Skessuhorn


Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 1
arionbanki.is Engin lántökugjöld á 100% rafmagnsbílum Kynntu þér græna bílafjármögnun Arion banka. FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 12. tbl. 25. árg. 23. mars 2022 - kr. 950 í lausasölu Heyrnarþjónusta s:534-9600 www.heyrn.is Tilboð gildir út mars 2022 HOT DOG & A BOTTLE OF PEPSI *BÆTTU VIÐ ANNARRI PYLSU FYRIR 200 kr. 499 kr. & Pepsi í flösku PYLSA Síðastliðinn laugardag voru fyrstu skóflustungurnar teknar að nýjum íbúðakjarna sem rísa mun á Sementsreitnum á Akranesi. Þar mun í kjölfar útboðs fasteignafélagið Fastefli byggja um hundrað íbúðir á næstu misserum. Á myndinni eru forsvarsmenn fyrirtækisins ásamt bæjarstjóra og frambjóðendum til bæjarstjórnar að moka fyrir húsinu. Sumir tóku hraustlegar á því en aðrir sem varð til þess að rekan gaf sig. Nánar er sagt frá verkefninu á bls. 10. Ljósm. Guðni Hannesson. Háskólinn á Bifröst mun leggja til 69 herbergi og 17 íbúðir til móttöku flóttafólks frá Úkra­ ínu. Borgarbyggð og Rauði kross Íslands munu halda utan um mót­ töku fólksins, en skólinn leggur til húsnæðið. Margrét Jónsdótt­ ir Njarðvík rektor skólans segir í samtali við Skessuhorn að bæði nemendur og kennarar á Bifröst fái nú tækifæri til að undirbúa móttökuna en mikilvægasta ver­ kefnið sé að skapa frið og öryggi fyrir fólkið. „Þetta verður áskor­ un en jafnframt tækifæri fyrir okkur hér á Bifröst og samfélag­ ið allt að láta gott af okkur leiða. Þetta er verkefni sem gæti styrkt þræðina í sveitarfélaginu öllu,“ segir Margrét. Aðspurð segist hún ekki vita hvernig fjölskyldu­ mynstur séu væntanleg, en mest­ ar líkur á að það verði konur með börn eða fullorðið fólk. Karlmenn séu áfram heima og taki þátt í að verja landið sitt. „Við vonum auð­ vitað að stríðinu ljúki sem fyrst svo fólkið komist til síns heima, en tímalínan er alltaf óviss þegar stríð er annars vegar. Að sama skapi er mikilvægt þegar stríð geisar að hugsa hratt, taka stöð­ una hverju sinni og bregðast við. Við erum allavega opin og jákvæð að fá þetta tækifæri og staðráðin í að láta gott af okkur leiða.“ Skólinn býður 69 herbergi sem verða í rauðu húsunum, sem kennd eru við Hraun og Kot. Íbúðirnar 17 eru hins vegar í raðhúsunum meðfram þjóðveginum. „Síðasta staðlotan hér við skólann verður um næstu helgi og eftir það verð­ ur allt þetta húsnæði laust. Við sjáum því fram á að geta hliðrað til þannig að af þessu geti orðið,“ segir Margrét. Hún bætir því við að þetta verkefni verði góð æfing fyrir sveitarfélagið, en sem dæmi þarf að tryggja samgöngur við þjónustuna sem einkum er í Borg­ arnesi. Þá er skólinn í góðu sam­ starfi við Rauða krossinn á Vestur­ landi, Önnu Eiríksdóttur sóknar­ prest og ýmsa fleiri. „Við virkjum alla sem við getum og geta stutt við þetta verkefni með okkur,“ segir Margrét að endingu. Á þeim mánuði sem liðinn er frá innrás Rússa í Úkraínu hafa íslensk stjórnvöld leitað til sveitar­ félaga, verkalýðsfélaga og fjöl­ margra annarra um útvegun hús­ næðis til að geta geta tekið á móti stórum hópi flóttafólks. Fram hef­ ur komið að tekist hafi að útvega nokkur orlofshús í Ölfusborgum og þá er til skoðunar að nýta Hót­ el Sögu sem ríkið eignaðist nýver­ ið, auk Bifrastar og íbúða víða á höfuðborgarsvæðinu. mm Háskólinn á Bifröst leggur til húsnæði fyrir flóttafólk Hjá Vegagerðinni voru í gær opnuð tilboð í vegarlagningu um Gufudalssveit, milli Þóris­ staða og Hallsteinsnes, eða um hinn margumrædda og umdeilda Teigsskóg. Vegur­ inn verður 10,4 km að lengd um Þorskafjörð auk 200 metra vegarkafla á Djúpadalsvegi. Fjögur tilboð bárust í verk­ ið, en kostnaðaráætlun Vega­ gerðarinnar hljóðaði upp á 1.431 milljón króna. Borgar­ verk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð, bauð 1.235 milljónir króna sem er 86,3% af kostnaðaráætl­ un. Örlítið hærra boð barst frá Norðurtaki ehf. upp á 1.243 milljónir. Suðurverk hf. bauð 1.479 milljónir og hæsta boð barst frá Íslenskum aðalverk­ tökum hf. upp á 1.755 milljónir. Verkinu skal lokið 15. október 2023. mm Borgarverk mun leggja veg um Teigsskóg

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.