Skessuhorn


Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 202214 Vinstrihreyfingin grænt fram­ boð kynnti á sunnudaginn fram­ boðslista sinn í Borgarbyggð fyrir sveitar stjórnarkosningarnar í maí næstkomandi. Á listanum má sjá mörg ný andlit en efsta sæti listans skipar Thelma Dögg Harðardóttir frá Skarðshömrum í Norðurárdal. VG hefur á yfirstandandandi kjör­ tímabili skipað meirihluta í sveitar­ stjórn í Borgarbyggð ásamt Sjálf­ stæðisflokki og Samfylkingu. Kem­ ur Thelma ný inn hjá flokknum eft­ ir að Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, núverandi oddviti flokksins, sóttist ekki eftir endurkjöri. Líður best þegar nóg er að gera Thelma ólst upp í Kópavogi en hefur alla tíð litið á sig sem sveita­ stelpu af Vesturlandi. Pabbi hennar er úr Stykkishólmi og þar á Thelma stóra fjölskyldu. „Mér hefur alltaf fundist ég smá Hólmari líka,“ seg­ ir Thelma í samtali við Skessuhorn. „Við fjölskyldan eignuðumst svo jörðina Skarðshamra hér í Borgar­ byggð um aldamótin, þegar ég var fjögurra ára, og ég hef verið hér með annan fótinn allar götur síð­ an og þetta verið mitt annað heim­ ili,“ segir Thelma sem býr nú á Skarðshömrum. Hún gekk í Linda­ skóla í Kópavogi og lauk svo stúd­ entsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum í Kópavogi. Eft­ ir menntaskóla flutti hún ein upp í Borgarfjörð og hefur búið þar síð­ an. „Ég tók bara með mér hunda og hesta, flutti hingað og skráði mig í viðskiptafræði við Háskól­ ann á Bifröst. Þar sem mér fannst eitthvað lítið að gera svona í fullu háskólanámi ákvað ég að skrá mig líka í diplómanám á Hólum,“ segir Thelma og hlær. Hún var því í fullu námi við tvo háskóla í tvö ár. „Þetta er mjög lýsandi fyrir mig. Mér líður alltaf best ef ég hef mikið að gera,“ segir hún. Verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Vesturlands Thelma starfar sem verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Vesturlands sem nú er hluti af Samtökum sveitar­ félaga á Vesturlandi. „Rétt áður en ég útskrifaðist úr viðskipta­ fræðinni fékk ég starf hjá Upplýs­ ingamiðstöð Vesturlands og var þar í afgreiðslunni að taka á móti ferða­ mönnum. Ég leiddist svo yfir í starf verkefnastjóra hjá Markaðsstofu Vesturlands sem nú er hluti af SSV. Þar er ég að vinna að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast markaðs­ setningu landshlutans og þróunar­ verkefna á sviði ferðaþjónustunn­ ar,“ útskýrir Thelma. Spurð hvað hún geri fyrir utan vinnu segist hún lífið helst snúast um hestamennsku og ferðalög. „Við erum með litla hrossarækt og svo er ég aðeins að temja og þjálfa. Það er eiginlega nóg að gera í því en svo þykir okkur Viktori gaman að ferðast, sér í lagi innanlands.“ Frumraun í pólitík Aðspurð segist Thelma ekki hafa áður tekið virkan þátt í pólitík en að hún hafi þó alltaf haft áhuga og fylgst vel með, sérstaklega lands­ málum. „Það var aldrei stefnan að taka þátt í pólitík en svo kom upp þetta vindmyllumál hér í sveitinni og þá vaknaði þessi áhugi hjá mér,“ segir Thelma og er þar að tala um þau áform að reisa vindmyllugarð á Grjóthálsi, í landi Hafþórsstaða í Norðurárdal og Sigmundarstaða í Þverárhlíð. Þá eru einnig áform um vindmyllugarð í Hvammi. „Það var ótrúlega magnað að finna hversu sterk samstaðan hér er gegn þess­ um áformum, bæði hér í Norður­ árdal og Þverárhlíð. Þetta er að verða orðin tveggja ára barátta hjá okkur þar sem ég hef lært ótrúlega margt. Það kom mér í raun mjög á óvart hversu margt er í höndum sveitarfélaga í svona málum en ekki á borði ríkisins. Það var í gegnum þessa baráttu alla sem áhugi vakn­ aði hjá mér á að þjóna samfélaginu mínu og að koma okkar málefn­ um á framfæri,“ segir Thelma. „Ég hafði alltaf hugsað á þann hátt að ég hefði ekkert að gera með að fara í pólitík, þó ég hefði mikinn áhuga á ýmsum samfélagsmálum. En þegar ég fór svo að taka þátt í þessari baráttu okkar breyttist margt. Af hverju ætti ég ekki að bjóða mig fram eins og einhver annar? Fólk þarf að stíga fram í þessi verkefni og ég get ekki bara ætlast til þess að aðrir geri það,“ bætir hún við. Skipulagsmál fyrirferðamikil Andstaðan við vindmyllurnar voru drifkraftur Thelmu út í stjórnmál­ in en þegar hún var komin af stað kom í ljós að það var margt í nær­ samfélaginu sem hún hafði áhuga á að beita sér fyrir. „Eftir að ég kom að máli við VG fann ég að ég ætti heima þar og þegar ég fór að skoða öll málefnin betur og hvað hefði verið gert á þessu kjörtímabili og bíða okkar á því næsta, þá fann ég að þar er margt sem ég hef mik­ inn áhuga á að taka þátt í,“ segir Thelma. „Skipulagsmálin í Borgar­ byggð eru fyrirferðamikil núna en fyrir liggur endurskoðun á aðal­ skipulagi sveitarfélagsins. Þar er að mörgu að hyggja og nauðsyn­ legt að hugsa til framtíðar. Við þurfum til dæmis að skoða hvern­ ig við viljum sjá Borgarnes byggjast upp og hvernig dreifbýliskjarnarn­ ir í sveitarfélaginu eiga eftir að þéttast og breytast þegar fram líð­ ur og þá þurfum við að vera búin að taka ákvarðanir um innviðaupp­ byggingu í sveitarfélaginu,“ segir Thelma. Þátttaka ungmenna Thelma segist vilja sjá Borgar­ byggð hafa ungmenni meira með í ráðum í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. „Eitt af því sem ég hef tekið eftir síðustu vikurnar er hversu lítið ungmennum er hleypt að þeim málefnum sem að þeim snúa. Okkur ber lagaleg skylda til að hlusta á ungmennin í þeim mál­ um sem snerta þau. Hér í Borgar­ byggð er starfandi ungmennaráð sem á að nýta til fulls þegar tekn­ ar eru mikilvægar ákvarðanir sem tengjast þeim beint, eins og í skóla­ málum. Mig grunar líka að ung­ mennum sé ekki gert nógu vel ljóst hvar og hvernig þau geta haft áhrif á pólitíkina og það þarf að bæta,“ segir Thelma og bætir við að þetta sé eitthvað sem hún vilji beita sér fyrir að verði bætt. „Skólamálin eru búin að vera ofarlega á baugi hér í Borgarbyggð undanfarin misseri og það mun svo vera í höndum nýrr­ ar sveitarstjórnar að vinna úr þeim málum. Þar þarf að vanda til verka. Það er alveg ljóst í mínum huga að í þeirri vinnu þarf að hleypa unga fólkinu að með sínar skoðan­ ir og hugmyndir. Við í VG viljum heyra í bæði foreldrum og börnum um hvað þau vilja. Við viljum taka ákvarðanir út frá þeirra reynslu því þau eru þjónustunotendurnir,“ seg­ ir Thelma. Málefni aldraðra einnig mikilvæg Thelma segir einnig að halda verði vel utan um málefni aldraðra á komandi kjörtímabili. Það sé mála­ flokkur sem alltaf verði að hafa ofarlega. „Ég tel þessi málefni vera í góðum farvegi í Borgarbyggð en það má ekki slaka á og við verðum að halda vel utan um þennan stóra hóp fólks. Það sem við þurfum helst að gera núna er að finna gott jafnvægi með ríkinu í þeim rekstri sem snýr að eldra fólki. Við slík­ ar aðstæður getur og hafa myndast aðstæður þar sem ríki og sveitarfé­ lög bendi einfaldlega á hvort ann­ að. Það bitni svo mest á þeim sem síst skyldi, notendum þjónustunn­ ar. Við verðum að koma með almennilega stefnu í þessum mál­ efnum í samráði við ríkið svo þjón­ ustan virki sem best. Það er algjört lykilatriði að þessi þjónusta virki,“ segir Thelma. „Ég er með stóran hóp af mjög góðu fólki með mér sem ég er þakk­ lát fyrir. VG hér í Borgarbyggð hefur sterka grasrót sem okkur hef­ ur verið hampað fyrir á landsvísu. Ég get því verið spennt og jákvæð fyrir komandi tímum. Þetta er stórt verkefni og ef ég næ kjöri mun það eiga hug minn allan næstu fjögur ár,“ segir Thelma Dögg Harðar­ dóttir, oddviti VG í Borgarbyggð. arg Menntaskóli Borgarfjarðar bauð síðastliðinn miðvikudag öllum nemendum í tíunda bekk Grunn­ skóla Borgarfjarðar, Grunnskóla Borgarness og Auðarskóla í Dölum í heimsókn. Hefðbundin kennsla var felld niður fyrir hádegi og nem­ endur menntaskólans tóku að sér hlutverk gestgjafa og leiddu gestina um skólann og sögðu frá starfinu. Í skólanum höfðu kennarar sett upp ýmsar stöðvar til að kynna hluta af því námi sem boðið er upp á. Gerðar voru tilraunir, farið í leiki, spurningakeppni, starf nemendafé­ lagsins kynnt og ýmislegt fleira. Að endingu áttu svo nemendur nota­ lega samverustund og sporðrenndu „menntaborgurum“. vaks/ Ljósm. MB Andstaða við uppbyggingu vindmylla leiddu Thelmu Dögg í pólitíkina Rætt við Thelmu Dögg Harðardóttur nýjan oddvita VG í Borgarbyggð Thelma Dögg Harðardóttir skipar fyrsta sæti á lista VG í Borgarbyg gð. Ljósm. aðsend Þessir gaurar voru flestir sólarmegin í lífinu. Kynntu skólann fyrir nemendum í 10. bekk Þessar stúlkur gæddu sér á menntaborgurum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.