Skessuhorn


Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 20222 Kosið um sameiningu á laugardaginn SNÆF: Næstkomandi laugardag ganga íbúar í Helgafellssveit og Stykkis­ hólmi til kosninga um sam­ einingu sveitarfélaganna. Kjörfundir í báðum sveitar­ félögum munu standa yfir frá klukkan 10­18; í Grunnskólanum Stykkis­ hólmi og Félagsheimil­ inu Skildi. Samstarfsnefnd hvetur íbúa til að kynna sér tillögu nefndarinnar vel og nýta kosningaréttinn. -mm Framboðs- frestur er 8. apríl LANDIÐ: Frestur til að skila framboðslistum til sveitarstjórnakosninga til yfirkjörstjórnar í viðkom­ andi sveitarfélagi renn­ ur út klukkan 12 á hádegi föstudaginn 8. apríl. Í til­ kynningu frá Landskjör­ stjórn kemur einnig fram að þeir sveitarstjórnar­ menn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skuli til­ kynna þá ákvörðun innan sama frests. Utankjörstaða atkvæðagreiðsla skal hefj­ ast svo fljótt sem kostur er eftir að framboðslistar hafa verið auglýstir, þó eigi síðar en 29 dögum fyrir kjördag, sem er 14. maí. -mm Jarðyrkja gerir skólalóð AKRANES: Síðastliðinn mánudag var skrifað und­ ir samning milli Akra­ neskaupstaðar og Jarðyrkju ehf. um lóðafrágang við nýbyggingu nýs leikskóla á Asparskógum 25. Jarðyrkja ehf. átti lægsta tilboð sem hljóðaði upp á 112 milljón­ ir króna. Verklok eru áætl­ uð haustið 2022 en búast má við að vinna við frágang lóðar fari í gang á næstu vikum. -vaks/ Ljósm. akranes.is Rak sig í tönn SNÆFELLSNES: Óhapp varð síðasta fimmtudag á Útnesvegi á Snæfellsnesi í vondu veðri og lélegu skyggni. Bifreið var ekið utan í traktor og rak sig í snjómoksturstönn á hon­ um þegar verið var að ryðja. Bíllinn var óökufær eftir áreksturinn en engin slys urðu á fólki. -vaks Mér finnst rigningin góð seg- ir í gömlu dægurlagi frá hljóm- sveitinni Grafík. Eftir snjómikinn vet- ur á vestur horninu er útlit fyrir að rigningin hafi betur næstu daga og hjálpi til við að losa okkur við snjó- inn sem margir eru orðnir þreytt- ir á. Snjórinn er fínn til að lýsa upp skammdegið en nú líður að vori og þá viljum við finna lyktina af nýslegnum túnum og velta okkur upp úr dögginni. Þó er aldrei að vita nema Vetur konungur banki aftur upp á og minni á sig enn á ný. Á fimmtudag er útlit fyrir suðvest- an 8-15 m/s og rigningu eða slyddu með köflum, en þurrt á Austur- landi. Hiti 1 til 6 stig. Norðlægari og kólnar seinnipartinn með snjó- komu á norðanverðu landinu, en rofar til sunnanlands. Á föstudag snýst í austan og suðaustan 8-13, en 13-18 með suðurströndinni. Rigning eða slydda sunnan- og vestan til á landinu og snjókoma í uppsveitum, hiti 0 til 4 stig. Þurrt og bjart norð- austanlands með frosti að 7 stigum. Á laugardag má búast við sunnan og suðvestan 5-10 og rigningu eða súld í flestum landshlutum. Hiti 2 til 7 stig. Á sunnudag er gert ráð fyrir breyti- legri átt og dálítilli vætu á sunnan- verðu landinu með hita að 7 stigum, en slydda eða snjókoma norðan til og hiti kringum frostmark. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvar horfir þú mest á afþreyingarefni?“ Mikill meirihluti eða 57% sögðu „Í sjónvarpi,“ 27% sögðu „Á streymisveitum,“ 12% sögðu „Í gegnum Internetið“ og 4% sögðu „Ekkert af þessu.“ Í næstu viku er spurt: Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Leiklistaklúbburinn Melló frumsýn- ir á morgun söngleikinn Útfjör í Bíó- höllinni á Akranesi. Það er loksins komið að því að þau geta sýnt eftir tvö ár í heimsfaraldri. Meðlimir Melló eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Á bæjarstjórnarfundi Stykkis­ hólmsbæjar 24. febrúar var lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Súgandisey um heildarskipulag og útsýnissvæði á eyjunni. Tillagan byggir m.a. á niðurstöðum úr hug­ myndasamkeppni um skipulag og hönnun á útsýnissvæði á Súgandis­ ey og skipulagið á að móta ramma fyrir útivistarsvæði á eyjunni og tryggja einnig öryggi sjófarenda með þar til gerðum mannvirkjum. Bæjarstjórn hefur falið skipulagsfulltrúa að senda svör við þeim athugasemdum sem bár­ ust á þeim tíma sem skipulagið hefur verið unnið, frá því það var fyrst auglýst í maí á síðasta ári. Þá var skipulagsfulltrúa einnig falið að senda tillöguna til yfir­ ferðar Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykki deiliskipulagsins í B­deild Stjórn­ artíðinda. arg Á fundi Skipulags­ og umhverfis­ ráðs Akraneskaupstaðar 14. mars voru opnuð tilboð í verk­ ið „Íþróttahús ­ Uppsteypa og ytri frágangur“ að Jaðarsbökk­ um. Tvö tilboð bárust í verkið og voru þau annars vegar frá Alefli ehf. og hljóðaði upp á 1.451 millj­ ón króna og hins vegar frá Flot­ gólfi upp á 1.212 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var 1.088 millj­ ónir. Skipulags­ og umhverfisráð fól sviðsstjóra að ganga til samn­ inga við lægstbjóðenda sem fel­ ur í sér að þessi verkþáttur við bygginguna verður 124 milljón­ um krónum hærri en áætlað hafði verið. Jarðvegsskipti og breytingar á lögnum hefur verið í gangi frá því í haust og annast Vélaleiga Hall­ dórs Sigurðssonar þann verkþátt. Byggt verður fjölnota íþrótta­ hús og verður það einn áfangi af mörgum í áframhaldandi upp­ byggingu íþróttamannvirkja á svæðinu. Húsið samanstendur af fjölnota íþróttasal og hliðar­ byggingu á tveimur hæðum fyrir ýmis fylgirými. Íþróttasalurinn er 50 metrar að lengd og 38,5 metrar á breidd að innanmáli, alls 1.925 fermetrar. Í kjallara eru búnings­ herbergi fyrir íþróttasalinn, Akra­ neshöllina, Akranesvöll, æfinga­ svæðið og önnur útisvæði. Húsið er ætlað fyrir iðkend­ ur ýmissa greina íþrótta; svo sem knattspyrnu, körfubolta, hand­ bolta og blak, sem og fyrir nem­ endur Grundaskóla í skólaleik­ fimi. Búningsherbergin eru fyr­ ir alla iðkendur á svæðinu, jafnt innandyra sem utan. Einnig er gert ráð fyrir fjölbreyttum uppá­ komum sem geta farið fram í sal íþróttahússins, svo sem samkom­ ur, tónleikar og svo framvegis. Samtals verður mannvirkið ríf­ lega 5.300 fermetrar og leggst annars vegar að norðurgafli Akra­ neshallarinnar og tengist sund­ laugarbyggingu til vesturs hins vegar, eins og sjá má á meðfylgj­ andi útlitsteikningu. vaks Það þykir með tíðunum sæta þegar stór flutningaskip liggja við fest­ ar á víkinni fyrir framan Ólafs­ vík. Þar lá næstsíðasta mánudag við festar sænska flutningaskip­ ið Sunnanvík, en samkvæmt sigl­ ingaleið skipsins hafði það farið suður fyrir Öndverðarnes en snúið þar við og haldið inn á víkina. Skip­ ið er 124 metra langt, 18 metra breitt og 9.100 tonn að stærð. Að sögn hafnarvarðar hafði skipstjór­ anum ekki litist á veðrið og öldu­ hæðina sem var á þessum slóðum þennan dag, en í suðvestan áttinni var mikill sjór og ekki bætir ef skip­ ið er tómt, þá veltur það enn meira í svona hamagangi. Á annarri með­ fylgjandi mynda má sjá Sunnanvík liggja við festar og dragnótarbátinn Steinunni SH í forgrunni, en fáir bátar voru á sjó þennan dag vegna veðurs, en afli Steinunnar var engu að síður 18 tonn í þessum róðri. af Flotgólf bauð lægst í uppsteypu íþróttahúss á Jaðarsbökkum Íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum eftir að fyrsta áfanga verksins verður lokið. Teikning: ASK arkitektar. Deiliskipulag samþykkt fyrir Súgandisey Steinunn SH og fjær er Sunnanvík. Liggja við festar þar til veðrin ganga niður Á fimmtudaginn mátti m.a. sjá togarana Málmey SK (á myndinni) og loðnubátinn Hoffell SU halda sjó fyrir utan Ólafsvík vegna veðurs.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.