Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 19
Vísnahorn
Á s m u n d u r
Guðmundsson
frá Auðsstöð
um var lög
regluþjónn í
Kópavogi. Síð
ar í rannnsóknarlögreglunni og lengi
stefnuvottur og hitti þá marga að
máli. Einn af málkunningjum hans
á þeim vettvangi var allavega að eig
in áliti í hinum æðri lögum mannfé
lagsins og ekki sérstaklega spar á það
sem til munaðar mátti telja. Eitt sinn
kom Ásmundur til hans í embættis
erindum og er þá viðkomandi að búa
sig til veislu og kominn í kjólfötin en
þurfti að sinna Ásmundi. Hallaði þó
á eftir sér á meðan en Ásmundi varð
að orði:
Glaðir og reifir gerast menn,
glæstur er stíll og flottur.
Handan við dyrnar er þó enn
Ásmundur stefnuvottur.
Bæði menningar og matar
neysla fólks hefur margoft orðið
hagyrðingum að yrkisefni. Á þingi
Landssambands sauðfjárbænda fyr
ir nokkrum árum minntist Sindri
Sigurgeirsson á að vistmaður á elli
heimili hefði kvartað undan því að
fá óþarflega oft kjúklinga, sem eru
vissulega þáttur í matarmenningu
þjóðarinnar, og varð þessi ræðu
stúfur Guðbrandi á Staðarhrauni að
yrkisefni:
Hann er talsmaður sauða og
sjúklinga,
svangra, haltra og blindra.
Ef konan gefur þér kjúklinga,
kvartaðu bara við Sindra.
Egill Jónasson hafði aftur á móti
þetta að segja um menninguna:
Allt í kring ég undur sé og heyri,
erfiður að kyngja slíkur biti.
Eftir því sem menningin er meiri
minna ber á náttúrlegu viti.
Það má vafalaust velta fyrir sér
hvort hagyrðingamót teljast til
menningarlegra fyrirbrigða. Alla
vega hef ég aldrei fengið fullnaðar
skýringu á því hvað telst til menn
ingar og þá þar með hvað teljist
ekki til menningar og sé þar með
ómenning. Á hagyrðingakvöldi
í Lyngbrekku var Páll Brynjars
son þáverandi sveitarstjóri Borgar
byggðar stjórnandi en hann er upp
alinn á Sauðárkróki. Um hann sagði
Jón Ingvar Jónsson:
Vaskan Pál má víða sjá
Vesturlands í sóknum,
þó er held ég hárið á
honum enn á Króknum.
Sömuleiðis má deila um það
hvað áfengi er ríkur og/eða æski
legur þáttur í menningu okkar og
þar með menningarneyslu en mætti
segja að líkur bentu til að Halldór
Snæhólm hafi verið örlítið við skál
þegar þessi varð til:
Glasi lyfti, glúpnar önd
glaums í boðaföllum.
Rétti ég mína hægri hönd
Húnvetningum öllum.
Nú sem oftar segi ég meira en ég
veit en grun hef ég um að Jófríður
Zoega sem starfaði lengi hjá Hag
stofunni og hafi verið með fyrri
konum til að setjast á skólabekk í
Menntaskólanum í Reykjavík, en
um hana hefur væntanlega einhver
skólabróðir kveðið á þeim árum:
Lífsins fró,
Alfa og Ó-
mega.
Fröken Jó-
fríður Zo-
ega.
Líkur benda til að Steingrím
ur Eyfjörð læknir hafi á skólaárum
ort þessa um Grétar Ófeigsson Fells
enda yrkja margir grimmt á skóla
árum sínum og eigi síður láta aðr
ir sitt andans ljós skína þó myrkr
ið taki stundum treglega á móti því:
Hér sit ég á sálinni hrelldur
yfir saltlausum graut haframéls
en vil það þó helmingi heldur
en hlusta á Grétar Ó. Fells.
Guðbrandur á Staðarhrauni hafði
aftur á móti þetta að segja:
Marga snjalla hef ég hitt
hagyrðingafursta.
Flestir vilja flytja sitt
en færri nenna að hlusta.
Hermann Jóhannesson orti
einnig þessar fögru og frómu óskir
til skólabróður síns sem hann taldi
að þyrfti umræddra endurbóta við:
Þér ég óskir fagrar flyt.
Flýi þig sorg og kvíði.
Megir þú hljóta meira vit
og meiri andlitsprýði.
Og um afleysingakennara sem
mistókst illilega að ná góðu sambandi
við nemendur sína kvað Hermann:
Fátt mun vera í fari hans
færandi í letur.
Eftirlíking Andskotans
aldrei heppnast betur.
Þó svo skálkslega væri kveðið var
viðkomandi lærifaðir og er vonandi
enn hinn mesti sómamaður og alls
ólíkur tilteknum ráðamanni í Aust
ur Evrópu sem í raun hefði átt þessa
vísu miklu fremur skilið. Annars er
alltaf vandfarið með upplýsingar,
jafnt af ófriði sem öðru og liggur
refsing við sé sagt eða gefið í skyn
annað en ráðamönnum þóknast.
Gunnar Straumland orti afdrátt
arhátt af upplýsingum og stríði en
afdráttarháttur kallast það þegar
seinni línurnar tvær verða til þegar
fyrsti stafur er tekinn framan af
hverju orði í fyrri línunum:
Frasa klækir flæða vað
fljótum kröftum vandans.
Rasa lækir, læða að
ljótum röftum andans.
Utanríkisráðherrar ýmissa landa
hafa óspart rætt málin að undan
förnu og vafalaust verið sammála
um sumt og ósammála um ann
að eins og gengur. Efa heldur ekki
að þessir blessaðir ráðherrar séu
misvinsælir í heimalöndum sínum
alveg eins og okkar íslensku ráð
herrar. Um íslenskan utanríkisráð
herra kvað Númi Þorbergsson fyrir
nokkrum árum:
Utanríkisráðherrann
ræðir mál af ýmsu tagi
þó ýmsum finnist fátt um hann
í fyrsta, öðru og þriðja lagi.
Það var hins vegar Elís Kjaran
sem orti (vafalaust að gefnu tilefni)
og trúlegt að margir hafi getað tekið
undir með honum að undanförnu:
Bið ég allan fjandafans
fara að moka snjóinn
Annaðhvort til andskotans
eða þá í sjóinn.
En svo við komum okkur aðeins
á jákvæðari nótur væri kannske rétt
að rifja upp þessa vísu Petru Péturs
dóttur sem Borgnesingar mættu
alveg sýna nokkurn sóma:
Sástu fegra í borg og bæ
bak við mynstruð rökkurtjöldin.
Roðar fjöll og silfursæ
sól í Borgarnesi á kvöldin.
Og eigum við svo að ljúka þættin
um með þessari vísu eftir Höllu
Loftsdóttur á Sandlæk:
Þó að ævihausti húmi
hárin gráni, fölni kinn.
Það má liggja í léttu rúmi,
löng og björt er eilífðin.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Megir þú hljóta meira vit - og meiri andlitsprýði
Á áttundu sýningu Umf.
Skallagríms í Lyngbrekku á leik
verkinu Slá í gegn, mættu góð
ir gestir á sunnudaginn. Þar voru á
ferð lagahöfundar úr Stuðmönnum
en innblástur í verkið er sóttur í lög
þeirra, en handritið er eftir Guðjón
Davíð Karlsson, Góa.
Að sögn Hafsteins Þórisson
ar, formanns leikdeildarinnar, hef
ur aðsóknin á sýningarnar verið
góð. Mjög gott útlit var með sýn
inguna sem var í gærkvöldi, þriðju
dag, og svo er tíunda sýning á verk
inu á dagskrá nk. fimmtudagskvöld.
Framhaldið segir Hafsteinn að ráð
ist á aðsókn á fimmtudaginn og því
um að gera fyrir fólk að drífa sig í
leikhúsið og sjá leikdeildina Slá í
gegn. mm/ Ljósm. es.
Ungmennaþing Vesturlands fór
fram á Lýsuhóli dagana 12.13.
mars síðastliðinn. Sex sveitarfélög á
Vesturlandi sendu fulltrúa á þingið,
þar á meðal Borgarbyggð. Meðlim
ir Ungmennaráðs Borgarbyggðar
fengu tækifæri til að stuðla að upp
byggingu í þágu ungs fólks í lands
hlutanum og kynnast öðrum ung
mennum á svæðinu svo fátt eitt sé
nefnt. Þetta kemur fram á vefsíðu
Borgarbyggðar.
Umræðuefni þingsins var mjög
fjölbreytt. Staða ungmenna á
Vestur landi frá ýmsum hliðum
var meðal þess sem rætt var, auk
þess sem hópurinn fékk fræðslu.
Á lokadegi þingsins mættu síðan
frambjóðendur frá Akraneskaup
stað, Stykkishólmsbæ og Borg
arbyggð. Ungmennin voru búin
að vinna góða undirbúningsvinnu
áður en frambjóðendur mættu á
svæðið, sem gerði það að verkum
að áhugaverðar samræður áttu sér
stað.
Ungmennaþingið var vel heppn
að í alla staði og fá allir þátttak
endur þingsins skýrslu sem Ung
mennaráð Borgarbyggðar mun
hafa til hliðsjónar í áframhaldandi
vinnu sinni. Næsta þing fer síðan
fram eftir tvö ár og er strax mikil
tilhlökkun fyrir því að endurtaka
þessa frábæra helgi. vaks
Síðasta sumar fóru þrír listamenn
í tónleikaferðalag um Vestfirði og
héldu tónleika á alls 13 stöðum.
Þetta voru ÞAU, hljómsveit sem er
skipuð söng og leikkonunni Rakel
Björk Björnsdóttur og tónlistar
manninum Garðari Borgþórssyni,
ásamt Ingimar Ingimarssyni org
anista á Reykhólum. Tónleikaröð
ina kölluðu þau Fáheyrt.
Á vefsíðu Reykhólahrepps er
greint frá því að ÞAU fluttu frum
samin lög við ljóð vestfirskra skálda
á ferð sinni. Meðal þeirra eru Guð
mundur Ingi Kristjánsson, Eiríkur
Örn Norðdahl, Halla skáldkona á
Laugabóli, Jakobína Sigurðardótt
ir, Herdís og Ólína Andrésardætur,
Jón úr Vör, Ólína Þorvarðardóttir
og Steinn Steinarr.
Lokatónleikarnir voru í Reyk
hólakirkju 24. júlí í fyrrasumar og
voru jafnframt eitt af atriðum á
dagskrá Reykhóladaga. Nú er efnið
af tónleikunum komið út á plötu, á
Spotify og helstu streymisveitum.
Ber hún nafnið „ÞAU taka Vest
firði“ og verða útgáfutónleikar í
Bæjarbíó í Hafnarfirði 6. apríl.
vaks
Garðar Borgþórsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Ingimar Ingimarsson.
ÞAU taka Vestfirði komin út á plötu
Þátttakendur ásamt frambjóðendum af Vesturlandi. Ljósm. af vef Borgarbyggðar.
Vel heppnað Ungmennaþing á Lýsuhóli
Ágúst Guðmundsson, sem leikstýrði myndinni Með allt á hreinu, og Stuðmennirnir
Jakob Frímann Magnússon, Egill Ólafsson og Þórður Árnason.
Stuðmenn mættu á leiksýningu
Leikhópurinn ásamt gestum.