Skessuhorn


Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 202218 Pennagrein Pennagrein Fimm manna erlend fjölskylda er á ferð um Ísland og planið er að fara í þjóðgarðinn Snæfellsnes, gista þar í nágrenni eina nótt og eyða góðum parti næsta dags á svæðinu. Kíkja á Kirkjufellið og skoða Hólminn, en aka svo Skógarströnd inn í Dali. Hitta þar fólk og dýr, njóta útiveru og gista þar næstu nótt. Halda svo áfram norður yfir Laxárdalsheiði og í nágrenni Blönduóss er næsta stopp. Svona eru margir sem skipuleggja ferð sína um Ísland. Á sumrum ekur fjöldinn allur af ferðamönnum yfir Laxárdalsheiði og Skógarströnd til að komast á milli Norðurlands og Vesturlands, ekki vegna þess að þetta er stysta leiðin, heldur vegna þess að á leiðinni er margt að sjá og skoða. En nú er vetur og þessir veg­ ir ekki þjónustaðir nema með allra mesta lágmarki og alls ekki um helgar. Það var einmitt í dag sunnu­ daginn 20. mars sem við áttum von á hópi íslenskra nema í Leiðsögu­ skólanum, en þeir voru að koma frá Stykkishólmi og ætluðu um Skógar­ strönd. Kynna sér lítillega hvað er í boði í Suðurdölum, hitta fólk á Eiríksstöðum og Erpsstöðum. Veð­ ur er dásamlegt, en ófært um Álfta­ fjörð og Skógarströnd. Starfsmenn Vegagerðarinnar treysta sér ekki til að mæla með leiðinni í dag, því það er ekki hreinsað um helgar. Ekkert annað að gera en að aka sem leið liggur beint heim aftur frá Stykk­ ishólmi og framtíðar leiðsögu­ menn læra í ferðinni að það sé ekki á Dalina að treysta. Við markaðssetningu ferðafyrir­ tækja í Dölunum fáum við líka mjög oft þau svör hjá ferðaskrif­ stofum að þær geti ekki tekið áhætt­ una af því að skipuleggja ferð sem inniheldur Skógarströndina. Þrátt fyrir spennandi afþreyingu í Döl­ um verða til slæmar minningar á Skógarströnd og draga niður upp­ lifun gesta. Svo er verið að tala um mikil­ vægi þess að efla samgöngur inn­ an svæða, en eins og oft áður, þá eru Dalirnir afgangs stærð. Hér er ótryggt rafmagn, ótryggt fjar­ skiptanet, ótryggar samgöngur inn­ an héraðs. Hins vegar jafnan gott veður, gott fólk, góðar sögur og góður ís. Anna Sigríður Grétarsdóttir, Dalakoti Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Eiríksstöðum Guðrún Björg Bragadóttir, Dalahyttum Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Erpsstöðum Það er vetur á Íslandi í mars 2022 Nýverið bættist Grundarfjarðarbær í hóp þeirra sveitarfélaga sem vinna að því að verða barnvænt sveitarfé­ lag. Á fundi sínum í janúar síðast­ liðnum ákvað bæjarstjórn að inn­ leiða verkefnið í starfsemi bæjarins. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri og Ólafur Ólafsson íþrótta­ og tóm­ stundafulltrúi tóku þátt í kynn­ ingarfundi 11. mars síðastliðinn fyrir barnvæn sveitarfélög á veg­ um UNICEF á Íslandi, sem hafa umsjón með verkefninu á landsvísu. Alls eru nú tuttugu sveitarfélög sem hafa hlotið staðfestingu sem Barn­ vænt sveitarfélag eða vinna að því. Þetta kom fram á vefsíðu Grundar­ fjarðarbæjar. Barnvæn sveitarfélög er verk­ efni sem styður sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi. Verkefnið byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative (CFCI), sem hefur verið innleitt í þúsundum sveitarfélaga út um allan heim frá árinu 1996. Verk­ efnið byggir jafnframt á efni frá umboðsmönnum barna í Noregi og Svíþjóð og UNICEF í Finn­ landi. UNICEF á Íslandi hefur umsjón með verkefninu en verk­ efnið er stutt af mennta­ og barna­ málaráðuneyti. Sveitarfélög sem taka þátt og inn­ leiða Barnasáttmálann hljóta viður­ kenningu sem Barnvæn sveitarfé­ lög þegar innleiðingu er lokið. Inn­ leiðingarferlið tekur að minnsta kosti tvö ár og skiptist í átta skref sem sveitarfélag stígur með það að markmiði að virða og uppfylla réttindi barna. Sveitarfélögin munu þannig innleiða Barnasáttmálann með markvissum hætti í alla sína stjórnsýslu og starfsemi með stuðn­ ingi frá UNICEF á Íslandi. vaks Frá undirritun 11. mars. Fulltrúar Grundarfjarðarbæjar, Múlaþings og Stranda- byggðar, sem bættust í hóp sveitarfélaga sem vinna að því að verða Barnvæn sveitarfélög. Ljósm. af vef Grundarfjarðarbæjar. Grundarfjörður verður barnvænt sveitarfélag Kæri frambjóðandi! Nú fer að líða að sveitarstjórnar­ kosningum og þú hefur ákveðið að gefa kost á þér sem fulltrúi samfé­ lagsins sem þú býrð í. Þér finnst þú í stakk búinn til þess að geta bor­ ið hagsmuni íbúana í samfélaginu fyrir brjósti þér. Hjá þér brennur áhugi og dyggð að gera gott sam­ félag enn betra. Þú hefur ákveðið að berjast fyrir ákveðnum málefn­ um sem þér finnst megi standa bet­ ur að. Tilgangur minn hér í dag er að vekja athygli þína á mjög mik­ ilvægu málefni. Málefni sem snert­ ir börnin í samfélaginu, börnin sem þurfa á aðstoð að halda í skólanum. Að vera með barn í fyrsta bekk, sem segist ekki langa í skólann því það sé ekki gaman, tekur ótrúlega mikið á. Barn sem er á biðlista eftir greiningu vegna ADHD sem tekur 12 til 14 mánuði. Barn sem finnur sig ekki í skólakerfinu og gengur illa að aðlagast skólanum og skólakerf­ inu. Vissulega hefur verið reynt að finna lausn með sjónrænu skipulagi og umbunarkerfi. Þar að auki var lausn skólans að setja barnið í auð­ veldara námsefni. En hvað svo? Ekki er starfandi þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi við skólann til þess að geta aðlagað umhverfið að barninu. Leiðbeint kennara og verið til halds og traust fyrir barn og kennara svo barninu líði vel. Skólasálfræðing­ ur kemur inn í skólann í mýflugu­ mynd, með þeim afleiðingum að ekki er fræðilegt fyrir barnið að komast að. Því hann kemur í stutt­ an tíma og er hlaðinn verkefnum. Hver einasti morgunn er einn kvíðahnútur í maga foreldra og barns. Foreldrar gera sitt allra besta til að upphefja skólann. Barnið er farið að gera upp veikindi, maga­ verk eða talar um að hafa kastað upp. Fylgja barninu í skólann af hræðslu við að einn daginn fari það ekki inn og tekur upp á því að fara annað. Að standa í anddyri skól­ ans og láta starfsfólk rífa barnið úr fanginu á sér hágrátandi. Að labba til vinnu með hnút í maga, tár­ in í augum og sting í hjarta. Vera í vinnu eins og þú hefur verið kýldur fast í maga. Já, barnið er aðeins í 1. bekk. Hvað er fram undan næstu 10 ár ef þetta er staðan í dag? Barn sem finnur sig ekki í nýju umhverfi vegna þess að því líður eins og það passi ekki inn, því líður illa. Er utanvelta frá samnemendum sínum og á í hættu að flosna upp úr námi. Kvíði sem byggist upp við að fara í skólann eykst og þróast meira með hverjum degi. Það er hlutverk skól­ ans að passa upp á að allir fái jafnt tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ef barni gengur illa á einhverju sviði þá þarf það betra utanumhald og stuðning. Þá kemur að tilgangi mínum með ofangreindum upplýsingum kæri frambjóðandi. Það er mikilvægt að horfa til skólamála í sveitarfélögum. Í skóla án aðgreiningar er talað um jöfnuð. Hvar er jöfnuður fyrir nem­ endur með sértækar þarfir ef það er bara einn kennari með heilan bekk af börnum og fær jafnvel ekki nema einn starfsmann sér til stuðnings, því ekki er til fjármagn fyrir fleiri stöðugildum. Tveir starfsmenn þurfa að vera til staðar og aðstoða alla nemendur, jafnvel á sama tíma. Ofan á það bætist að þurfa að sinna 1 til 4 börnum með sértækar þarf­ ir með mismunandi greiningar og námsörðugleika. Einmitt á þessum tíma þarf að kafa vel ofan í menntamál sveitar­ félagsins og finna lausn hvern­ ig skólinn ætlar að koma til móts við börnin svo að þeim líði vel í skólaumhverfinu. Ekki aðlaga barnið að umhverfinu heldur að aðlaga umhverfið að barninu. Ég get sagt þér kæri frambjóðandi að dæmisagan hér að ofan er ekki einstakt tilvik, hef ég heyrt þær margar. Nú hvet ég þig kæri fram­ bjóðandi, íhugaðu hvernig mennta­ málin eru í þínu sveitarfélagi og hvernig ætlar þú að gera betur fyr­ ir börn með sértækar þarfir. Koma í veg fyrir að börn finni fyrir kvíða að mæta í skólann. Hvernig ætlar skólinn að koma til móts við fjöl­ skyldur? Koma í veg fyrir að for­ eldrar fari frá börnum til vinnu með kvíðahnút í maganum? Það sem þú getur gert kæri fram­ bjóðandi er að þú getur breytt aðstæðum í þínu sveitarfélagi með því að hefja frumgreiningu strax á leikskólaaldri, í stað þess að byrja á því þegar barn byrjar í grunnskóla eða rétt í lok leikskólans þegar það er stutt í sumarfrí. Með því ertu að flýta fyrir ferlinu og hugsan­ lega gæti barn verið byrjað í með­ ferð áður en grunnskólastigið hefst. Sem gerir það að verkum að barnið hefur náð tökum á því sem er að hrjá það. Skólaumhverfið er reiðu­ búið að taka á móti barninu og aðlaga sig að því. Því ég er viss um að með sam­ hentri vinnu sé hægt að gera betur gagnvart þessum börnum. Saman getur sveitarfélagið, skólastjórn­ endur og fjölskyldur unnið saman að börnunum líði vel í skólanum þrátt fyrir greiningar og námsörð­ ugleika. Virðingarfyllst, Stefanía Björg Jónsdóttir kjósandi Áskorun til væntanlegra frambjóðenda

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.