Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 202222
Hvaða tungumál værir þú
til í að kunna?
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Valdís Eva Ingadóttir
„Kínversku.“
Sara Lind Sigmarsdóttir
„Ítölsku.“
Sigríður Ása Bjarnadóttir
„Spænsku.“
Svanborg Bergmannsdóttir
„Ítölsku.“
Heiða Björk Guðjónsdóttir
„Spænsku.“
Árið 2020 fagnaði Knattspyrnu
dómarafélag Akraness 50 ára afmæli
sínu en KDA, eins og það þekk
ist í dag, hefur starfað sleitulaust
frá stofnun þess til dagsins í dag
og er elsta starfandi knattspyrnu
dómarafélag landsins. Það voru
þeir Guðjón Finnbogason og Frið
jón Eðvarðsson ásamt fleiri Skaga
mönnum sem stofnuðu félagið árið
1970. Í gegnum tíðina hefur KDA
átt fjölmarga dómara sem starfa og
hafa starfað á efsta stigi knattspyrn
unnar á Íslandi. Sá fyrsti var Guð
jón Finnbogason og fylgdu margir
fast á eftir honum eins og Sæmund
ur Víglundsson, Sævar Jónsson,
Valgeir Valgeirsson og Ívar Orri
Kristjánsson. Núverandi félags
menn eru um 20 og starfa þeir í
yngri flokkum á Akranesi og einnig
dæma flestir þeirra í deildakeppn
um KSÍ.
Síðastliðið laugardagskvöld var
loksins hægt að halda upp á 50 ára
afmælið og fór það fram í Salnum
að Jaðarsbökkum. Þar fengu nokkr
ir félagsmenn KDA afhent heiðurs
merki KSÍ úr hendi formanns KSÍ,
Vöndu Sigurgeirsdóttur. Þeir sem
fengu Heiðursmerki KSÍ úr silfri
voru eftirtaldir: Guðmundur Val
geirsson, Jónas Geirsson, Stein
ar Berg Sævarsson, Sævar Jóns
son, Valgeir Valgeirsson og Ægir
Magnús son. Þá fékk Halldór
Breiðfjörð Jóhannsson Heiðurs
merki KSÍ úr gulli.
Sævar Freyr Þráinsson bæjar
stjóri hélt ræðu í afmælinu og sagði
meðal annars að hlutverk sjálfboða
liða í hreyfingunni væri gríðarlega
mikilvægt og ættu þeir hrós skilið
fyrir það hvað þeir hafa lagt á sig
því það væri fyrst og fremst ástríða
að leggja þetta á sig fyrir félagið og
íþróttina. „Ég er stoltur af ykkar
starfi og vil koma því á framfæri. Til
hamingju með ykkur, til hamingju
að hafa fengið þessa viðurkenningu
frá KSÍ, þið eigið hana svo sannar
lega skilið. Til hamingju með þessa
vináttu sem ég finn líka og þið hafið
sagt mér frá og er gríðarlega mikil
væg í ykkar hópi sem þið eigið að
halda í út lífsleiðina, til hamingju
með ykkur.“
vaks
Skallagrímur tók á móti liði Sel
foss í 1. deild karla í körfuknattleik
á mánudaginn og var þetta síð
asti heimaleikur Skallagríms í vet
ur. Mikið jafnræði var með liðun
um í fyrsta leikhluta, Selfyss
ingar voru þó yfirleitt með yfir
höndina en Skallagrímur náði að
minnka muninn í eitt stig, staðan
24:25. Baráttan hélt áfram, heima
menn náðu síðan góðum kafla og
voru komnir með tólf stiga for
ystu þegar þrjár mínútur voru eft
ir í hálfleik. Lítil breyting var eft
ir það og Skallagrímur leiddi með
ellefu stigum þegar liðin gengu til
búningsherbergja, staðan í hálfleik
51:40 fyrir Skallagrímsmönnum.
Ekkert gekk hjá gestunum að
minnka muninn í þriðja leikhluta,
Skallagrímsmenn bættu bara í og
voru komnir með 23 stiga forystu
þegar þrjár mínútur lifðu af þriðja
leikhluta, 72:49. Selfoss náði þó að
koma aðeins til baka eftir þetta,
náði 112 áhlaupi og staðan fyr
ir fjórða og síðasta fjórðunginn,
74:60. Selfyssingar náðu hins
vegar ekki að nálgast heimamenn
að nokkru marki eða körfu í fjórða
leikhluta, Skallagrímur hélt velli
og unnu að lokum öruggan átta
stiga sigur, 90:82.
Stigahæstir hjá Skallagrími voru
þeir Bryan Battle sem var með 30
stig, Simun Kovac var með 23 stig
og 16 fráköst og þeir Marinó Þór
Pálmason og Ólafur Þorri Sigur
jónsson voru með 10 stig hvor. Hjá
Selfossi var Gerald Robinson með
29 stig og 11 fráköst, Gasper Rojko
með 12 stig og Trevon Evans með
11 stig og 15 stoðsendingar.
Næsti leikur Skallagríms og
jafnframt síðasti leikur tímabils
ins er gegn Sindra föstudaginn
25. mars á Höfn og hefst klukkan
19.15. vaks
Snæfell lék gegn liði ÍR í 1. deild
kvenna í körfuknattleik á þriðju
daginn í liðinni viku og fór leik
urinn fram á heimavelli ÍR, Hellin
um, í Breiðholti. Með sigri í leikn
um hefði Snæfell komist í úrslita
keppnina og einnig ef Stjarnan
hefði unnið HamarÞór. Snæfell var
eins og í leikjunum tveimur á und
an án síns besta leikmanns, Sianni
Martin, en hún sleit krossband gegn
liði Aþenu í lok febrúar og leikur
því ekki meira með Snæfelli á þessu
keppnistímabili.
Það var ljóst fljótlega í leiknum
að ÍR stúlkur ætluðu ekki að gefa
neitt og voru þær komnar í 12:4
eftir fimm mínútur og í 19:12 við
lok fyrsta leikhluta. Snæfell náði að
minnka muninn í þrjú stig um miðj
an annan leikhlutann, 26:23, en síð
an gaf ÍR aftur í og fór með tíu stiga
forskot inn í hálfleikinn, 38:28.
Í þriðja leikhluta gekk lítið sem
ekki neitt hjá gestunum, þær skor
uðu aðeins sjö stig á móti tutt
ugu stigum heimastúlkna og stað
an fyrir síðasta fjórðunginn, 58:35
ÍR í vil. Svipað var upp á teningn
um hjá Snæfelli í fjórða leikhluta,
þær skoruðu aðeins sex stig þar
og ÍR alls 17. Stórtap liðsins stað
reynd gegn sterku liði ÍR, 75:41, og
ÍR býr sig nú undir einvígi við KR
í úrslitakeppni fjögurra liða um eitt
sæti í Subway deild kvenna á næsta
tímabili en hin tvö liðin sem mætast
eru Ármann og HamarÞór.
Stigahæstar í liði Snæfells voru
þær Preslava Koleva sem var með
12 stig og þær Minea Takala og
Rebekka Rán Karlsdóttir voru
með 7 stig hvor. Hjá ÍR var Gladi
ana Jimenez með 17 stig, Irena Sól
Jónsdóttir með 14 stig og Aníka
Lind Hjálmarsdóttir með 12 stig.
vaks
Sjö fengu heiðursmerki KSÍ
Þessir fengu heiðursmerki KSÍ: Frá vinstri, Jónas, Valgeir, Ægir, Steinar, Guðmund-
ur, Sævar og Halldór.
Skallagrímsmenn fagna sigrinum gegn Selfossi. Ljósm. glh
Skallagrímur sigraði Selfoss
Preslava Koleva var með tólf stig gegn ÍR. Hér í leik gegn Aþenu í lok febrúar. Ljósm. sá
Snæfell tapaði gegn ÍR og missti af
sæti í úrslitakeppninni