Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 11
AUGLÝSING UM SKIPULAG
Í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar tillögur að breytingu
á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Aðalskipulagsbreyting – Jarðgerðarmiðstöð á Hvanneyri.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. febrúar 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á
aðalskipulagi á Hvanneyri í Borgarbyggð.
Sett er fram stefna um að breyta landnotkun á 1,9 ha svæði á Hvanneyri úr landbúnaði í þjónustu-
stofnun. Þjónustusvæði (Þ1) á Hvanneyri er stækkað úr 1,1 ha í 3 ha þar sem fyrirhugað er að reisa
nýja Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskólans. Nýtingarhlutfall er jafnframt hækkað úr 0,05 í
0,35.
Aðalskipulagsbreyting – frístundasvæði í Urriðaárlandi í Borgarbyggð.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. febrúar 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á
aðalskipulagi á frístundasvæði í Urriðaárlandi í Borgarbyggð.
Sett er fram stefna um að breyta landnotkun á 12 ha svæði í Urriðaárlandi úr landbúnaði í
frístunda byggð. Frístundabyggð (F11) er stækkuð úr 11,4 ha í 23,4 ha þar sem fyrirhugað er að
breyta legu vegar, auka á frístundalóðir um 17 og leiðrétta ytri mörk svæðis. Aðkoma er um
Snæfells nesveg (54) um tvær vegtengingar, Brókarstíg og Klettastíg.
Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar
tillögur að nýju deiliskipulagi og að breytingu á deiliskipulagi í Borgarbyggð.
Deiliskipulag – frístundabyggð í landi Urriðaár við Klettastíg og Birkistíg
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. febrúar 2022 að auglýsa tillögu að nýju
deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Urriðaár við Klettastíg og Birkistíg í Borgarbyggð.
Deiliskipulagið tekur til 9,4 ha svæðis innan frístundabyggðar (F11) í landi Urriðaár. Tekur skipu-
lagið til 15 nýrra frístundalóða. Aðkoma að lóðum verður um Brókarstíg og Klettastíg sem tengjast
Snæfellsnesvegi (54). Gerð er breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 samhliða.
Breyting á deiliskipulagi – frístundabyggð í landi Urriðaár
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. febrúar 2022 að auglýsa tillögu að breytingu
deiliskipulags frístundabyggðar í landi Urriðaár í Borgarbyggð.
Breytingin tekur til vegtengingar innan svæðis og að Snæfellsnesvegi (54), afmörkun skipulags-
svæðis er breytt ásamt lóðamörkum og byggingarreitum. Jafnframt eru skilgreindar 2 nýjar lóðir,
breyting gerð á göngustígum og opnum svæðum. Aðkoma að lóðum verður um Brókarstíg og
Klettastíg sem tengjast Snæfellsnesvegi. Gerð er breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-
2022 samhliða.
Ofangreindar skipulagsáætlanir eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.
is frá 23. mars til og með 5. maí 2022. Ef óskað er eftir nánari kynningu á ofangreindum tillögum
þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd
við auglýstar skipulagstillögur og er frestur til að skila inn athugasemdum til 5. maí 2022.
Athugasemdum skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Bjarnabraut 8, 310 Borgarnesi, b.t.
skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is eða thjonustuver@borgarbyggd.is .
Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar skipulagslýsingar
að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Lýsing að breytingu aðalskipulags – Húsafell í Borgarbyggð.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. mars 2022 að auglýsa lýsingu að breytingu á
aðalskipulagi fyrir frístundasvæðið Litlu-Tunguskógur í Húsafelli í Borgarbyggð.
Fyrirhugað er að breyta landnotkun landsvæðis Litlu-Tunguskóga (L219075) í Húsafelli úr
frístunda byggð í íbúðarsvæði. Svæðið er staðsett 600m austan þjónustumiðstöðvarinnar í
Húsafelli, á milli Hálsasveitarvegar og Hvítár. Í gildi er deiliskipulag frá árinu 2007 sem gerir ráð
fyrir 54 frístundalóðum og einni þjónustulóð. Gerð verður breyting á deiliskipulagi samhliða. Þar
verði gert ráð fyrir að 40 lóðir verði að íbúðahúsalóðum en 14 lóðir austast á svæðinu verði áfram
skilgreindar sem frístundalóðir. Aðkoma er um Hálsasveitarveg (518).
Lýsing að breytingu aðalskipulags – Breiðabólsstaður 2 í Borgarbyggð.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. febrúar 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á
aðalskipulagi fyrir íbúðabyggð á Breiðabólsstað 2 í Reykholti, Borgarbyggð.
Fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðis í landi Breiðabólsstaðar úr landbúnaðarlandi (L) og
athafnasvæði (A1) í íbúðarsvæði (Í4). Breytingin á við um 30,5 ha svæðis og mun þéttbýlissvæði
Reykholts stækka sem um þessu nemur. Stefnt er að því að á svæðinu verði 85-100 einbýlis-,
par- og raðhúsalóðir auk einnar lóðar fyrir verslun og þjónustu (S2) á þegar skilgreindum reit á
aðalskipulagi. Aðkoma er um Hálsasveitarveg (518).
Ofangreindar lýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 23.
mars til og með 10. apríl 2022. Ef óskað er eftir nánari kynningu á ofangreindum skipulagslýs-
ingum þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með
ábendingar við auglýstar skipulagslýsingar og er frestur til að skila inn ábendingum til 10. apríl
2022. Ábendingum skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Bjarnabraut 8, 310 Borgarnesi,
b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is eða
thjonustuver@borgarbyggd.is.
Borgarbyggð, 23. mars 2022
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Gísli Marteinsson sjómaður í Ólaf
vík var glaður í bragði á laugar
daginn þegar hann kom að landi á
báti sínum Glaði SH. Eftir langan
óveðursafla komust smærri bát
ar loks á sjó og var afli góður hjá
þeim bátum sem róa á handfærum.
Gísli var með þrjú tonn af flottum
þorski. Handfærabáturinn Hilmir
SH var með 1,5 tonn og Katrín II
SH með um eitt tonn.
Hins vegar var lítið hjá línubát
um og kenna menn um að mik
ið af loðnu er nú í Breiðafirði og
lítur þorskurinn því ekki við beit
unni. Netabáturinn Bárður SH
heldur áfram að mokfiska og land
aði 70 tonnum á laugardag í tveim
ur löndunum. Vonast sjómenn nú
eftir því að veður fari að skána og
segja að nóg sé komið af ótíð í bili.
af
Gott á handfærum
en slakt á línu
Gísli Marteins var glaður með afla dagsins.
Sími 433 5500 • skessuhorn.is
Starf blaðamanns
á Skessuhorni
Skessuhorn – fréttaveita Vesturlands, auglýsir starf
blaðamanns laust til umsóknar.
Viðkomandi þarf að hafa áhuga á umfjöllun um líf og störf íbúa á
Vesturlandi, en starfssvæðið nær frá Hvalfirði í suðri, um Akranes,
Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali og í Reykhólasveit. Aðalskrifstofan
er á Akranesi, en til greina kemur að viðkomandi hafi búsetu á
öðrum stöðum innan starfssvæðisins.
Skessuhorn ehf. rekur samnefnt vikublað og vef. Miklar breytingar
eru framundan á fréttavef okkar og felur starfið m.a. í sér umsjón
með honum, auk almennra fréttaskrifa og viðtala.
Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á íslensku máli í ræðu og
riti, sem og staðgóða kunnáttu í ensku og notkun samfélagsmiðla.
Þá þurfa umsækjendur að geta unnið sjálfstætt, hafa áhuga á
málefnum líðandi stundar, hafa góða samskiptahæfileika, sýna
frumkvæði og metnað.
Umsóknir sendist á netfangið; skessuhorn@skessuhorn.is
fyrir 27. mars nk. Ráðið verður í starfið við fyrsta hentugleika.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Magnússon ritstjóri í
síma 894-8998.