Skessuhorn


Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 202216 Bjarti Petersen og Idar Beck voru brosmildir eins og Færeyingum er tamt. Áhugi Íslendinga á knattspyrn­ unni í Bretlandi hefur verið mikill í gegnum tíðina og fjöldi einstak­ linga á sitt uppáhaldslið í breska boltanum. Margir hafa gengið svo langt að kalla bresku knattspyrnuna þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Lið á borð við Liverpool og Manchest­ er United eiga fjölmennustu stuðn­ ingsmannahópana hér á landi. Þá eiga Arsenal, Chelsea, Tottenham og jafnvel Leeds United dygga stuðningsmenn. Þó að flestir sóp­ ist að áðurnefndum liðum leynast nokkrir sem fara ekki troðnar slóð­ ir í leit að uppáhaldsliði sínu. Á eignarhlut í félaginu Einn knattspyrnuáhugamaður hér á landi heldur með skoska 2. deildarliðinu Stenhousemuir FC. Er stoltur af og á meira að segja tíu þúsund króna hlut í félaginu. Þetta er Gísli Gíslason, fyrrum bæjarstjóri og hafnarstjóri Faxa­ flóahafna og núverandi stjórnar­ formaður í Breið þróunarfélagi á Akranesi. Gísli mætti á völlinn hjá Stenhousemuir FC nú í lok febrú­ ar ásamt eiginkonu sinni, Hallberu Fríði Jóhannesdóttur, syni sínum Magnúsi Kjartani og Kjartani Olver Ianto barnabarni sínu, en Magnús Kjartan hefur verið búsettur í Glas­ gow síðastliðin 15 ár og er dósent við Háskólann í Reykjavík. Saman sáu þau Stenhousemuir FC leggja Forfar Athletic að velli 2:0. Sten­ housemuir er rúmlega tíu þúsund manna bær staðsettur nokkurn veg­ inn mitt á milli Glasgow og Edin­ borgar og er í útjaðri bæjarins Fal­ kirk. Lékum undir merkjum Stenhousemuir „Forsaga þess að Stenhousemu­ ir varð mitt lið má rekja til áranna í kringum 1969 og 1970 þegar ég og vinur minn fengum mik­ inn áhuga á ensku knattspyrnunni. Þá var hlustað á útsendingar BBC World Service í útvarpinu og öll úrslit skráð niður í öllum deild­ um í Englandi og Skotlandi og auk þess þekktum við nánast öll nöfn leikmanna í deildunum á þessum tíma. Stenhousemuir FC styrkt­ ist enn í sessi þegar bekkurinn minn og annar bekkur til í MR lékum undir merkjum félagsins í knattspyrnumótum skólans á árun­ um 1973 til 1976 og tengdust flestir leikmenn liðsins strákum sem voru úr KR á þeim árum og varð liðið það sigursælasta í skólanum. Sten­ housemuir MR lék í Gróttubún­ ingunum og fór úrslitaleikur skóla­ mótsins ávallt fram á Melavellinum en hinir leikirnir á perlumölinni á Háskólavellinum. Þá voru mætt­ ar í skólann þær Hallbera Jóhann­ esdóttir og Erla Þorvaldsdóttir af Skaganum og voru dyggir stuðn­ ingsmenn liðsins og mættu á alla leiki þess og hvöttu okkur áfram. En ég held að það sem kveikti áhuga minn á félaginu hafi verið nafnið sjálft og ég fór þá að kynna mér merka sögu þess,“ segir Gísli. Bærinn Stenhousemuir dreg­ ur nafn sitt af Stenhouse sem var hlaðið steinhús sem var einskonar gufubað fyrir Arthur konung þegar hann var á ferðinni í Skotlandi, en hann varði Bretland gegn inn­ rásarher Saxa á sjöttu öld. Talið var að baðhúsið hafi staðið þar til á átjándu öld þegar það var rifið. Heimavöllur Stenhousemuir ber nafnið Ochillview Park og dregur nafn sitt af Ochil hæðum sem eru í nágrenni bæjarins. Völlurinn getur tekið við um 3.700 áhorfendum og þar af 626 í sæti. Litlu félögin eru hornsteinninn „Liðið hefur lengst af leikið í neðstu eða næst­neðstu deild í Skotlandi. En í mínum huga stendur liðið fyr­ ir svo margt sem ég tel mikilvægt í grasrót hvers knattspyrnufélags. Félagið er nærsamfélagi sínu mjög mikilvægt. Styður æskulýðs­ og uppeldisstarf og ekki síst samfélags­ verkefni. Allar þessar grunnstoð­ ir eru svo mikilvægar og í raun það sama og allir hér á Akranesi þekkja sem vinna fyrir íþróttahreyfinguna. Við erum mikilvæg samfélagi okk­ ar. Því þrátt fyrir allt þá eru það litlu félögin sem eru hornsteinn­ inn, eru grunnurinn að allri upp­ byggingu m.a. í því að búa til leik­ menn til framtíðar.“ Sem dæmi um samtakamátt­ inn í félaginu nefnir Gísli að þegar Covid­19 gekk hvað harðast yfir þá snéru liðsmenn og sjálfboðaliðar á vegum Stenhousemuir FC, karl­ ar og konur, sér að samfélagsverk­ efnum. Fóru með mat til þeirra sem veiktust og keyptu inn fyrir aðra og aðstoðuðu þá sem þurftu aðstoð. Í Stenhousemuir hitti Gísli Íslandsvininn Marc Boal, sem kom frá Aberdeen til að hitta Gísla og mæta á leikinn, en Boal þessi er mikill áhugamaður um íslenska knattspyrnu og hefur skrifað tvær bækur um knattspyrnuna á Íslandi. Í annarri þeirra er góð umfjöllun um Skagamenn þar sem hann ræðir m.a. við Gísla, Jón Gunnlaugsson, Sigurð Jónsson og fleiri, auk þess sem fjallað er um Ríkharð Jónsson, gullaldarliðið og spjöld sögunnar sem Haraldur Sturlaugsson hefur sett upp í Akraneshöllinni. Þá hef­ ur hann verið í samstarfi við Þrótt frá Reykjavík og skipulagði fyrir nokkrum árum ferð fyrir „old boys“ Þróttar til Skotlands og léku þeir meðal annars gegn Steinhousemu­ ir í þeirri ferð. Nú stendur til að fara aðra slíka ferð hjá Þrótti á vor­ mánuðum. Í hópi með frægum stuðningsmönnum liðsins Gísli segir það vera nokkuð athyglis vert að það er hópur Norð­ manna og einhverjir Danir sem eru öflugir stuðningsmenn félags­ ins og eiga þeir einhvern hlut í félaginu og heitir aðalstúkan Nor­ egsstúkan (The Norway Stand). Líklegt er að það tengist með einhverjum hætti aðkomu þeirra að félaginu. Til gamans má geta þess að auk Norðmannanna og Gísla eru tveir heimsfrægir leikar­ ar sem eru stuðningsmenn liðsins. Þeir eru Sir Michael Palin, sem var einn úr Monty Python grín­ leikarahópnum auk þess að vera afkastamikill þáttagerðamaður í sjónvarpi, en hinn er Isiah Whit­ lock Jr. einn aðalleikara sjónvarps­ þáttaraðarinnar The Wire. „Það hafði alltaf verið á dag­ skrá hjá mér að fara á leik með Stenhousemuir FC og loks tókst það nú í febrúar síðastliðnum og svo að sjálfsögðu fór ég þangað til þess að fylgjast með hvernig eignarhlutur minn í félaginu er að ávaxtast,“ segir Gísli léttur í bragði að endingu. se Færeyskt frystiskip með viðkomu í Ólafsvík Færeyska frysti­ og línuveiðiskip­ ið Jogvan 1 frá Toftum í Færeyj­ um leitaði til hafnar í síðustu viku í Ólafsvík vegna bilunar í beitningar­ vél. Biðu skipverjar eftir viðgerðar­ mönnum frá Mustad í Reykjavík, umboðsmönnum beitningarvél­ anna. Að sögn Bjarta Petersen á Jogv­ an eru þeir komnir með 100 tonn af fiski um borð og ætla að ná 200 tonnum áður en þeir halda til löndunar í Færeyjum. „Það er búið að vera hræðilegt veður allan túrinn svo við erum ánægðir með aflabrögð miðað við veðuraðstæður,“ sagði Bjarti í samtali við Skessuhorn. Um borð í skipinu er 16 manna áhöfn. Eins og vanalega þegar bátar koma til hafnar vill vera mannmargt á bryggjunni til þess að spjalla við skipsverja. Einn þeirra sem mættu á bryggjuna var Pétur Steinar Jóhannsson, sem er ritstjóri Sjó­ mannablaðs Snæfellsbæjar. Hann kom færandi hendi og fór um borð til þess að gefa skipsverjum nokkur gömul sjómannablöð. Voru þau vel þegin af skipverjum. af Jogvan 1 frá Færeyjum við bryggju í Ólafsvík. Hallbera fagnar á leik með MR Sten- housemuir. Fer ekki troðnar slóðir í leit að að uppáhaldsliðinu sínu Gísli er mikill stuðningsmaður Stenhousemuir FC í 2. deildinni í Skotlandi Gísli, Hallbera, Kjartan Olver Ianto, barnabarn Gísla, og Magnús Kjartan sonur Gísla fyrir utan leikvöll Stenhousemuir FC. Gísli fagnar sínum mönnum þegar þeir ganga til leiks á Ochillview Park. Gísli ásamt Íslandsvininum Marc Boal sem mætti á leikinn frá Aberdeen. Leikurinn í gangi á Ochillview Park. Sigurvegar í skólamóti. MR Stenhousemuir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.