Skessuhorn


Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 7 Starfsmaður á höfn Grundarfjarðarhöfn óskar eftir að ráða starfsmann í afleysingar hið fyrsta. Leitað er að áhugasömum starfsmanni með ríka þjónustulund og metnað til að skila góðu starfi Grundarfjarðarbær SK ES SU H O R N 2 02 2 Starfsmaðurinn sinnir hafnarvörslu, vigtun sjávarafla, hafnarvernd, ásamt almennum viðhalds- og þjónustuverkefnum hafnarinnar og öðrum þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum. Starfshlutfall er 100%, í samræmi við opnunartíma hafnar og vinnufyrirkomulag. Starfsmaður getur þurft að sinna útköllum utan opnunartíma. Gert er ráð fyrir að viðkomandi fari á vegum hafnarinnar á námskeið til löggildingar sem vigtarmaður, ef viðkomandi hefur þau réttindi ekki fyrir. Hæfniskröfur: • Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, lipur í samskiptum, stundvís og hafa góða þjónustulund • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi • Þarf að hafa bílpróf • Skipstjórnarmenntun er kostur og viðkomandi þarf að vera kunnugur staðháttum • Enskukunnátta æskileg • Almenn færni í tölvum og áhugi á að setja sig inní þau forrit sem höfnin notar Starfsmaður starfar undir verkstjórn hafnarstjóra. Ráðið er í starfið frá apríl til október. Hjá Grundarfjarðarhöfn starfa nú tveir starfsmenn. Í undirbúningi er nýtt vaktafyrirkomulag og ráðning í viðbótarstarf á höfninni. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með þriðjudeginum 5. apríl 2022. Upplýsingar um starfið veitir Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri í síma 8649225 eða gegnum hofn@grundarfjordur.is Sótt er um starfið gegnum vef Grundarfjarðarbæjar, undir Laus störf. Hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar Eftir mikla snjókomu síðustu daga var aftur hægt að ræsa skíðalyftuna í Grundarfirði sunnudaginn 20. mars. Fólk þyrptist í brekkuna enda veður með eindæmum gott. Ágætis hiti og sól fyrri hluta dags. Einnig var opið mánudaginn 21. mars þó að veðrið hafi verið aðeins lakara. Það er um að gera að nýta hvern dag sem býðst enda sólin að hækka á lofti og vorið skammt undan. tfk Skammhlaup Fjölbrautaskólans á Akranesi verður haldið á ný í dag, miðvikudag, en því hefur ver­ ið frestað síðustu tvö ár vegna far­ aldursins. Tveir kennarar skól­ ans, þau Finnbogi Rögnvalds­ son og Aldís Ýr Ólafsdóttir, eru í skipulagsnefnd þetta árið ásamt stjórn nemendafélagsins. Þau segja að Skammhlaup hafi fyrst ver­ ið haldið árið 1999 og megintil­ gangurinn hafi alltaf verið sá að brjóta upp kennsluna í skólanum og hafa smá fjör og gaman í bland við fíflagang. Alls keppa í ár sex lið nemenda og eru um 50 manns í hverju liði. Hópstjórar hvers liðs eru útskriftarnemar skólans og þeir passa upp á að allir taki þátt. Fjörið hefst á hádegi að þessu sinni með skrúðgöngu nemenda í lögreglufylgd frá skólanum niður í íþróttahúsið við Vesturgötu þar sem keppnin hefst. Meðal greina þar má nefna sipp, kaðlaklifur, reip­ tog, stígvélaspark og limbó. Að því loknu verður farið aftur upp í skóla þar sem alls kyns þrautir verða lagðar fyrir nemendur og end­ ar keppnin á sal þar sem Finnbogi spyr þau spjörunum úr og þau taka þátt til að mynda í planki, að verpa eggjum, „silly walk“ og örleikriti. Finnbogi og Aldís Ýr segja að lokum að krakkarnir séu mjög spenntir fyrir þessu öllu saman og þá munu kennarar taka þátt í fjör­ inu og klæða sig í búninga til að auka stemninguna. Í kvöld verður svo ball á Gamla Kaupfélaginu til að ljúka Skammhlaupinu með stæl. vaks Frá keppni í limbói í Skammhlaupi árið 2018. Ljósm. úr safni Skammhlaup 2022 í FVA í dag Finnbogi og Aldís Ýr, kennarar í FVA. Ljósm. vaks Séð yfir brekkuna fögru. Mikið fjör á skíða- svæði Snæfellinga Júlíus Már Freysson geysist hér framhjá ljósmyndara Skessuhorns og rann fimlega niður brekkuna. Einhverjir renna sér út af troðnu brautunum og leggja smá krók á leið sína niður að lyftunni aftur. Það snjóaði aðeins á skíðaiðkendur á mánudaginn síðasta en það spillti ekki gleðinni hjá skíðagörpum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.