Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 20226
Hrútur í skottinu
BORGARFJ: Síðasta laugar
dag var bíll stöðvaður af lög
reglunni skammt hjá Hvann
eyri. Þar var farþegi með hrút
með sér í skotti bifreiðarinn
ar en slíkt er með öllu ólöglegt.
Skýringin var sú að verið væri
að flytja hrút og var hrúturinn
fyrst aleinn í skottinu en hafði
stangað afturrúðuna úr bif
reiðinni sem var Land Cruiser
jeppi. Því fór farþeginn afturí
til að halda í hrútinn svo hann
myndi ekki skemma bílinn
meira. Ekki urðu frekari eftir
málar af þessu og líklegast að
hrútur og samferðamenn hafi
komist á leiðarenda í sátt og
samlyndi. -vaks
Leysa starf tóm-
stundafulltrúa
til sín
BORGARBYGGÐ: Á fundi
fræðslunefndar Borgarbyggðar
í síðustu viku kynnti sviðsstjóri
fjölskyldusviðs minnisblað um
endurskoðun á samstarfssamn
ingi Borgarbyggðar og UMSB
um starf tómstundafulltrúa.
Fræðslunefnd samþykkti tillögu
sviðsstjóra sem snýr að því að
samningnum verði sagt upp og
að Borgarbyggð taki starf tóm
stundafulltrúa aftur yfir til sín.
„Þau verkefni sem tómstunda
fulltrúi hefur verið með hjá
UMSB eru vinnuskólinn, sum
arfjör, frístund og félagsmið
stöð. Gert er ráð fyrir því að
Borgarbyggð bjóði núverandi
tómstundafulltrúa hjá UMSB
tímabundna ráðningu og er
það hugsað til þess að sú fag
lega starfsemi sem byggst hef
ur upp færist farsællega yfir til
Borgarbyggðar. Það er mikil
vægt fyrir Borgarbyggð að fá
aftur til sín starf tómstunda
fulltrúa og sú fagþekking sé til
staðar hjá sveitarfélaginu. Það
er sérstaklega mikilvægt í ljósi
nýrra laga um samþætta þjón
ustu en einnig til að tryggja
rödd tómstunda innan stjórn
sýslu Borgarbyggðar,“ segir í
bókun nefndarinnar. -mm
Stjórnmálasamtök
þurfa að skrá sig
LANDIÐ: Ný kosningalög
tóku gildi í byrjun síðasta árs,
lög nr. 112/2021. Lögin gilda
um kosningar til sveitarstjórna
sem fram fara laugardaginn 14.
maí næstkomandi. Allnokkur
nýmæli er þar að finna. Með
al annars þau að þegar fram
boðslista er skilað til yfirkjör
stjórnar skal honum fylgja stað
festing á skráðu heiti og lista
bókstaf nýrra stjórnmálasam
taka. Um skráningu stjórnmála
samtaka er fjallað í lögum um
starfsemi stjórnmálasamtaka
nr. 162/2006, þar sem segir að
ríkis skattstjóri skrái stjórnmála
samtök og starfræki stjórnmála
samtakaskrá. Hyggist stjórn
málasamtök bjóða fram í sveit
arstjórnarkosningunum 14. maí
þurfa þau að vera skráð í stjórn
málasamtakaskrá. Allar upplýs
ingar um umsóknarferlið er að
finna inn á vefsíðu ríkisskatt
stjóra. Á vef skattstjóra kem
ur fram að skráning í skrána sé
valkvæð fyrir stjórnmálasamtök.
Ætli samtök hins vegar að bjóða
fram í kosningum er þeim skylt
að vera skráð í stjórnmálasam
takaskrá. -mm
Fleiri
vistvæna bíla
LANDIÐ: Stjórnvöld hafa
lagt til að fjölga rafmagnsbílum
sem geta fengið ívilnun í formi
niðurfellingar virðisaukaskatts
úr 15.000 bílum í 20.000. Frum
varp þar að lútandi hefur verið
lagt fram í samráðsgátt stjórn
valda. Ívilnanir hafa nú verið
nýttar fyrir um 12.300 bíla og
útlit fyrir að fjöldatakmörkun
náist að óbreyttu síðar á árinu.
Undanfarin tíu ár hafa stjórn
völd stutt við kaup á vistvænum
bílum með skattaívilnunum fyr
ir á þriðja tug milljarða króna.
Fyrir vikið hafa orkuskipti
fólksbílaflotans gengið hratt og
er Ísland á meðal fremstu þjóða
á heimsvísu í rafbílavæðingu.
-mm
Innkalla
kjúklingastrimla
LANDIÐ: Matvælastofnun
hefur fengið upplýsingar um
innköllun á Ali kjúklingastriml
um sem Matfugl ehf. fram
leiðir og er til í verslunum um
allt land. Innköllunin er vegna
þess að það greindist Listeria
monocytogenis í vörunni. Fyrir
tækið hefur innkallað vöruna úr
verslunum og sent út frétta
tilkynningu. Einungis er ver
ið að innkalla eftirfarnar fram
leiðslulotur undir heitinu „Ali
Salt og pipar kjúklingastriml
ar“, lotunúmer 1737432101 og
1737432111 með síðasta notk
unardegi merkt 04.04.2022 og
06.04.2022. -mm
Nú er að verða ljóst að ekki næst
að veiða úthlutaðar aflaheimild
ir á loðnuvertíðinni sem raunar er á
lokametrunum. Hrygningartíminn
er hafinn og því verðminni loðnu að
fá og fer því að mestu til bræðslu. Á
mánudaginn voru flest loðnuskip
in að veiðum vestan og síðan sunn
an við Reykjanes, en aflinn var rýr.
Samkvæmt upplýsingum á vef Fiski
stofu er búið að landa um 506 þús
und tonnum á vertíðinni sem byrj
aði í desember. Því eru um 180 þús
und tonn eftir af 685 þúsund tonna
kvóta.
Bræla og ótíð hefur reynst skipun
um erfið. Hafa þau leitað loðnu víða,
meðal annars á Breiðafirði, Faxaflóa,
norður með Vestfjörðum og svo
suður af Reykjanesi.
Á meðfylgjandi mynd er Víking
ur AK sem kom inn til löndunar á
Akranesi seint á mánudagskvöldið. Í
gær, þegar fréttin er skrifuð, var Vík
ingur kominn á miðin sunnan við
Reykjanes ásamt nokkrum öðrum
loðnuveiðiskipum. mm/ Ljósm. gsv
Vegurinn um Búlandshöfða á Snæ
fellsnesi var lokaður í gærmorgun
eftir að snjóflóð féll þar um nóttina.
Þetta var þriðja flóðið sem féll þar
á einum sólarhring. Myndin var
tekin um níuleytið um morguninn
meðan beðið var eftir gröfu sem
stakk í gegnum flóðið. Töluvert af
bílum var þá beggja vegna flóðsins,
þar á meðal strætó.
þa
Snjóflóð
féll úr
Búlandshöfða
Líður að lokum loðnuvertíðar