Skessuhorn - 01.12.2021, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 202114
Nú er unnið að lagfæringum á
göngustígum og gatnamótum á
þremur stöðum á hringveginum
í gegnum Borgarnes. Þar er eins
og allir þekkja mikil og þung um-
ferð bíla allt árið og því brýnt að
bæta merkingar, mannvirki og lýs-
ingu eins og kostur er. Undir lok
vikunnar var verið að endurhlaða
hraðahindrun á móts við leikskól-
ann Klettaborg. Umferð var á með-
an stýrt með ljósum um þá akrein
sem ekki var unnið við. Á þess-
um stað verða jafnframt sett upp
gönguljós og því þurfti að leggja
nýjar lagnir. Hleðslusteinninn sem
lagður var er 8 cm þykkur og við
kantana var steypt til að verja stein-
inn álagi. Næsti verkþáttur verða
framkvæmdir á móts við aðkeyrsl-
una þar sem beygt er upp í Stöð-
ulsholt, Kvíaholt, Húsamiðjuna og
KB. Þar verður sett upp ný afrein
og er byrjað að grafa fyrir henni.
Verktaki í þessum framkvæmdum
er Borgarverk en Garðaþjónustan
Sigur-garðar sér um hleðslustein
og frágang.
Meðfylgjandi myndir voru tekn-
ar í ljósaskiptunum á fimmtudaginn
þegar keppst var við að hlaða
göngustíg sem jafnframt er hraða-
hindrun á móts við Klettaborg.
mm
Lítið hefur verið byggt í Ólafsvík
að undanförnu. Nú er hins vegar að
rísa nýtt íbúðarhús við Fossabrekku
3. Það eru þau Hanna Metta
Bjarnadóttir og Jón Tryggvason
sem eru að byggja sér 224 fermetra
hús. Það er byggt úr forsmíðuð-
um einingum sem smíðaðar voru af
þeim Jóni Tryggvasyni og Sigurði
Gylfasyni hjá JT trésmíði. Einung-
is tók sjö daga að reisa húsið og loka
því.
þa
Landbúnaðarháskóli Íslands og
Háskólinn á Bifröst hafa tekið
höndum saman um að á Vestur-
landi byggist upp nýsköpunar- og
þróunarsetur á sviði landbúnað-
ar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni,
ferðamála og nýtingu náttúrugæða
að leiðarljósi. Byggir þessi vinna
meðal annars á sýn Þórdísar Kol-
brúnar R Gylfadóttur fráfarandi
ráðherra atvinnumála um að þörf
sé á því að hér á landi verði til öflug
stofnun sem styrki samvinnu og ný-
sköpun á sviði landbúnaðar og mat-
vælaframleiðslu með umhverfis- og
loftslagsmál að leiðarljósi.
Fimmtudaginn 18. nóvember
var haldinn fundur í húsakynn-
um Landbúnaðarháskóla Íslands á
Hvanneyri með þátttöku fulltrúa
frá fyrirtækjum og stofnunum sem
lýst hafa áhuga á að styðja við upp-
byggingu nýsköpunar- og þróunar-
seturs háskólasamfélagsins á Vest-
urlandi. Um 30 manns mættu til
að ræða um framtíð íslensks land-
búnaðar og matvælaframleiðslu
með sjálfbærni og umhverfismál
að leiðarljósi. „Mikill hugur var í
þátttakendum sem allir lýstu yfir
áhuga á að vera í öflugu samstarfi
við háskólana tvo á Vesturlandi við
að móta aðgerðaáætlun og fram-
tíðarsýn fyrir matvælalandið Ís-
land með áherslu á landbúnað,“
segir í tilkynningu eftir fundinn.
Fundinn sátu meðal annars full-
trúar frá umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytinu, Orkustofnun, Lands-
virkjun, Bændasamtökum Íslands,
Rannsóknarmiðstöð landbúnað-
arins, Háskóla Íslands, Samtökum
sveitarfélaga á Vesturlandi, Borg-
arbyggð, Breið þróunarfélagi, Sí-
menntunarmiðstöð Vesturlands,
Hugheimum, Orkídeu, Auðnu
tæknitorgi og Íslandsstofu, auk
fulltrúa frá LbhÍ og Háskólanum á
Bifröst.
Landið hefur burði til
að verða leiðandi
Að sögn Áshildar Bragadóttur, ný-
sköpunar- og þróunarstjóra Land-
búnaðarháskóla Íslands sem meðal
annarra hefur unnið að undirbún-
ing stofnunar nýsköpunar- og þró-
unarsetursins, er framtíð íslensks
landbúnaðar og matvælafram-
leiðslu björt. Tækifærin liggja með-
al annars í því að horft sé til þeirra
sóknarfæra sem felast í hreinni
orku og auðlindum íslenskrar nátt-
úru. Hagnýting nýrrar tækni, sjálf-
virknivæðing, vöruþróun og ný-
sköpun í öllu starfsumhverfi land-
búnaðar getur skipt greinina miklu
máli og haft gríðarleg áhrif á tæki-
færi Íslands á sviði sjálfbærrar mat-
vælaframleiðslu. Þannig velja neyt-
endur um allan heim matvæli út
frá þáttum eins og gæðum og um-
hverfisvitund og uppruni matvæla
skiptir neytendur sífellt meira máli.
Áshildur bendir einnig á að ís-
lensk matvæli eru þekkt á erlend-
um mörkuðum fyrir að vera fyrsta
flokks og áherslan á lúxusferða-
mennsku hefur gert það að verk-
um að fjöldi ferðamanna sækir Ís-
land heim með það fyrir augum að
njóta þess besta sem landið hefur
upp á að bjóða. „Það var virkilega
ánægjulegt að finna að fjölmargir
deila þeirri sýn sem við höfum til
þessara greina atvinnulífsins, en á
sama tíma er mikilvægt að til stað-
ar sé stuðningur við nýsköpun og
þróun á þessu sviði. Með stuðn-
ingi tveggja öflugra háskóla á Vest-
urlandi teljum við nýsköpunar- og
þróunarsetrinu vel komið fyrir á
þessu landsvæði þó setrið muni
þjóna landinu öllu,“ segir Áshildur
Bragadóttir nýsköpunar- og þró-
unarstjóri LbhÍ. mm
Auka umferðaröryggi
í gegnum Borgarnes
Nýtt hús rís í Fossabrekku
Ræddu sjálfbæran og
umhverfisvænan landbúnað og
matvælaframleiðslu
Áshildur Bragadóttur, nýsköpunar- og þróunarstjóri Landbúnaðarháskóla
Íslands.
Svipmyndir af fundinum á Hvanneyri síðastliðinn fimmtudag. Ljósm. LbhÍ.