor og Bergþóra Holton Tómasdóttir með 8 stig og 13 fráköst. Snæfell er nú í 5.-9. sæti deildar- innar með sex stig eins og Aþena, Tindastóll, Hamar-Þór og Stjarnan en liðin hafa leikið mismarga leiki. Næsti leikur Snæfells er gegn Fjölni B laugardaginn 4. des í Stykkis- hólmi og hefst klukkan 15. vaks Kristrún Bára Guðjónsdótt- ir hjá Karatefélagi Akraness varð Norðurlandameistari í hópkata um helgina ásamt þeim Móeyju Maríu Sigþórsdóttur McClure frá Breiðabliki og Freyju Stígsdóttur frá Þórshamri. Mótið var haldið í Stavanger í Noregi. Ísland hefur einu sinni áður unnið til Norður- landameistaratitils í liðakeppni en það var árið 2012. mm Leita að fólki í stjórn Á myndinni er Móey lengst til vinstri, þá Freyja og Kristrún. Ljósm. ge Urðu Norðurlanda- meistarar í hópkata Grundfirðingurinn Adam Ingi sló í gegn með liði Gautaborgar Adam Ingi í búningi IFK Gautaborg. Ljósm. IFK Goteborg Sianni Martin var allt í öllu hjá Snæfelli gegn Aþenu en er hér í leik á móti KR. Ljósm. sá Snæfellsstúlkur náðu sigri gegn Aþenu í hörkuleik

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.