Skessuhorn


Skessuhorn - 01.12.2021, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 01.12.2021, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 202112 Jólagjöfina færðu í Model Þjóðbraut 1 - Akranesi - sími 431 3333 Gleðjum með gæðum Sænguverasett www.gjafahus.isLemus earsound Holmegaard Kaj Bojesen Api Dutcdelux trébretti Glerups inniskór Tvær ríkisstofnanir; Landmælingar Íslands og Ríkisútvarpið, hafa tekið höndum saman um birtingu nýjustu Covid-19 upplýsinga hér á landi. Útbreiðsla smita er þar kortlögð og birt daglega klukk- an ellefu að morgni á vefnum ruv.is/kveik- ur/covid/. Birt eru þrjú mismunandi kort; með nýgengi eftir byggðar- lögum, staðsetningu til- fella síðasta dags og fjölda fólks í einangrun á hverjum stað. Upplýs- ingar á síðunni byggjast á gögnum sem send eru úr smitsjúkdóma- skrá sóttvarnalæknis daglega og miðast við stöðuna klukkan sex að morgni. Á vefnum er með- al annars að finna upp- lýsingar um fjölda smita eftir byggðar- lögum miðað við 100 þúsund íbúa. Í dag er Grundarfjörður þar í hæsta sæti með 5.568 smit. Í öðru sæti eru Hafnir með 3.509 smit og Raufarhöfn í þriðja með 3.226 smit. Í sæt- unum þar á eftir koma Sandgerði, Grímsnes- og Grafningshreppur, Kópasker, Patreksfjörður, Dalvík, Breiðdalsvík og Hólmavík. mm Undanfarnar vikur hefur staðið yfir sérstakt hreinsunarátak í söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka í dreifbýli Borgarbyggðar í samstarfi við fyrirtækið Hringrás. Frá því er greint á vef Borgarbyggðar að íbú- um í dreifbýli hafi staðið til boða að panta þjónustuna heim á hlað en um er að ræða annars vegar gáma fyrir úrganginn og hins vegar þjón- ustu kranabíls. Þátttakan var mjög góð og pöntuðu alls 45 einstak- lingar þessa þjónustu. Hirðing hef- ur nú staðið yfir í nokkrar vikur og alls hafa yfir 270 tonn af málmum skilað sér til endurvinnslu. Þjónustan var ábúendum að kostnaðarlausu en þess má geta að hreinsunarátakið er styrkt af um- hverfis- og auðlindaráðuneyti úr sjóði til eflingar hringrásarhagkerf- inu. Gert er ráð fyrir að búið verði að hreinsa upp hjá öllum þeim sem pöntuðu þjónustuna á næstu vik- um. vaks ISA-veiran, sem veldur sjúkdómn- um blóðþorra í laxi, hefur greinst í sjókví hjá Löxum fiskeldi í Reyðar- firði. Um er að ræða skæðasta og hættulegasta veirusjúkdóm sem þekkist í laxeldi og er þetta í fyrsta skipti sem sjúkdómurinn kem- ur upp hér á landi. Ljóst er að af- leiðingarnar fyrir íslenska náttúru og sjókvíaeldi hér á landi geta orðið gríðarleg. Í síðustu viku var brugð- ist við með að slátra öllum laxi í viðkomandi sjókvíum. ISA-veiran getur borist langa leið með hafstraumum og setur aðra fiskistofna í verulega hættu sem og laxfiska í sjókvíum hér við land. Ekki er ljóst hvernig veiran barst í kví Laxa fiskeldis í Reyðar- firði, hefur í raun til þess ótal leiðir. Landssamband veiðifélaga hefur ít- rekað gert athugasemdir við að er- lendir brunnbátar séu notaðir hér við land enda ljóst að sótthreinsun á heilum skipum er vandasamt ver- kefni. Í tilkynningu frá landssam- bandinu segir: „Veiran er þess eðl- is að slátra þarf öllum sýktum fiski og farga á þann hátt að tryggt sé að veiran berist ekki áfram. Sjúk- dómurinn blóðþorri hefur haft gríðarleg áhrif í þeim löndum sem hann hefur komið upp, t.d. Noregi, Færeyjum og Chile, enda geta af- föll af hans völdum numið meira en 90%. Landssamband veiðifélaga hefur verulegar áhyggjur af þess- um fréttum og telur mikilvægara nú en nokkru sinni að vinnubrögð við slátrun og förgun á hinum sýkta laxi verði vönduð og undir ströngu eftirliti. Sambandið telur einnig að slátra eigi öllum laxi í kvíum í Reyðarfirði vegna hættu á smitum og afturkalla rekstrarleyfi í firðin- um þar til tryggt er að komist hafi verið fyrir sýkinguna.“ mm/ Ljósm. Laxar fiskeldi Landssamband veiði- félaga óttast áhrif ISA veirusýkingar í laxi Alls hafa yfir 270 tonn af málmum safnast. Ljósm. af vef Borgarbyggðar. Hafa safnað 270 tonnum af brotajárni á síðustu vikum Stærð hringjanna gefur vísbendingu um fjölda smita. Svona var staðan sl. föstudag. Skjáskot af vefnum. Birta íslenska kóvid-kortið á vef Ríkisútvarpsins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.